Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 60
TOLVUR fyrirtækið 10.070 milljónum dollara. Hagnaður af starfseminni nam 829 mill- jónum dollara. Að sögn Herlevsen er HP í fjórða sæti í heiminum, sem framleiðandi upplýsingatæknivara, en þrjú fyrstu sætin skipa IBM, DigitalogFujitsu. Á síðasta ári tókst HP að hækka sig um tvö sæti á listanum yfir framleiðendur í upplýsinga- iðnaðinum. Fyrirtækið er því í gífurlegri sókn. Ferill HP hefur á margan hátt verið ævintýralegur. Það var stofnað árið 1939 af William Hewlett ogDavid Packard, sem lögðu áherslu á framleiðslu mælitækja fyrir ýmsa sérhæfða starfsemi, t.d. sjúkrahús, rannsóknarstofur og verk- smiðjur. í fyrstu var fyrirtækið rekið í bilskúr í Kalifomíu en vöxtur þess varð fljótlega mjög hraður. Núna starfa 95.000 manns hjá HP og aðaláherslan er lögð á framleiðslu á tölvum. HP er orðið leiðandi fyrirtæki í tölvuiðnaðinum og hefur umsvif víðast hvar í heiminum. ALÞJÓÐLEG MÆLITÆKJAFRAMLEIÐSLA NEMUR $2.5 MILUÖRÐUM Herlevsen sagði að flestir séu búnir að gleyma því hvernig HP byrjaði og almenn- ingur þekkir fyrirtækið fyrst og fremst sem tölvuframleiðanda. Hann sagði að framleiðsla á hámákvæmum mælitækjum væri enn mikilvægur hluti af starfsemi fyrirtækisins og reynsla þess í framleiðslu á slíkum búnaði hefði alla tíð nýst því í tölvuframleiðslunni. Þekking og reynsla fyrirtækisins í mælitækjum væri í rauninni homsteinn fyrirtækisins, sem gerði því kleift að verða toppframleiðandi í tölvu- heiminum. „Framleiðsla á mælitækjum á alþjóðlegan mælikvarða nemur viðskipt- um fyrir 2.5 milljarða dollara. Og okkur firmst mikilvægt að halda okkar hlut íþess- um viðskiptum.“ sagði Herlevsen. HP hefur í íjöldamörg ár selt ýmis konar mæli- tæki til notkunar á sjúkrahúsum hér á landi og Herlevsen sagði að þau viðskipti gengju mjög vel en fyrirtækið hefur haft umboðsaðila hér á landi fyrir þessi sér- hæfðu mælitæki. Umboðsaðilinn starfar sjálfstætt og hefur engin tengsl við útibú HP hér en það sér eingöngu um markaðs- setningu á tölvum og hugbúnaði. HP er í eigu alþjóðlega fyrirtækisins, sem sér um að reka starfsemina hér á landi. HP hér heyrir undir Danmerkur- deild fyrirtækisins en Danmerkurdeildin heyrir undir HP í Evrópu en höfuðstöðvar fyrirtækisins í Evrópu eru í Genf. Þegar Herlevsen var spurður að því af hverju HP hefði ákveðið að stofna sérstakt útibú hér á landi fyrir fimm árum í staðinn fyrir að veita einhverju fyrirtæki umboð til að selja HP tölvur svaraði hann: „ísland hefur góð- an orðstír, sem tölvuvætt, nýtískulegt land. Einstaklingar í viðskiptaheiminum héma, ríkisstjórnin og almenningur hafa haft frábæran skilning á mikilvægi þess að tölvuvæða landið. Þess vegna fannst HP mikilvægt að komast inn á markaðinn hér. Og við fengum til liðs við okkur mjög hæfi- leikaríkt fólk, sem hafði áhuga á því að vinna með okkur. Það að stofnsetja okkar eigin fyrirtæki strax og ráða sjálfir fólk til að vinna í því gaf okkur frelsi til að byggja á eigin aðferðum. Við höfum mjög ákveðna heimspeki varðandi fólkið, sem vinnur hjá okkur — hvernig því á að líða við vinnu sína og hvaða aðferðum það á að beita við hana. Ég er samt ekki að segja að um- boðsaðili hefði ekki getað náð sama ár- angri og við. Umboðsaðili hefði samt not- að sínar aðferðir en við vildum einfaldlega nota okkar eigin.“ BJARTSÝNIN í VIÐSKIPTAHEIMINUM HÉR STÓRK0STLEG Þið hafið smámsaman verið að brjóta ykkur leið inn á íslenska tölvumarkaðinn á síðastliðnum fimm árum. Hafið þið náð öllum markmiðum ykkar á þessum tíma og hafa vonir ykkar um þennan markað ræst? „Ég verð að svara þessari spumingu bæði játandi og neitandi. Byrjunarárin héma vom ákaflega góð fyrir HP. Okkur gekk mjög vel þar til á árinu 1988 og vöxt- ur fyrirtækisins var gífurlega hraður. Síð- an tók efnahagsh'fið hér dýfu niður í djúpan öldudal á ámnum 1987, ’88 og ’89. Þannig að ég verð að segja að vonir okkar hafa ekki ræst fullkomlega varðandi markaðinn á íslandi. Ég held samt að allir héma hafi sömu sögu að segja varðandi síðustu árin héma. En þrátt fyrir þetta ákváðum við að halda starfsemi okkar héma áfram og ef maður lítur á ástandið í dag og efnahags- spár fyrir næstu ár þá h'tur allt mun betur SCHIFFSAUSRUSTUNG GMBH IMPORT - EXPORT Hoebelstrasse 24 P.O. Box 290434, 2850 Bremerhaven, Símar: 9049-(0)471-75023 og 9049-(0)471-75024, Telefax 9049-(0)471-71200 Þýskaland - Bremerhaven Öll þjónusta á sama stað Önnumst umboössölu á ferskum fiski, frosnum fiskafurðum og fleiru. Sjáum um dreifingu og allt sem tengist sölu- og markaðsmálum. Veitum íslenskum fiski- skipum alla þjónustu, útvegum veiðarfæri og varahluti. Aðstoðum við útboð og framkvæmd viðgerða og breytinga. Gerum verðtilboð í olíu og rekstrarvörur. IMPORT - EXPORT Magnús Björgvinsson Símar: 9049-(0)4706-1728 9049-(0)4706-405 Gerald Kiiver Sími 9049—(0)471—290832 Hilmar Júlíusson Sími 9049—(0)4703—753 Magnús Björgvinsson Import und Export
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.