Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 29
öllum fjölmiðlum. Viðbrögð fólks voru mjög hastarleg enda er mikil umræða hér í gangi um holla lifnaðarhætti og vamir gegn hvers konar mengun. Þessi umræða er af hinu góða að mínu mati og ég tel að við sem fiskseljendur eigum að geta hagnast á auknum kröfum sem fólk gerir til fisksins. íslenskur fiskur er góður og við eigum að selja hann þeim sem gera miklar kröfur og eru tilbúnir að greiða gott verð. Um það snýst málið.“ NÝR MARKAÐUR í AUGSÝN Það er greinilegt af viðtölum við fisk- sölumenn íslendinga í Evrópu að þeir líta björtum augum til framtíðarinnar af ýms- um ástæðum. Ein þeirra er opnun A- Evrópu þar sem menn sjá möguleika á að uppfylla þarfir nýrra kaupenda. „Það liggur í augum uppi að eftir sam- einingu Þýskalands, sem virðist á næstu grösum, opnast miklir möguleikar á sölu til A-Evrópu. Staðreyndin er sú að A- Þjóðverjar eru ekki miklir fiskneytendur en það er m.a. okkar hlutverk að breyta því. Hins vegar er of snemmt að segja til um viðbrögð þeirra því allt þeirra sölukerfi er nú í molum og maður veit ekki hvað verður. Hins vegar lítum við svo á að þama sé óplægður akur og er þegar hafinn undirbúningur að því að nýta þá möguleika sem þar er að finna.“ Eins og áður kom fram em Danir gin- keyptir fyrir íslenskum fiski og keyptu þeir ríflega 2000 tonn af Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í Hamborg á sfðasta ári. Danir em einnig keppinautar okkar varð- andi fisks á Þýskalandsmarkaði því þaðan kemur um flórðungur af öllum innfluttum fiski til Þýskalands. Raunar em Danir með langmestu markaðshlutdeildina í Þýska- landi og mun meiri en íslendingar. En það er önnur saga. „Eins og allir vita em Danir miklir sæl- kerar og kann það að vera skýringin á því að þeir kaupa mest af rækju og humri af okkur. A síðasta ári hófum við sölu á heil- um humri þangað og reiknum við með að þau viðskipti, sem em okkur mikils virði, muni aukast á næstu árum. Danir kaupa einnig mikið af rækju, en þar er næst- stærsti markaðurinn fyrir rækju í Evrópu, næst á eftir Bretlandi. Þeir neyta stórs hluta af þessum afurðum en selja einnig mikið til annarra landa, t.d. Itah'u.“ ÍSLAND HEFUR GÓÐA ÍMYND í spjalli við Benedikt Guðmundsson, hjá SH í Hamborg, og Kristján Hjaltason, sem vinnur einnig á skrifstofunni þar, kemur glögglega í ljós að íslenskur fiskur er talinn hafa góða gæðaímynd á Evrópumörkuð- um. Auðvitað ræður markaðurinn verðinu og ræðst það m.a. af framboði og eftir- spum en hitt er Ijóst að íslenski fiskurinn er í efri kanti markaðsverðanna. „Við erum að fikra okkur inn á smá- pakkningamarkaðinn eins og ég nefndi áð- an og við gerum okkur ljóst að þar er við gríðarlega harða keppinauta að eiga. Við pökkum úrvalsfiski í neytendaumbúðir, sem merktar em hérlendum verslunar- keðjum, og þessi pökkun fer fram heima á íslandi. Til marks um þær kröfur, sem við gemm, teljum við að einungis 3 frystihús heima séu það tæknivædd að þau geti ann- ast þetta verkefni. Það em Hvaleyri í Hafnarfirði, Grandi í Reykjavfk og Hrað- frystihús Haraldar Böðvarssonar á Akran- esi. Fleiri frystihús kunna þó að bætast í hópinn ef og þegar eftirspurn eftir þessari verðmætu vöm eykst,“ sagði Benedikt Guðmundsson, á skrifstofu SH í Ham- borg, að síðustu. Pökkunarkerfi fyrir neytendapakkningar Kassagerö Reykjavíkur hf. býöur fisk- framleiðendum heildarlausnir á pökkun framleiðslu þeirra. í því felst meöal annars: Greining á þörfum viðkomandi framleiö- anda. Val á vélbúnaði og aölögun að sér- stökum aðstæðum hvers og eins. Hönn- un og smíði nauðsynlegs aukabúnaðar s. s. færibanda. Hönnun og framleiðsla umbúða. Uppsetning búnaðar og þjálfun starfsfólks. Eftirlit og viðhald. KASSAGER0 REYKJAVÍKUR HF. ER UMBOÐSAÐILI A ÍSLANDI ^ DÍOtÍte®0G KLIKLOK® Kassagerð Reykjavíkur hf. KLEPPSVEGI 33 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 38383 - FAX 91-38598. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.