Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 39
ISLENDINGAR VERÐA AÐ STANDA SAMAN UM SALTFISKMARKAÐINN - SEGIR JOSE SOLERNOU, FULLTRÚISÍF í BARCELONA Jose Solernou, fulltrúi SÍF í Barcelona. „íslendingar hafa verið leið- andi á saltfiskmarkaðinum á Spáni síðustu tíu árin. Markaðs- staðan er mjög sterk nú sem stendur en þessi markaður er af- ar viðkvæmur. Margra ára upp- bygging getur hrunið til grunna með rangri stefnumótun. I Kata- lóníu, sem er mikið saltfisk- neyslusvæði, hefur íslenski saltfiskurinn um 80% markaðs- hlutdeild og það eru margir sem öfundast yfir því. Við höfum 40% af öllum Spánarmarkaðin- um og tæp 70% af heildarinn- flutningi saltfisks til Spánar. Það er vandasamt að verja svo stórt vígi,“ sagði Jose Solernou, fulltrúi SIF í Barcelona, þegar ritstjóri Frjálsrar verslunar hitti hann þar að máli fyrir skömmu. Og hann hélt áfram: „Forystuna hér geta íslendingar þakkað Færeyingum sem klúðruðu sterkri stöðu sinni hér þegar þeir hættu að standa saman og hófu inn- byrðis keppni á saltfiskmörkuðum Spánar. Þeir fóru að selja hver í sínu lagi, klóruðu augun hver úr öðrum á skömmum tíma og skenktu íslending- um forystuna því þeir höfðu vit á að standa saman. íslendingar voru vel að forystunni komnir vegna gæða fisks- ins sem þeir senda hingað. En það, sem mestu réði, var samstaðan sem hefur gert íslendingum kleift að veita hér góða þjónustu, standa við tíma- setningar og tryggja eðlilegt að- streymi vörunnar, að því marki sem það er unnt vegna fiskvöntunar. Til að geta stundað vöruþróun, markaðs- rannsóknir, kynningu og alhliða markaðsstarfsemi þarf að vera stór. Það þarf að hafa styrk. Með því að standa saman um SÍF hafa íslending- ar uppfyllt allt þetta og náð af þeim sökum góðum og vaxandi árangri á Spánarmarkaði. Þess vegna er mér með öllu óskilj- anlegt að mönnum skuli koma til hug- ar að splundra samtökunum með af- námi einkaleyfis á saltfisksölu sem leiða mundi til eyðileggingar á því mikla starfi, sem hér hefur verið unn- ið, starfi sem skilað hefur íslending- um forystu á þessum markaði. Ég hef spurt um rökin fyrir þessari hugmynd en enginn getur gefið mér svar.“ NORDMENN FETA í FÓTSPOR OKKAR „Á sama tíma og stjómvöld á ís- landi hugleiða að afnema einkaleyfi SÍF, sem leiða mundi til þess að ís- lendingar mundu sækja hér fram sundraðir, eru Norðmenn að vinna að því að sameina krafta sína á saltfisk- markaðinum með því að koma sér upp sölusamtökum í líkingu við SÍF. Þeir eru að reyna að taka upp fyrirkomulag íslendinga í þessu vegna þess að þeir hafa gert sér ljóst að yfirburðir ís- lendinga byggjast á því að standa saman og vera með því stórir og öfl- ugir. Norðmenn eru með sendiráð í 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.