Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 40
FORSIÐUGREIN
Madrid. Mér er kunnugt um það að
verslunarfulltrúi við sendiráðið hefur
verið hér á ferð og rætt við suma af
viðskiptavinum okkar og óskað eftir
því að eiga við þá viðskipti að því
gefnu að Norðmönnum takist að sam-
eina kraftana í sölusamtökum eins og
íslendingar. Þeir segja að með því
móti muni þeir geta boðið sambæri-
lega þjónustu og markaðsstarfsemi
og SIF. Á þeim grundvelli sækjast
þeir eftir viðskiptum við samstarfs-
menn okkar hér.
Islendingar verða að standa saman
til að halda forystunni. Það verður
alveg nógu erfítt að verjast sam-
keppni frá öðrum þjóðum, eins og
Norðmönnum, þó ekki sé farið að
efna til þess óvinafagnaðar sem
sundruð saltfisksala frá Islandi yrði.“
VIÐKVÆMUR MARKAÐUR
Hvers vegna þurfa íslendingar
endilega að standa saman í saltfiskút-
flutningi?
„Þessi markaður er mjög sérstæð-
ur og viðkvæmur. Unnt er að selja
frosinn fisk í 150 löndum en saltfisk er
ekki hægt að selja á viðunandi verði
nema í 5-7 löndum. í Katalóníu eru
800 smásalar, sem selja saltfisk, en
um 9000 sem selja frystar sjávaraf-
urðir. Frystur fiskur er seldur undir
Sérstök saltfiskvika var haldin 14.-
20. maí sl.
ákveðnu vörumerki en hefur ekki gilt
um saltfiskinn fyrr en í seinni tíð, en
við erum stöðugt að vinna að því að
auka sölu hans sem merkjavöru.
Saltfiskneysla hefur verið á niður-
leið og hún verður ekki aukin nema
með öflugri kynningu og auglýsing-
um. Það er mjög dýrt að auglýsa og til
þess að hafa bolmagn til þess þarf
styrk. Sá styrkur fæst ekki nema aðil-
ar séu stórir og öflugir. Við höfum
verið að stórauka kynningu á íslensk-
um saltfiski og viðbrögðin hafa ekki
látið á sér standa. Við getum staðið
fýrir öflugri kynningarstarfsemi hér af
því að við erum stórir. Annars væri
það ókleift. “
VÖRUÞRÓUN
„Sama gildir um vöruþróun. SÍF
hefur rannsóknarstofu og sérmennt-
aða starfsmenn í Reykjavík sem vinna
stöðugt að vöruþróun og eflingu
gæða. Við leggjum líka fé í markaðs-
rannsóknir og með þeim hætti tekst
okkur að hafa tilfinningu fyrir því hvað
neytendur vilja. Þannig getum við
komið til móts við óskir og kröfur
viðskiptavinanna og þá tekst að auka
neysluna.
Ekkert af þessu væri framkvæm-
anlegt ef íslendingar sæktu fram
sundraðir."
Jose Solemou er tæplega fimmtug-
ur. Hann hefur unnið við saltfisk allan
sinn starfsferil og virðist hafa ákaflega
næma tilfinningu fyrir þessum mark-
aði. Hann segist hafa byrjað 13 ára að
aldri að vinna við saltfisk í sumar-
vinnu, en verið í fullu starfi frá hann
var 18 ára. Solemou hefur lengst af
Rennismíði, fræsivinna,
allar viðgerðir.
Smíðum úr ryðfríu stáli og áli. Gerum tilboð. Smíðum og
eigum á lager álfrystipönnur stærð 1085 x 450 x 60 x 3mm,
aðrar gerðir eftir pöntunum, afgreiðslufrestur. Eigum á
lager grandaraspil 6,3t á kjarna, gott verð.
Ö Járntækni hf.
Fjölnisgötu 1a • Pósthólf 755 • 502 Akureyri • Sími 96-26610 ■ Knt. 470284-0139 • Vsk. 803
40