Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 37
NÝIR MÖGULEIKAR AÐ
SKAPAST
- REIT VID HELGA SIGURDSSON HJÁICELAND SEAFOOD LTD. í HAMBORG
Fiskkaupendur á Evrópu-
markaði hafa tekið duglega við
sér á síðustu árum, að minnsta
kosti að því er varðar kaup á
fiski frá Islandi. Af máli manna í
Hamborg má ráða að þeir eru
bjartsýnir og telja að til viðbótar
við aukna eftirspum frá hefð-
bundnum kaupendum hafi skap-
ast nýir möguleikar í sölu á
gæðafiski úr norðrinu.
Við litum inn til Helga Sigurðssonar
framkvæmdastjóra Iceland Seafood Ltd. í
Hamborg, en þar var útibú frá aðalskrif-
stofunni í Hull sett á laggimar árið 1986.
Við spurðum hann fyrst um þá nýju mögu-
leika sem væru að skapast með opnun
A-Evrópu:
„Að flestra mati er þess ekki langt að
bíða að A-Þýskaland verði sameinað V-
Þýskalandi og þar með stækkar hið hefð-
bundna markaðssvæði okkar verulega. 16
milljónir manna búa í austurhluta landsins
og þeir eru í mikilli þörf fyrir próteinríka
fæðu, einkanlega fisk. Floti A-Þjóðverja
hefur drabbast mjög niður á síðustu árum
og mér er sagt að hann telji ekki nema um
60 togara, flest hálfónýtar fleytur og án
kvóta. Þeir verða því að kaupa allan sinn
fisk erlendis frá eða fá hann að öðru leyti
frá fiskseljendum í vesturhluta landsins.
Upp í þetta tómarúm ætlum við okkur að
fylla eins og við getum og það sama er
örugglega uppi á teningnum hjá keppinaut-
um okkar“.
Eins og Helgi minntist á er V-Þýskaland
aðalmarkaðssvæði skrifstofunnar í Ham-
borg en að auki selur hún fisk til Danmerk-
ur, Hollands, Tékkóslóvakíu, Sviss, Aust-
urríkis og Ítalíu. Sáralítil sala hefur verið til
Austurríkis og Hollands en Danir kaupa
aðallega rækju. Humar er aðalsöluvaran í
Sviss og ítalir kaupa humar en virðast
opnir fyrir ýmsum öðrum tegundum.
EKKIÁ MÓTIÍSUÐUM FISKI
Eins og fram hefur komið hefur verð á
Helgi Sigurðsson.
frystum fiski frá íslandi hækkað gffurlega á
síðustu mánuðum og við spurðum Helga
hvert hann teldi vera framhaldið á þeirri
þróun:
„Vissulega vonar maður að hún haldi
sem lengst áfram en hitt er jafngott að hafa
í huga að ekki þarf mikið til að koma svo
þessi þróun stöðvist. Þjóðveijar eru af-
skaplega verðsinnaðir kaupendur og of
mikið framboð í einu fellir verðið umsvifa-
laust. Þess vegna er öll framleiðslustýring
afskaplega mikilvæg og einnig er nauðsyn-
legt að gæta þess að framboð á þessa
markaði verði ekki miklu meira en eftir-
spumin.
An þess að ég sé neitt á móti innflutn-
ingi á ísuðum fiski, aðallega vegna þess að
hér er fastur kaupendahópur að slíkum
vamingi, er stórvarhugavert að flytja hann
hingað jafn eftirlitslaust og raun virðist á.
Þetta kemur hingað í gusum og þegar of-
framboð verður snarfellur verðið. Þar
með eyðileggja ísfiskmenn fyrir sér, fyrir
okkur sem erum að selja frysta gæðavöm
á þessa sömu markaði en fýrst og fremst
tapar íslenskt þjóðarbú ef hlutimir fara úr
böndunum“.
Helgi taldi augljóst að síðustu mánuði
hefði markaðurinn ytra mjög breyst. Mest
væri nú spurt um ufsaflök og ufsablokk en
minni sala væri í karfanum, enda væm
menn ekki samkeppnisfærir vegna mikils
innflutnings á ísuðum karfa frá íslandi. Þá
hefði nær alveg tekið fyrir sölu á grálúð-
unni og sfld sömuleiðis, m.a. vegna orma-
málsins og þess að við værum ekki sam-
keppnisfærir í verði á Þýskalandsmarkaði.
En þegar á heildina er litið. Hvemig
hefur þróunin verið í sölumálum skrifstof-
unnar í Hamborg frá því hún opnaði árið
1986?
„Fyrsta árið seldum við fyrir 5 milljónir
marka en á árinu 1989 nam salan 22.5
milljónum marka. Markvisst sölustarf ís-
lenskra fiskframleiðenda í Evrópu hefur
skilað gífurlegum verðmætum í þjóðar-
búið og sem betur fer virðist ýmislegt
benda til þess að framtíðin sé björt í þess-
37