Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 55
BWI: FLUGVÖLLUR í STÖÐUGRISÓKN Baltimore-Washington Intemational flugvöllurinn hélt upp á fjörutíu ára afmæli sitt núna í júní. Og það er engin ellimerki að sjá á þessum tiltölulega gamla flugvelli. Mannvirkin hafa verið endumýjuð og nýj- um flugbrautum hefur verið bætt við hann. Flugvöllurinn er í stöðugri sókn. A árinu 1989 fóm meira en tíu milljónir far- þega í gegnum flugvöllinn og var það met- ár í sögu vallarins. Flugvöllurinn er í eigu Marylandríkis og er hann einn sá nýtísku- legasti í gjörvöllum Bandaríkjunum. Sam- göngur til hans frá nærliggjandi borgum, Washington DC, Baltimore og Annapolis em gífurlega auðveldar og var flugvöllur- inn einn af þeim fyrstu í Bandaríkjunum til að tengjast borgunum með lestarsam- göngum. Á síðasta ári fjárfestu flugvallaryfirvöld í bílageymslum, sem munu verða teknar f notkun árið 1991. Þessi fjárfesting kostar 29 milljónir dollara. Þá var ráðist í lengingu stystu flugbrautarinnar til að geta þjónað innanlandsflugi betur. Yfirvöld í Maryland fagna því mjög að utanlandsflug er að fær- ast í vöxt á flugvellinum. Melvyn Stein- berg, annar ríkisstjóri Marylandfylkis, var viðstaddur móttökuathöfn, sem flugvall- aryfirvöld stóðu fyrir 7. maí síðastliðinn, í tilefni af því að Flugleiðir hafa nú hafið flug til Baltimore á ný eftir nokkurt hlé. í ræðu ríkisstjórans kom fram að hann væri mjög ánægður með endurkomu Flugleiða á BWI. „Mér líður eins og ég sé í sam- kvæmi,“ sagði hann kotroskinn. „Og þetta er eins og fjölskyldusamkvæmi. Þegar gamlir fjölskyldumeðlimir koma aft- ur þá er maður hamingjusamur," sagði Steinberg. „Við erum mjög hreyknir af þessum flugvelli því að hann er í eigu fylk- isins,“ bætti hann við. Hann sagði það ekki spilla fyrir ánægju yfirvalda að flugvöllur- inn gæfi árlega af sér 250 milljónir dollara í tekjur. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði í ræðu sem hann hélt við þetta tæki- færi að honum þætti mikið til flugvallarins koma og að flugvallaryfirvöld hefðu veitt Flugleiðum mikinn stuðning. Hann sagði ennfremur að hann vonaðist til að í fram- tíðinni myndu Flugleiðir fljúga á hveijum degi til BWI. Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra sagði í stuttri ræðu að hann væri ánægður með þessa nýju flug- leið Flugleiða. „Mér skilst að þetta sé í þriðja sinn sem Flugleiðir hefja flug til Baltimore en það verður einnig í síðasta sinn, því núna ætla þeir að vera héma til frambúðar," sagði samgönguráðherra og fékk dynjandi lófaklapp. Önnur erlend flugfélög, sem fljúga til BWI, eru TWA og KLM. Flugvöllurinn er búinn fjórum flugbrautum. Hann hefur 47 þotuhlið og 18 minni. Flugstöðin sjálf tekur yfir 850.000 fet og á flugvellinum vinna 10.000 manns. BWI er notaður af 32 flug- félögum og dagleg umferð hljóðar upp á 660 mismunandi flug til hinna ýmsu staða í Bandaríkjunum og erlendis. Öll aðstaða er eins og hún gerist best og auðvelt er að komast leiðar sinnar um nýtískulega flug- stöðvarbygginguna. Av&óum SÍMAR^SÍMSVARAR^SÍMKERFI Öll heimsbyggðin treysti á GoldStar í Seoul 1988. Þér er óhætt!! GoldStqr ... einfaldlega betri kostur. KRISTALL HF. SÍMI 685750 FAX 685159 SKEIFAN 11B 108 REYKJAVÍK 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.