Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 5
RITSTJÓRNARGREIN GLEYMUM EKKIGRUNDVELLINUM Enn lifa íslendingar á sjávarútvegi. Ekkert bendir til að breyting verði á því á næstu árum. Um 70-80% af gjaldeyr- istekjum af vöruútflutningi okkar eru vegna sölu sjávar- afurða. Engin breyting hefur orðið á því hlutfalli og þegar litið er yfir síðustu tíu ár kemur í ljós að gjaldeyristekj- urnar sveiflast milli ára innan þessara marka. Ef reist verða stóriðjufyrirtæki hér á landi á næstu árum, gæti það leitt til þess að hlutfall sjávarafurða í heildargjaldeyristekjum landsmanna gæti minnkað eitt- hvað þegar líða tekur að aldamótum því stóriðjufyrirtæk- in eru ekki reist á skömmum tíma. Þess ber einnig að gæta að enn hafa engir samningar náðst við útlendinga um ný stóriðjufyrirtæki og undirbúningur undir bygging- arframkvæmdir tekur langan tíma jafnvel þó samningar náist. Það líða því enn allmörg ár þar til von er á einhverri starfsemi sem munað gæti um í útflutningi Islendinga. Svo virðist sem íslendingar átti sig stundum ekki á mikilvægi sjávarútvegsins í verðmætasköpun og gjald- eyrisöflun þjóðarinnar. Það stafar að einhverju leyti af því að einungis 14% vinnumarkaðarins fæst við fiskveiðar og fiskvinnslu og eins blandast það inn í að íbúar höfuðborg- arsvæðisins eru almennt ekki i daglegri snertingu við sjávarútveginn — og það er rúmur helmingur þjóðarinn- ar. Úti á landsbyggðinni áttar fólk sig víðast hvar vel á gildi sjávarútvegs, enda stendur hann undir nær öllu at- hafnalífi á stórum svæðum. Það er oft vakin athygli á því að á höfuðborgarsvæðinu hugsi menn um lítið annað en selja hvor öðrum vöru og þjónustu. A þessu svæði munar líka mest um heilbrigðis- þjónustuna, menntakerfið, bankana, stjórnsýsluna og ýmsar útblásnar opinberar stofnanir sem fáir vita ná- kvæmlega hvað aðhafast. Það er því brýnt að íslendingar geri sér grein fyrir því að við lifum á sjávarútvegi. Og það ánægjulega er að tekist hefur að laga sjávarútveg íslendinga að nútímanum með þeim árangri að honum tekst að standa undir sífellt aukn- um kröfum þessa eyðslusama þjóðfélags sem við lifum í. Þó erum við síður en svo að sækja meiri fisk í sjó en áður. íslenskur sjávarútvegur á engu að síður við gífurleg vandamál að stríða. Offjárfesting í fiskiskipum og fisk- vinnslufyrirtækjum veldur þungum búsifjum sem ekki er séð fyrir endann á. Efnahagsstefna stjórnvalda hefur einnig leitt til langvarandi taprekstrar í ýmsum greinum sjávarútvegs með tilheyrandi rekstrarfjárvanda, gjald- þrotum og skuldasöfnun hinna sem lifað hafa af. Vonandi horfir nú til betri vegar. Vonandi fara menn að skilja að önnur atvinnustarfsemi á íslandi er með einum eða öðr- um hætti háð sjávarútvegi og því getur afkoma fólks og fyrirtækja ekki orðið hér viðunandi nema þessi grundvall- aratvinnugrein hafi viðunandi rekstrarskilyrði. Frjáls verslun fjallar að þessu sinni um markaðsstarf- semi í Evrópu hjá þremur stærstu útflytjendum íslenskra sjávarafurða. f þeirri umfjöllun er að finna ýmsar skýring- ar á því hvernig sjávarútvegi landsmanna hefur tekist að laga sig að nútímanum og standa undir sífellt meiri kröf- um. Þó þeir þrír aðilar sem hér er fjallað um séu langfyrir- ferðarmestir í útflutningi okkar, stunda fjölmargir aðrir útflutning á íslenskum sjávarafurðum. Ekki er að efa að þeir hafi einnig lagað vinnubrögð sín að nýjum tíma. En um vinnubrögð við sölu íslenskra sjávarafurða er að sjálf- sögðu deilt — eins og flest annað í þessu dvergvaxna þjóðfélagi okkar. Ft ^TTfí L Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Helgi Magnússon — RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Valþór Hlöðversson — AUGLÝSINGASTJÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristrín Eggertsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Grímur Bjamason, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Fróði hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, súni 82300, Auglýsingasúni 31661 - RITSTJÓRN: Bfldshöfði 18, súni 685380 - STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson — AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson — FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir - ÁSKRIFTARVERÐ: 2.280 kr. (380 kr. á eintak) - LAUSASÖLUVERÐ: 469 kr. - SETNING, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. prentstofa hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.