Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 61
út. Ég held að þið séuð komin niður á botn öldudalsins og séuð núna á leiðinni upp úr honum. Besta lýsingin á ástandinu hérna, sem ég hef á reiðum höndum, er sú að líkja efnahagsástandinu við Boeingþotu í lend- ingu — nefið á henni vísar alltaf upp. Og það er mjög mikilvægt þegar aðstæðumar eru svona. Bjartsýni fólks í viðskiptaheim- inum héma er stórkostleg. Það hefur aldrei glatað voninni um betri tíma, sem núna em í sjónmáli." Þegar þið ákváðuð að koma hingað og stofnsetja útibú þá voru hér fyrir mjög sterkir keppinautar sem áttu markaðinn. Island, sem er mjög lítill markaður ef mað- ur miðar við önnur lönd, getur varla verið mjög mikilvægur fyrir ykkur. Tókuð þið ekki töluverða áhættu með því að byggja upp útibú hér? ,Jú, en markaður þar sem sterkir keppinautar berjast er alltaf áhugaverðari en algjörlega nýr og óplægður markaður. HP þekkir tölvur, þær eru okkar sérgrein og þess vegna er mjög auðvelt fyrir okkur að brjóta okkur leið inn á markaði þar sem samkeppnin er hörð. Við byggjum á frá- bærri framleiðslu og frábæm fólki sem markaðssetur hana og það gerir okkur mögulegt að framkvæma hluti eins og við gerðum héma.“ OPIN KERFI í STAÐINN FYRIR LOKUÐ Herlevsen sagði að HP væri fyrsta tölvufyrirtækið, sem berðist fyrir sam- ræmingu í framleiðslu á tölvum, þannig að hægt væri að tengja gömul kerfi nýjum og nota það besta frá hverjum framleiðanda. Hann sagði að HP berðist nú fyrir því að framleiðsla yrði hafin á opnum stöðluðum tölvukerfum í staðinn fyrir gömlu lokuðu eignarkerfin. „Viðskiptavinurinn vill fá op- ið kerfi svo að hann geti keypt það besta sem til er í dag. Og við emm reiðubúnir að veita honum þessa þjónustu vegna þess að við vitum að möguleikamir í framtíðinni munu felast í því að tölvur geti talað sam- an. Tölvuheimurinn í dag er feitur og ham- ingjusamur. Ogafhverju stafarþað? Svar- ið er: Vegna lokaðra kerfa. Ef maður ætti Volvo, Chevrolet eða Toyota bifreið og gæti aðeins ekið á vegum sem væm sér- staklega hannaðir fyrir þessa bfla þá myndi ríkja algjör ringulreið. Maður yrði brjálað- ur yfir því. Það væri mjög erfitt fyrir mann að ákveða hvaða bfl maður ætti að fá sér vegna þess að maður yrði að taka með í reikninginn hvar vegimir liggja. Ef enginn Volvo vegur væri nálægt heimili manns þá yrði maður einfaldlega að kaupa Toyotu vegna þess að Toyota fyrirtækið lagði veg þangað, jafnvel þótt maður væri ekki mjög hrifinn af Toyota. Tölvuheimurinn er svona í dag. Ef þú kaupir tölvukerfi af mér þá verður þú að fjárfesta í töluvert miklum hugbúnaði og ert þess vegna bundinn þessu kerfi. En viðskiptavinir tölvufyrir- tækja hugsa ekki svona lengur. Þeir vilja keyra á þægilegum og beinum vegum, sem þeir velja sjálfir. Þeir vilja vera frjálsir og eiga frábæra bfla. Og heimspeki HP byggir einmitt á þessu. Við höfum verið talsmenn fýrir opin kerfi. Við tökum þátt í alþjóðlegum samtökum er kafla sig „Open Software Foundation“ og við gerum mikið til þess að samræma búnaðinn, sem við framleiðum, þannig að tölvumar geti talað við aðrar tölvur. „Við höfum uppgötvað að við getum ekki gert allt sjálfir. Þess vegna höfum við verið mjög ötulir við að hafa uppi á góðu fólki til að vinna með; hugbúnaðarfyrir- tækjum, dreifingar- og söluaðilum. Þetta fólk þekkir vandamál viðskiptavina sinna miklu betur en við og ef við gefum þeim tækifæri og opnum tölvukerfi okkar fyrir þeim þá finna þeir upp betri lausnir en nokkur annar getur fundið upp. Við viljum bjóða opnum viðskiptavinum opin kerfi. Við verðum að hafa tölvuumhverfið opið svo að tölvurnar geti skipst á upplýsing- um. Ég lít á HP sem áskoranda í tölvu- heiminum. Við erum fyrirtæki sem þorir að bjóða hinum bjTginn.“ MÆTTI FRAMSÝNU FÓLKIÁ ÍSLANDI Hvemig er viðskiptaumhverfið hér á íslandi að þínu mati? „ísland er ekki ólíkt öðmm löndum í V-Evrópu. Það er í rauninni afar líkt hinum Norðurlöndunum. Það, sem kom mér mest á óvart, er dugnaðurinn í fólkinu sem vinnur að viðskiptum héma. Ég er mjög ánægður með það hvemig tölvukerfin, sem við höfum selt viðskiptavinum okkar, era nýtt á íslandi. Hér nota menn tölvum- ar meira en ég hef séð gert í mörgum öðram ríkjum. Kannski er það vegna þess að íslendingar eru einangrað þjóð sem hefur búið við frekar óáreiðanlegt efna- hagskerfi. Menn era viðbúnir dýfum í efnahagslífinu. Þegar ég kom hingað fyrst þá hélt ég að ég myndi hitta fyrir grjóthart fólk. En ég mætti aðeins opnu og fram- sýnu fólki — fólki sem vinnur mikið og hefur smekk fyrir gæðum.“ Reyndist ykkur auðvelt að fá leyfi til að stofna útibú hér á landi og þar með fjár- festa í íslensku atvinnulífi? , Já, það leyfi var auðfengið. Ég held að íslensk stjómvöld hafi áhuga á að laða að erlend fyrirtæki og fá þau til að fjárfesta í íslensku atvinnulífi. Frá þeim sjónarhóli séð voram við mjög velkomnir. Ég er þeirrar skoðunar að ríkisstofnanir og stór- fyrirtæki á íslandi ættu að meta þessa viðleitni okkar að verðleikum. Það er mjög gott fyrir viðskiptaumhverfið hér að hafa þrjú eða fjögur fyrirtæki sem keppa á markaðinum. Það heldur verðinu niðri. Þessar stofnanir ættu að hjálpa nýjum, traustum fyrirtækjum inn á markaðinn með því að gefa þeim dálítinn hluta af íjár- magninu sem þau ráða yfir. Og ég hef það á tilfinningunni að í þessum hluta við- skiptaumhverfisins á íslandi hafi HP orðið dálítið útundan. Okkur hefur reynst erfitt að komast inn á þennan sérstaka hluta markaðarins — þ.e. gagnakerfi ríkisstofn- ana á íslandi. Við ættum að hafa stærri hluta af þessum markaði þegar tillit er tekið til stærðar okkar og gæða búnaðar- ins sem við bjóðum uppá. Það kæmi sér einnig vel fyrir ríkisstjómina og fyrir sam- 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.