Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 54
FLUGMÁL ekki að við ætlum að vanrækja lággjalda- markaðinn. Ég reikna með því að um 90% farþega okkar fljúgi áfram á lágum far- gjöldum. En við erum staðráðnir í því að auka hlut þeirra sem fljúga á hæstu far- gjöldunum." Hverju breytir tilkoma nýju vélanna í sambandi við fargjöld hér? Koma þau til með að lækka eitthvað? „Ég býst ekki við því. Við vonumst til þess að núna, þegar við erum komnir með það nýjasta og besta sem völ er á, þá munum við geta selt okkur dýrar en áður. Við vonumst einnig til þess að farþegar, sem gera miklar kröfur, komi til með að velja Flugleiðir í ríkari mæli en áður. Þá trúum við því að ferðaskrifstofur komi til með að bera meira traust til félagsins nú en áður vegna nýju flugvélanna og séu þess vegna frekar reiðubúnar til þess að mæla með Flugleiðum við sína viðskipta- vini.“ Nú standa yfir samningaviðræður á milli íslendinga og Sovétmanna um gerð loft- ferðasamnings á milli ríkjanna. Ég hef ótil- MINOLTA Netta Ijósritunarvélm sem ekkert ler tyrir Lítil og handhæg vél sem ávallt skilar hámarksgæðum. Auðveld í notkun og viðhaldi. Tekur ýmsar gerðir og stærðir pappírs. Sterk vél sem óhætt er að reiða | sigá. I Útkoman verður óaðfinnanleg með • Minolta ff-30 BIkjaran Síöumúla 14,108 Reykjavík, s:(91) 83022 greindar heimildir fyrir því að þið hyggist jafnvel hefja flug á milli Moskvu og Banda- ríkjanna. Er þetta rétt? „Það er nú ekkert afráðið í þeim efnum. Viðræðumar hafa verið í gangi á milli stjómvalda og við höfum á þessu stigi ekki gert neitt annað en að láta í ljós vilja til þess að hefja flug til Moskvu eða Sovét- ríkjanna. Það verður fyrst mögulegt að skoða þetta nánar þegar gengið hefur verið frá loftferðasamningnum. En ef eitt- hvað verður af þessu flugi þá verður það með tengingum hingað til Washington." Þið notið Keflavíkurflugvöll sem safn- flugvöll frá Bandaríkjunum til Evrópu og bjóðið upp á tengiflug frá íslandi til 15 borga í Evrópu. Af hveiju bjóðið þið upp á flug til svona margra borga? Er ekki betra að bjóða upp á fáar flugleiðir? „Við emm að reyna að dreifa mörkuð- um okkar meira. Fyrir nokkrum ámm síð- an fóm um 90% af farþegum okkar á Atl- antshafsleiðinni til Luxemborgar. Núna er þessi prósentutala komin niður í 45%. Þannig að það em fleiri sem koma frá öðmm Evrópulöndum, t.d. Bretlandi og Norðurlöndunum. Þetta er liður í því að dreifa markaðssókninni á fleiri staði til þess að verja okkur fyrir sveiflum, sem geta orðið á einstaka mörkuðum. Við byggjum Atlantshafsflugið upp á tenging- um og það má eiginlega segja að núna þegar við opnum þessa flugleið til Balti- more séum við ekki aðeins að opna einn markað heldur fimmtán mismunandi markaði." Þið hafið sem sagt töluverðan sveigjan- leika í bókunarkerfinu. En er ekki erfitt að markaðssetja svona margar flugleiðir, er ekki erfitt að selja þetta? „Tengiflug er alltaf annar kostur við bein flug. En hinsvegar er það oft mjög góður kostur. Það er oft ekki pláss með beinu flugi til Evrópu. Og þau em oft ekki á þeim degi eða tíma sem fólk þarf að fara á. Enda er reynslan sú að mjög stór hluti af Atlantshafsflutningunum hjá öllum flugfé- lögum byggir á tengiflugi." Þið reynið að höfða til Norðurlandabúa, sem vilja fara til Bandaríkjanna og einnig til fólks af skandinavískum uppmna í Banda- ríkjunum. Er mikið af slíku fólki hér í Maryland fylki og nálægum fylkjum? „Stjómsýslan er náttúrlega hér í Was- hington og í tengslum við hana er mikið af Norðurlandabúum og Evrópubúum. Hér er talsvert mikið af fyrirtækjum frá Norð- urlöndunum og einnig af öðmm evrópsk- um fyrirtækjum. Hér er gífurlega mikil umferð og við leggjum mikla áherslu á góðar og öruggar tengingar áfram innan Bandaríkjanna. Við erum ekki aðeins að selja Baltimore heldur Baltimore-Was- hington flugvöll, sem nokkurs konar hlið inn til Bandaríkjanna." Nú hafa Flugleiðir verið þekktar fyrir það hér í Bandaríkjunum að bjóða lág far- gjöld til Evrópu. Er ekki dáh'tið erfitt að breyta þessari ímynd? , Jú, það er mjög erfitt og það eru marg- ir sem segja að fyrirtæki eigi að forðast að breyta slíkri ímynd. Hinsvegar var þetta gott og gilt þegar við vomm eitt af fáum flugfélögum hér, sem buðu lág fargjöld. Núna bjóða allir lág fargjöld og stóm félög- in em mörg hver farin að bjóða lægri far- gjöld en við getum keppt við. Undanfarin ár höfum við ekki verið með lægstu far- gjöldin í Atlantshafsfluginu. Við eigum engra kosta völ. Annað hvort er að hætta og leggjast niður og deyja eða reyna að berjast. Og eina leiðin er að sannfæra fólk um að hjá okkur sé hægt að kaupa dýra, ömgga og góða þjónustu. En bjóða einnig upp á ódýra þjónustu." Hefur markaðssetningarátakið, sem þið hafið staðið fyrir hér í Bandaríkjunum, skilað sér? „Við höfum farið út í mikla markaðs- fræðslu ásamt hinum Norðurlandaflugfé- lögunum, SAS, Finair og ferðamálaráðum Norðurlandanna. Það er vaxandi eftirsókn í hreinleika, náttúmfegurð og gæði þannig að við emm sannfærðir um að þessi mark- aðsfræðsla eigi eftir að skila sér.“ Hversu hátt setjið þið markið í Atlants- hafsfluginu núna. Hversu stóran hlut ætlið þið ykkur af kökunni? „Við erum mjög hógværir í þessum efn- um og ætlum okkur ekki stóran hlut. Við gerum okkur grein fyrir því að við verðum alltaf lítið flugfélag og ætlum okkur að vera það áfram. Við ætlum að sérhæfa okkur á mjög ákveðinn hátt, reyna að keppa ekki á sömu mörkuðunum og stóm flugfélögin em á. Þá munum við leggja meiri áherslu á gæði en stóm flugfélögin gera. Við ætlum að lifa á gæðum og sérhæfingu. Áætlanir okkar gera ráð fyrir um 200.000 farþegum á þessu ári, til og frá Bandaríkjunum." Var einfaldlega ekki hægt að reka Atl- antshafsflugið með DC8 þotunum? Vomð þið í rauninni neyddir til þess að fara út í þessar miklu §árfestingar? ,Já, ég tel að það hefði ekki verið hægt að reka Atlantshafsflugið með DC8 þotum áfram. Bensínverð fór hækkandi þannig að afkoman versnaði jafnt og þétt. Vélam- ar vom of stórar. Við þurftum að hafa minni vélar og möguleika á að fljúga oftar. Enda vorum við eina flugfélagið sem not- aði DC8 vélar á þessari leið. Við hljótum að hafa vitað eitthvað, sem enginn annar vissi í sambandi við rekstur þessara véla,“ sagði Pétur Eiríksson 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.