Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 66
BREF FRA UTGEFANDA OPNAÐ TIL ALLRA ÁTTA Á síðustu tveimur áratugum hafa orðið gífurlegar breytingar á efnahagskerfi íslendinga. Eftir lang- varandi hagstjórnun, þar sem höft og viðskipta- hömlur sátu í fyrirrúmi, tókst hinni svokölluðu viðreisnarstjórn, undir forystu þeirra Bjarna heit- ins Benediktssonar og Gylfa Þ. Gíslasonar, að losa um hömlur og koma á raunverulegu viðskipta- frelsi á íslandi. Fáir, sem ekki upplifðu þessa hafta-og skömmtunartíma, gera sér grein fyrir þeirri breytingu sem varð. Síðan þetta stóra skref var tekið hefur orðið hægfara þróun í rétta átt en ekki er þó með sanni hægt að segja að íslendingar hafi með öllu verið samstiga því sem gerst hefur í umheiminum. Við höfum löngum svarað fyrir okk- ur með því að við hefðum sérstöðu og þyrftum að verja okkur þess vegna og víst er að efnahagskerf- ið á Islandi er svo vanþróað og veikbyggt að eðli- legt má teljast að hvert og eitt skref sé tekið með varúð. Nú er hins vegar séð fram á verulega breytingu sem kannski jafnast á við þá kerfisbreytingu sem varð á dögum viðreisnarstjórnarinnar. Peninga- og fjármagnsmarkaðurinn á íslandi hefur verið lokaður til þessa og hann miðstýrt af ríkisvaldinu sem alltaf hefur lagt áherslu á að hafa alla þræði í hendi sér. Þar hefur verið um raunverulega haft- astefnu að ræða og enginn stjórnmálaflokkur hef- ur haft dug í sér til þess að slíta þessa fjötra af þjóðinni. Ytri aðstæður gera það að verkum að nú verður ekki lengur spyrnt á móti og við það bætist svo að Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur greinilega betri og meiri skilning á þessum málum en margir fyrirrennarar hans. Sjálfsagt munu margir spyrja hvaða tilgangi það þjóni að brjóta fjármagnsmarkaðinn upp og gera íslendingum t.d. kleift að eiga peninga eða eignir erlendis og sagt hefur verið að við þurfum verulega á því að halda að innlendur sparnaður aukist og haldist í land- inu. Það er út af fyrir sig satt og rétt en við höfum dæmin fyrir augum okkar varðandi það hvað lokuð hagkerfi hafa leitt af sér. Austur-Evrópuríkin hafa búið við slíkt kerfi og ef efnhagskerfi eru nokkurs staðar í rjúkandi rúst þá er það þar. Því miður er staða íslendinga ekki ósvipuð. Ætli það sé t.d. ekki jafn erfitt að fá íslenskum krónum skipt í aðra gjaldmiðla og að skipta rúblum? Árið 1992 verður meginhluti Evrópu sameigin- legt markaðssvæði. Efnahagsleg og félagsleg landamæri munu þurrkast út. Enginn veit í raun hvað slíkt hefur í för með sér en það er gefið mál að erfitt verður fyrir smáþjóð eins og fslendinga að standa utan við slíkt, ekki síst vegna þess að markaðir í Evrópu verða okkur æ mikilvægari. Það er vonum seinna að við reynum að aðlaga efnahagskerfi okkar að því sem víðast er annars staðar í hinum vestræna heimi. En það gefur líka augaleið að sú kerfisbreyting, sem nú er framundan, nær ekki fram að ganga hérlendis nema veruleg stefnubreyting verði í rík- isfjármálum okkar. Aukið frelsi í gjaldeyris-og viðskiptamálum verður aðeins orðin tóm ef þeirri stefnu verður ekki jafnframt breytt að ríkið taki til sín meginhluta þess fjármagns sem bæði atvinnu- fyrirtæki og einstaklingar skapa. Það er varla von til þess að t.d. erlend atvinnufyrirtæki og pening- astofnanir sjái sér hag í því að fjárfesta eða geyma eigur sínar á íslandi við núverandi aðstæður. Reynslan hefur raunar þegar sýnt okkur það að til þess að erlendir aðilar fáist til þess að fjárfesta hér þarf að bjóða þeim eitthvað allt annað en það sem íslendingar búa við. Það er því algjör nauðsyn að nota það tækifæri, sem nú gefst, nánast af sjálfu sér, til þess að brjóta kerfið okkar upp. Aðeins á þann hátt er hægt að fylgja æskilegri breytingu eftir og skapa nýja möguleika sem nýtast munu Islendingum í ókominni framtíð. 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.