Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 46
A VETTVANGI
SÍÐASTIAÐALFUNDUR VERSLUNARBANKANS
VERÐUR LENGIIMINNUM
HAFÐUR
' y tl| fm
1 " - ! 1 _ 1% .. '.Ú' .ýn ■ ;íí;
Um 400 manns sóttu fundinn af 1400 hluthöfum. Fulltrúar fyrir 86% hlutafjár voru mættir, en það er óvenjuhátt
hlutfali á aðalfundi fjöldafélags.
Síðasti aðalfundur Verslunar-
bankans hf., sem haldinn var
hinn 28.apríl sl., verður lengi í
minnum hafður vegna mikilla
átaka um völd og áhrif sem urðu
á fundinum og í tengslum við
hann. Út af fyrir sig var hér um
tímamótafund að ræða vegna
þess að þetta var í síðasta skipti
sem aðalfundur Verslunarbank-
ans var haldinn sem aðalfundur
banka, en Verslunarbankinnhóf
starfsemi sína hinn 8.apríl 1961
og tók þá yfir rekstur Verslunar-
sparisjóðsins sem stofnaður var
árið 1956.
En athygli manna beindist fyrst og
fremst að þeim valdaátökum sem
fram fóru. Eins og kunnugt er tengd-
ust átök þessi Stöð 2 að nokkru leyti
TEXTI: HELGI MAGNÚSSON MYNDIR: KRISTJÁN
46
og einnig hékk það á spýtunni að sam-
kvæmt samkomulagi bankanna
þriggja, sem eiga íslandsbanka, lá
fyrir að Gísli V. Einarsson, þáverandi
formaður bankaráðs Verslunarbank-
ans, tæki við formennsku íslands-
banka á aðalfundi 30.apríl 1990.
Deilur, sem staðið höfðu um nokk-
urt skeið vegna viðskipta Stöðvar 2
og Verslunarbankans/Islandsbanka,
gerðu það að verkum að formenn
samtaka verslunarinnar, sem jafn-
framt eru í forsvari fyrir þann hóp
sem kom inn í Stöð 2 um síðustu ára-
mót, ákváðu að láta til skarar skríða
gegn Gísla V. Einarssyni og koma í
veg fyrir endurkjör hans í stjórn Eign-
arhaldsfélags Verslunarbankans og
þar með í bankaráð íslandsbanka.
Dagana fyrir aðalfundinn gekk mik-
EINARSSON
ið á að tjaldabaki og ljóst var að Har-
aldur Haraldsson, kenndur við Andra
hf. og íslenska úthafsútgerðarfélagið
hf., mundi gefa kost á sér til for-
mennsku í Verslunarbankanum og ís-
landsbanka. Haraldur er formaður
Félags íslenskra stórkaupmanna og
stjómarmaður í Stöð 2. Fram kom í
fjölmiðlum að stærstu hluthafar
Verslunarbankans myndu styðja Har-
ald og þar með voru úrslitin í raun
ráðin. Hér er um að ræða Lífeyrissjóð
verslunarmanna með um 15% hluta-
fjár, Eimskip með 10% og Sjóvá-Al-
mennar tryggingar með 6%. Hlutur
þessara þriggja stærstu hluthafa er
tæpur þriðjungur alls hlutafjár í bank-
anum og hlýtur það að nægja til að
hafa undirtökin í stjórnarkosningu, ef
þessir aðilar standa saman á annað