Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 8
 FRETTIR BREYTINGARISTJORN SIS: ÞORSTEINN SVEINSSON FORMAÐUR? Ólafur Sverrisson, stjómarformaður SIS, hefur lýst því yfir að hann muni ekki gefa kost á sér til áframhaldandi stjórn- arsetu og hyggst láta af störfum í stjóm SIS á að- alfundinum nú í byrjun júní. Hart hefur verið lagt að Halldóri Asgrímssyni sjávarútvegsráðherra að taka að sér stjórnarfor- mennsku hjá SIS, enda er talið að hann gæti veitt samvinnuhreyfingunni þá forystu sem hún þarf nú svo mjög á að halda. Halldór vill ekki. Halldór hefur hafnað þessari hugmynd alfarið og endanlega. Nú er talið líklegast að Þorsteinn Sveinsson, kaupfélagsstjóri á Egils- stöðum og stjómarmaður í SIS, verði næsti stjóm- arformaður Sambands- ins. Sagt er að hann sé til- búinn að taka embættið að sér og njóti til þess stuðnings víða í samvinn- uhreyfingunni. Meðal þeirra, sem em sagðir hafa hvatt hann til að taka formennskuna að sér, er Valur Arnþórsson, bankastjóri Landsban- kans og fyrmm stjórnar- formaður SIS, en hann er sagður hafa ennþá mikil áhrif á bak við tjöldin í s amvinnuhr eyf ingunni þó hann hafi látið af öllum opinbemm störfum fyrir hana. Auk Ólafs Sverrissonar munu tveir stjórnarmenn hjá Sambandinu hætta á aðalfundinum. Þessi þrjú sæti munu væntanlega fylla kaupfélagsstjórinn á Sauðárkróki, kaupfélags- stjórinn í Borgarnesi og annað hvort Gísli Jóna- tansson á Eskifirði eða Hermann Hansson á Höfn í Hornafirði. AÐALFUNDUR FJARFESTINGARFELAGSINS: UPPGJÖR VIÐ FORTÍÐINA - TAP 97 MILUÓNIR KRÓNA EN REKSTRARTEKJUR192 MILUÓNIR Aðalfundur Fjárfest- ingarfélags Islands hf. var haldinn í skugga 97 milljón króna taps af rekstri félagsins árið 1989. Árið áður hafði hagnaður numið 21 millj- ón króna þannig að um- skiptin em mikil. Rekstr- artekjur námu 192 millj- ónum króna þannig að tapið er yfir 50% af rekstrartekjum. Þetta gífurlega tap stafar af því að félagið af- skrifaði eignarhlut sinn og viðskiptareikning hjá Vogalaxi hf. sem stendur nú höllum fæti eftir að heimtur þessarar hafbeit- arstöðvar reyndust mjög lélegar á síðasta ári, eða um 2.8%, en í meðalári em þær 7-8%. Þessi af- skrift nam sömu fjárhæð og heildartapið, 97 millj- ónum króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi var því á núlli en nam 24 mill- jónum króna árið á und- an. Þannig verður Voga- laxi hf. einum ekki kennt um slaka útkomu félags- ins á árinu 1989. í máli formanns félags- ins, Guðmundar H. Garð- arssonar alþingismanns, kom fram að þessi aðal- fundur væri uppgjör Fjár- festingarfélags Islands hf. við fortíðina. Með því að segja skilið við þátt- töku í hafbeitarstöðinni Vogalaxi hf. yrðu kafla- skil í starfsemi fyrirtæk- isins sem snéri sér þar með alfarið að fjármála- þjónustu á fjármagns- markaðinum en léti af áhættusömum nýsköpun- Gunnar Helgi kvaddi Fjárfestingarfélagið á dapurlegum tímamótum. arverkefnum á sviði ís- lensks atvinnulífs. Á síðasta ári urðu einn- ig þau tímamót að for- stjóraskipti urðu hjá fé- laginu þegar Gunnar Helgi Hálfdánarson lét af því starfi eftir 13 ár og varð forstöðumaður Landsbréfa hf. Við starfi hans tók Friðrik Jó- hannsson, viðskiptafræð- ingur og löggiltur endur- skoðandi. Þrátt fyrir dapurlega útkomu hjá Fjárfesting- arfélaginu á árinu 1989 urðu engar umræður á fundinum utan að Bent Scheving Thorsteinsson kvaddi sér hljóðs og vakti athygli á því að hann hefði lagt til á aðalfundi fyrir 4 árum að afskrifa Vogalax hf. og hætta af- skiptum af því fyrirtæki en það hefði ekki fengið hljómgrunn þá. Hann sagði að það hefði sparað félaginu tugi milljóna króna að fara að ráðum sínum á þeim tíma. Bent vakti einnig athygli á því að annað eigið fé en hlutafé væri allt upp urið, og 25 milljónum betur. Það þótti honum býsna slakur árangur eftir 20 ára starf. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.