Frjáls verslun - 01.05.1990, Side 8
FRETTIR
BREYTINGARISTJORN SIS:
ÞORSTEINN SVEINSSON FORMAÐUR?
Ólafur Sverrisson,
stjómarformaður SIS,
hefur lýst því yfir að hann
muni ekki gefa kost á sér
til áframhaldandi stjórn-
arsetu og hyggst láta af
störfum í stjóm SIS á að-
alfundinum nú í byrjun
júní.
Hart hefur verið lagt að
Halldóri Asgrímssyni
sjávarútvegsráðherra að
taka að sér stjórnarfor-
mennsku hjá SIS, enda er
talið að hann gæti veitt
samvinnuhreyfingunni
þá forystu sem hún þarf
nú svo mjög á að halda.
Halldór vill ekki.
Halldór hefur hafnað
þessari hugmynd alfarið
og endanlega.
Nú er talið líklegast að
Þorsteinn Sveinsson,
kaupfélagsstjóri á Egils-
stöðum og stjómarmaður
í SIS, verði næsti stjóm-
arformaður Sambands-
ins. Sagt er að hann sé til-
búinn að taka embættið
að sér og njóti til þess
stuðnings víða í samvinn-
uhreyfingunni. Meðal
þeirra, sem em sagðir
hafa hvatt hann til að
taka formennskuna að
sér, er Valur Arnþórsson,
bankastjóri Landsban-
kans og fyrmm stjórnar-
formaður SIS, en hann er
sagður hafa ennþá mikil
áhrif á bak við tjöldin í
s amvinnuhr eyf ingunni
þó hann hafi látið af öllum
opinbemm störfum fyrir
hana.
Auk Ólafs Sverrissonar
munu tveir stjórnarmenn
hjá Sambandinu hætta á
aðalfundinum. Þessi þrjú
sæti munu væntanlega
fylla kaupfélagsstjórinn á
Sauðárkróki, kaupfélags-
stjórinn í Borgarnesi og
annað hvort Gísli Jóna-
tansson á Eskifirði eða
Hermann Hansson á Höfn
í Hornafirði.
AÐALFUNDUR FJARFESTINGARFELAGSINS:
UPPGJÖR VIÐ FORTÍÐINA
- TAP 97 MILUÓNIR KRÓNA EN REKSTRARTEKJUR192 MILUÓNIR
Aðalfundur Fjárfest-
ingarfélags Islands hf.
var haldinn í skugga 97
milljón króna taps af
rekstri félagsins árið
1989. Árið áður hafði
hagnaður numið 21 millj-
ón króna þannig að um-
skiptin em mikil. Rekstr-
artekjur námu 192 millj-
ónum króna þannig að
tapið er yfir 50% af
rekstrartekjum.
Þetta gífurlega tap
stafar af því að félagið af-
skrifaði eignarhlut sinn
og viðskiptareikning hjá
Vogalaxi hf. sem stendur
nú höllum fæti eftir að
heimtur þessarar hafbeit-
arstöðvar reyndust mjög
lélegar á síðasta ári, eða
um 2.8%, en í meðalári
em þær 7-8%. Þessi af-
skrift nam sömu fjárhæð
og heildartapið, 97 millj-
ónum króna. Hagnaður af
reglulegri starfsemi var
því á núlli en nam 24 mill-
jónum króna árið á und-
an. Þannig verður Voga-
laxi hf. einum ekki kennt
um slaka útkomu félags-
ins á árinu 1989.
í máli formanns félags-
ins, Guðmundar H. Garð-
arssonar alþingismanns,
kom fram að þessi aðal-
fundur væri uppgjör Fjár-
festingarfélags Islands
hf. við fortíðina. Með því
að segja skilið við þátt-
töku í hafbeitarstöðinni
Vogalaxi hf. yrðu kafla-
skil í starfsemi fyrirtæk-
isins sem snéri sér þar
með alfarið að fjármála-
þjónustu á fjármagns-
markaðinum en léti af
áhættusömum nýsköpun-
Gunnar Helgi kvaddi
Fjárfestingarfélagið á
dapurlegum tímamótum.
arverkefnum á sviði ís-
lensks atvinnulífs.
Á síðasta ári urðu einn-
ig þau tímamót að for-
stjóraskipti urðu hjá fé-
laginu þegar Gunnar
Helgi Hálfdánarson lét af
því starfi eftir 13 ár og
varð forstöðumaður
Landsbréfa hf. Við starfi
hans tók Friðrik Jó-
hannsson, viðskiptafræð-
ingur og löggiltur endur-
skoðandi.
Þrátt fyrir dapurlega
útkomu hjá Fjárfesting-
arfélaginu á árinu 1989
urðu engar umræður á
fundinum utan að Bent
Scheving Thorsteinsson
kvaddi sér hljóðs og vakti
athygli á því að hann
hefði lagt til á aðalfundi
fyrir 4 árum að afskrifa
Vogalax hf. og hætta af-
skiptum af því fyrirtæki
en það hefði ekki fengið
hljómgrunn þá. Hann
sagði að það hefði sparað
félaginu tugi milljóna
króna að fara að ráðum
sínum á þeim tíma. Bent
vakti einnig athygli á því
að annað eigið fé en
hlutafé væri allt upp urið,
og 25 milljónum betur.
Það þótti honum býsna
slakur árangur eftir 20
ára starf.
8