Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 30
FORSÍÐUGREIN
ALLT ANNAR
MATARSMEKKUR
- R/ETT VID JÓN JÓHANNESSON FRAMLEIÐSLUSTJÓRA SH í GRIMSBY
Jón Jóhannesson framleiðslustjóri SH í Grimsby.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna stofn-
aði dótturfyrirtækið Icelandic Freezing
Plants Ltd. í Grimsby árið 1983 og hefur
starfrækt fiskréttaverksmiðju þar frá
þeim tíma. Starfsemin hefur aukist all-
verulega frá því hún fór af stað og starfa
þar um 500 manns, flestir í hlutastörfum.
Tveir íslendingar starfa í verksmiðjunni,
nýráðinn forstjóri Agnar Friðriksson, en
hann tók við af Ingólfi Skúlasyni er hætti 1.
maí sl. Hinn íslendingurinn, JónJóhannes-
son, er framleiðslustjóri fyrirtækisins, en
hann hefur unnið hjá fyrirtækinu ytra í
fögur ár.
„í stuttu máli má segja að fiskurinn
komi í okkar hendur að heiman í tvenns
konar formi. Um helmingur er í flökum,
þau eru gejnnd í okkar frystigeymslum
hér og send til ýmissa aðila á markað-
ssvæði okkar í kassavís. Hinn hlutinn
kemur í blokkum frá íslandi, er unninn í
neytendapakkningar hér í verksmiðjunni
og settur á markað undir okkar eigin
merkjum og annarra.
Við búum svo vel að vera í nágrenni við
hafnarborgina Immingham, en 85% fisks-
ins kemur í frystigámum með Eimskip frá
íslandi og afar stuttur tími líður frá upp-
skipun og þar til við tökum hann inn í okkar
geymslur."
Jón sagði að Icelandic Freezing Plants
ynni fiskinn og pakkaði honum í neytenda-
umbúðir fyrir um 50 viðskiptavini og að í
verksmiðjunni væru framleiddar um 300
vörutegundir á ári hverju. Langstærstu
kaupendumir eru aðilar eins og Mac Don-
alds, Iceland Frosen Food, (sem ekki er
íslenskt fyrirtæki!), Marks og Spencer,
Tesco, ASDA o.fl. en einnig pakkar
verksmiðjan undir eigin merkjum eins og
Icelandic og Brekkes, sem er dótturfyrir-
tæki Icelandic Freezing Plants. Þá væri
talsverð framleiðsla í verksmiðjunni fyrir
hótelkeðjur, heildsöluaðila og fyrirtæki ut-
an Bretlands, einkum í Frakklandi og á
Norðurlöndunum.
ÓLÍKIR ÍSLENDINGUM
„Þegar litið er yfir þróun síðustu ára
kemur í ljós að fiskneysla hefur staðið í
stað um langan tíma í Bretlandi. Þetta
hefur leitt til þess að samkeppni hefur
stóraukist og er greinilegt að vaxtarmögu-
30