Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 36
FORSÍÐUGREIN um 43%, eins og ég sagði áðan. Og sóknin heldur áfram,“ sagði Ólafur einnig. MIKILSALAÍÁR Eins og fram hefur komið í fréttum hafa íslensku fisksölufyrirtækin f Evrópu átt góðu gengi að fagna á undanfömum mán- uðum. Eftirspum eftir fiski hefur verið mikil og verðin því hækkað gífurlega. Meginástæða þessarar þróunar er minna framboð af fiski frá helstu keppinautum okkar og veldur því m.a. gæftaleysi og versnandi ástand fiskstofna. A fyrstu þremur mánuðum þessa árs hefur sala Iceland Seafood Ltd. verið sem hér segir á helstu markaðssvæðunum: Salan í Bretlandi nam rúmlega 8 milljónum sterlingspunda og er þar um 23.9% aukn- ingu að ræða frá sama tfma í fyrra. í Frakklandi varð söluaukningin 58% og nam salan 28.5 milljónum franka. Loks er það Þýskaland, en þar seldi fyrirtækið fyrir 6.6 milljónir marka eða 41% meira en fyrstu 3 mánuði ársins 1989. Heildarsala Iceland Seafood í Evrópu fyrstu 3 mánuði ársins nam 13.5 milljónum punda og er þar um 44.9% aukningu að ræða. í magni talið var salan ríflega 7.200 tonn og var þar um 11.8% aukningu að ræða. Verðmætaaukningin á fyrstu 3 mánuðum þessa árs er um 33% og ekkert lát virðist á því marsmánuður þessa árs varð stærsti sölumánuður í sögu fyrirtæk- isins! „Þessar tölur hljóta vissulega að vera gleðiefni fyrir þjóð sem á allt sitt undir sjávarfangi. Og þó ég vilji vara við of mikilli bjartsýni er hins vegar full ástæða til að k'ta björtum augum til framtíðarinnar því mörg teikn eru á lofti um trausta stöðu íslensku fyrirtækjanna á þessum markaði. Hér er ekki aðeins um snögga verðhækkun og aukna eftirspum að ræða því síðustu 12 mánuðina hefur verð á þorskflökum á Ég tel engan vafa leika á að við íslendingar eigum feiknalega möguleika á sölu fiskafurða í Evrópu Bretlandsmarkaði hækkað um 33-38% en á ýsuflökum um 40%. Þetta em miklar hækkanir í landi þar sem verðbólga er á bilinu 8-9%.“ Ólafur kvað vanda fylgja vegsemd hverri. „Miklu skiptir að okkur takist að stýra framleiðslunni heima í þá farvegi sem kaupendur helst vilja og einnig verð- um við að gæta þess að framboðið felli ekki verðið fyrir okkur. Hér úti er verðið eina stýringin og við verðum að hafa í huga að við emm ekki einir á þessum markaði. Hins vegar verðum við að treysta á trygg- an og góðan kaupendahóp, gott hráefni og þekkt merki. Vonandi heldur verðið sem lengst og það er trú mín að ef verðið heldur yfir sumarmánuðina muni það styrkjast í haust.“ UPPSPRETTA FRAMTÍÐARINNAR Ólafurjónsson, framkvæmdastjóri Ice- land Seafood Ltd. í Hull, hefur starfað að sölumálum í yfir 20 ár. Hann hefur því séð ýmislegt og fylgst með þróun í þá vem að Island hefur stöðugt verið að færast nær V-Evrópu og öðram markaðssvæðum vegna byltingar í samgöngutækni og fjarskiptum. „Ég tel engan vafa leika á að við fslend- ingar eigum feiknalega möguleika hvað varðar sölu á fiskafurðum í Evrópu. Allir fiskkaupendur á þessum svæðum, sem telja tugi milljóna manna hvert um sig, beina sjónum sínum að fslandi sem hráefn- isuppsprettu framtíðarinnar. Mengunhef- ur valdið miklum usla á hafsvæðunum næst Evrópu, Norðmenn hafa gengið mjög nærri fiskstofnum sínum og sama er að segja um Kanadamenn. Við höfum verið á þessum markaði mjög lengi og það er engin spuming að íslenskur fiskur hefur á sér gott orð. Við þurfum að auka sóknina inn á þessa eftirsóttu markaði, stýra framleiðslunni heima í ákveðinn farveg að óskum kaup- enda hér úti og auka allt markaðsstarf með það fyrir augum að hækka verðið á hverja útflutta einingu. Ef okkur tekst þetta þarf íslensk þjóð engu að kvíða," sagði Ólafur Jónsson í Hull að síðustu. HEITAVATNS- OG GUFUHREINSARI Ný, vestur-þýsk ræstingar- tækni frá KÁRCHER VEITIR: • SPARNAÐ: á orku, vatni, tíma og viðhaldskostnaði • ÖRYGGI: með þreföldu öryggiskerfi á hitastilli • FJÖLHÆFNI: með margvís legum auka- og fylgibúnaði SKEIFUNNI3E, SÍMAR 82415 & 82117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.