Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 42
FORSIÐUGREIN
góða kynningu út á heimsókn hennar.
Það þarf ekki alltaf að beita hefð-
bundnum aðferðum við vörukynning-
ar og þegar völ er á að fá Ungfrú heim
í lið með sér getur árangurinn orðið
mikill, að ég tali nú ekki um þegar um
er að ræða svo glæsilegan fulltrúa
sem Linda er.
Sama er að segja um opinbera
heimsókn Spánarkonungs til Islands.
Hún vakti mikla athygli hér á landi,
fékk víðtæka umfjöllun fjölmiðla og
kom okkur að góðu haldi við að minna
á íslenskan saltfisk. Það getur enginn
metið til fulls þá auglýsingu sem það
er þegar sjálfur Spánarkonungur sést
á skjáum allra helstu sjónvarpsstöðva
landsins að handleika íslenskan salt-
fisk í íslenskri fiskverkunarstöð! “
Hvemig hafið þið skynjað áhrifin af
þessum markaðsaðgerðum?
„Við finnum að eftirspumin hefur
aukist og við skynjum þetta einnig í
gegnum markaðsrannsóknir okkar.
Við gerðum t.d. skoðanakannanir
vorið 1989, áður en markaðsátakið
fór af stað, og svo aftur í desember sl.
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar í
desember sýndu á öllum sviðum betri
útkomu fyrir íslenskan saltfisk en
fram hafði komið um vorið. Tvöfalt
fleiri vissu að sá saltfiskur, sem þeir
vom að kaupa, var frá íslandi, neysl-
an hafði aukist til muna, svo og áhugi
fyrir þessari vörutegund. Könnunin
sýndi einnig að yfirgnæfandi meiri-
hluti aðspurðra mundi eftir auglýsing-
um og kynningum okkar.
SALTFISKVIKA
En á árinu 1990 er engin konungs-
heimsókn og Linda Pétursdóttir er
ekki lengur Ungfrú heimur. Þannig að
við ákváðum að grípa til annarra ráða
til að vekja athygli á íslenskum salt-
fiski með myndarlegum hætti. Því var
haldin hér saltfiskvika 14.til 20. maí
þar sem staðið var fýrir ljölbreyttri
dagskrá öllum viðskiptavinum okkar
til hvatningar. Hér halda menn
ótrauðir áfram því starfi að festa
Bacalo Islandia enn frekar í sessi til
þess að geta staðið undir þeim miklu
kröfum sem íslenskir fiskframleið-
endur gera um verð fyrir afurðir sín-
ar.“
Að lokum er Jose Solemou spurður
að því hvort hann óttist ekki að tollar
Efnahagsbandalagsins geri sam-
keppnisstöðu íslendinga erfiða.
„Tollur á saltfisk inn í EB er 13% en
Spánn og Portúgal hafa aðlögunar-
tíma til ársins 1992. Þetta er allt
spuming um samninga við EB og í
fyrra greiddu íslendingar frá 2.2% og
upp í 6% toll af saltfiski. Nú er tollur-
innhærri, þ.e. 10.7% til l.apríl og7%
núna eftir að lokið er við ákveðinn
kvóta. Þessi tollamál eru öll mjög
flókin og víst er að íslendingar verða
að gá mjög vel að sér til að skaða ekki
samkeppnisstöðu sína. En vægi ís-
lands á heildarsaltfisksmarkaðnum á
Spáni er mikið. Árið 1989 virðist mér
að heildarmagnið hafi numið um 25-26
þúsund tonnum. Þar af flutti ísland
inn um 10 þúsund tonn, spænski flot-
inn lagði til um 9 þúsund tonn, tæp 5
þúsund tonn vom flutt inn frá EB
löndum og 1-2 þúsund tonn komu ann-
ars staðar frá. Hlutur íslendinga hef-
ur því verið um 40% á öllum Spánar-
markaðinum.“
Gtgerðarmenn!
Fóðrum kraftblakkir og þríplexkefli fyrir loðnu- og
sfldarbáta. Fóðrum einnig netaspil fyrir línubáta.
Gúmmísteypa P. Lárusson
Hamarshöfða 9,112 Reykjavík, sími 91-674467
42