Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Page 39

Frjáls verslun - 01.05.1990, Page 39
ISLENDINGAR VERÐA AÐ STANDA SAMAN UM SALTFISKMARKAÐINN - SEGIR JOSE SOLERNOU, FULLTRÚISÍF í BARCELONA Jose Solernou, fulltrúi SÍF í Barcelona. „íslendingar hafa verið leið- andi á saltfiskmarkaðinum á Spáni síðustu tíu árin. Markaðs- staðan er mjög sterk nú sem stendur en þessi markaður er af- ar viðkvæmur. Margra ára upp- bygging getur hrunið til grunna með rangri stefnumótun. I Kata- lóníu, sem er mikið saltfisk- neyslusvæði, hefur íslenski saltfiskurinn um 80% markaðs- hlutdeild og það eru margir sem öfundast yfir því. Við höfum 40% af öllum Spánarmarkaðin- um og tæp 70% af heildarinn- flutningi saltfisks til Spánar. Það er vandasamt að verja svo stórt vígi,“ sagði Jose Solernou, fulltrúi SIF í Barcelona, þegar ritstjóri Frjálsrar verslunar hitti hann þar að máli fyrir skömmu. Og hann hélt áfram: „Forystuna hér geta íslendingar þakkað Færeyingum sem klúðruðu sterkri stöðu sinni hér þegar þeir hættu að standa saman og hófu inn- byrðis keppni á saltfiskmörkuðum Spánar. Þeir fóru að selja hver í sínu lagi, klóruðu augun hver úr öðrum á skömmum tíma og skenktu íslending- um forystuna því þeir höfðu vit á að standa saman. íslendingar voru vel að forystunni komnir vegna gæða fisks- ins sem þeir senda hingað. En það, sem mestu réði, var samstaðan sem hefur gert íslendingum kleift að veita hér góða þjónustu, standa við tíma- setningar og tryggja eðlilegt að- streymi vörunnar, að því marki sem það er unnt vegna fiskvöntunar. Til að geta stundað vöruþróun, markaðs- rannsóknir, kynningu og alhliða markaðsstarfsemi þarf að vera stór. Það þarf að hafa styrk. Með því að standa saman um SÍF hafa íslending- ar uppfyllt allt þetta og náð af þeim sökum góðum og vaxandi árangri á Spánarmarkaði. Þess vegna er mér með öllu óskilj- anlegt að mönnum skuli koma til hug- ar að splundra samtökunum með af- námi einkaleyfis á saltfisksölu sem leiða mundi til eyðileggingar á því mikla starfi, sem hér hefur verið unn- ið, starfi sem skilað hefur íslending- um forystu á þessum markaði. Ég hef spurt um rökin fyrir þessari hugmynd en enginn getur gefið mér svar.“ NORDMENN FETA í FÓTSPOR OKKAR „Á sama tíma og stjómvöld á ís- landi hugleiða að afnema einkaleyfi SÍF, sem leiða mundi til þess að ís- lendingar mundu sækja hér fram sundraðir, eru Norðmenn að vinna að því að sameina krafta sína á saltfisk- markaðinum með því að koma sér upp sölusamtökum í líkingu við SÍF. Þeir eru að reyna að taka upp fyrirkomulag íslendinga í þessu vegna þess að þeir hafa gert sér ljóst að yfirburðir ís- lendinga byggjast á því að standa saman og vera með því stórir og öfl- ugir. Norðmenn eru með sendiráð í 39

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.