Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1992, Side 5

Frjáls verslun - 01.04.1992, Side 5
RITSTJORAGREIN SJÁLFSTÆÐIFJÖLMIÐILS ER GRUNDVALLARATRIÐI Með þessu tölublaði Frjálsrar verslunar lætur undirritaður af starfi ritstjóra blaðsins og nýr maður tekur við. Ég lít á það sem merkilega lifsreynslu að hafa fengið tækifæri til að gegna ritstjórastarfi á þessu blaði í þrjú og hálft ár. Frjáls verslun á sér langa sögu að baki. Blaðið hefur komið út i meira en hálfa öld. Þegar ég tók við ritstjórninni höfðu útgefendur blaðsins ný- lega gert veigamiklar breytingar á útgáfunni. Þær fólust í sam- einingu þriggja blaða, Iðnaðarblaðsins, Viðskipta- & tölvublaðs- ins og Frjálsrar verslunar undir nafni þess síðastnefnda. Jafn- framt var blaðið fest í sessi sem mánaðarrit samhliða því sem mun meira var vandað til efnisvinnslu og útlits. Það hefur svo komið í hlut okkar, sem unnið höfum við blaðið síðan, að fylgja þessum breytingum eftir. Það er ekki mitt að dæma hvernig tekist hefur til. En útgáfan getur ekki kvartað undan viðtökum kaupenda blaðsins og auglýsenda sem í vaxandi mæli hafa litið á blaðið sem kjörinn vettvang. Frjáls verslun hefur á þessum tíma talsvert verið í umræð- unni vegna mála sem tekin hafa verið til umfjöllunar í blaðinu. Stundum hefur ritstjórninni verið lesinn pistillinn af mönnum sem hafa átt erfitt með að sætta sig við umfjöllun tengda þeim eða fyrirtækjum og stofnunum á þeirra vegum. Miklu oftar hefur þó umfjöllun blaðsins verið fagnað þegar vakin hefur verið at- hygli á málum sem þörfnuðust athugunar og umræðu. Ritstjórn blaðsins hefur m.a. litið áþað sem hlutverkFrjálsr- ar verslunar að blanda sér í umræður urn þýðingarmikil mál sem varða viðskiptalífið hér á landi og þjóðfélagið allt. Tímarit er stundum í aðstöðu til að vinna umfjöllunarefni með öðrum hætti en fjölmiðlar dagsins. Tímarit á að hafa meiri txma til að kafa ofan í viðfangsefnin. Okkur hefur verið kappsmál að vinna með þeim hætti hjá Frjálsri verslun. Til upprifjunar vil ég nefna efnisþætti í blaðinu sem vakið hafa athygli og kallað fram skiptar skoðanir aðila: Umfjöllun um lyfjaverslun á íslnadi, byggingarharmsaga Þjóðarbókhlöðunn- ar, útfararstjórar atvinnulífsins en þar var rætt um hlutverk bústjóra og skiptastjóra í þrotabúum og dæmi nefnd um ótrúlega tekjuöflun þeirra við þessi störf, eignir verkalýðshreyfingarinn- ar en þar var sýnt fram á að eignasöfnun hennar nemur mörgum milljörðum króna, tekjur nokkurra hátekjuhópa í þjóðfélaginu, úttekt á gjaldþroti KRON undir heitinu „Fjöldafélag fellur", um- fjöllun um rekstur Álafoss — „Dregur dilk á eftir sér“, könnun á mikilvægi hersetunnar í efnahagskerfi Islandinga, athugun á því hvort íslenska heilbrigðiskerfið sé á leiðinni undir hnífinn og loks úttekt á Bifreiðaskoðun íslands undir fyrirsögninni „Ríkis- tryggð einokun". Þá hefur blaðið ítrekað varað við háskalegri valdasamþjöppun í viðskiptalífi landsmanna og fjallað um kol- krabbann frá ýmsum hliðum. Þá kröfu verður að gera til fjölmiðla að þeir haldi uppi mál- efnalegri og gagnrýninni umfjöllun þegar við á. Umfjöllun má ekki einkennast af illgirni gulu pressunnar eða slagsíðu stjórn- málahreyfinga og hagsmunahópa. Þeir fjölmiðlar, sem ná að halda sér við faglega og sjálfstæða umfjöllun, lifa lengur og gera þjóðfélaginu meira gagn en hinir sem bundnir eru á klafa. Enda- lok pólitísku flokksblaðanna eru dæmi um tímaskekkju í fjöl- miðlun. Víti sem aðrir fjölmiðlar hljóta að varast. Það er von mín að Frjálsri verslun takist í framtíðinni að gegna þýðingarmiklu hlutverki sínu í íslenskri fjölmiðlun af myndarskap. Nýjurn ritstjóra læt ég fylgja góðar kveðjur. Jafn- framt þakka ég samstarfsmönnum og öllum samskiptaaðilum ánægjulegt samstarf við útgáfu Frjálsrar verslunar. ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Helgi Magnússon — RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Valþór Hlöðversson — AUGLÝSINGASTJÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristrín Eggertsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Grímur Bjamason, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Fróði hf. — Túnaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ánnúli 18, sími 82300, Auglýsingasími 685380 — RITSTJÓRN: Bfldshöfði 18, sími 685380 — STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson - AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson - FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir - ÁSKRIFTARVERÐ: 2.814 kr. (469 kr. á eintak) - LAUSASÖLUVERÐ: 549 kr. - SETNING, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. prentstofa hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.