Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1992, Page 30

Frjáls verslun - 01.04.1992, Page 30
ENDURBYGGING jámþaki á súð. Húsið er allt klætt utan með borðum. Þar eru fjögur svefn- herbergi auk eldhúss. Undir húsinu er kjallari." Húsið átti upphaflega að standa við götu sem átti að leggja í framhaldi af Veltusundi en ekkert varð úr þeirri fyrirætlan. Var húsið um skeið skráð við Kirkjustræti 6 en síðar við Tjam- argötu eftir að hún hafði verið lengd til norðurs. Knudsen bókhaldari bjó ekki lengi í húsinu því sjö ámm eftir að byggingu þess lauk fluttist í það Indr- iði Einarsson skrifstofustjóri og leik- ritaskáld og þar bjó hann með fjöl- skyldu sinni í ríflega hálfa öld eða til dauðadags árið 1939. Það er einmitt búseta Indriða sem gerir húsið sögu- frægt fyrir utan aldur þess og bygg- ingarlag, sem skiptir þar mestu máli. Ein dætra Indriða Einarssonar var Eufemia Waage leikkona. Hún hefur Rist í lofti miðhæðar. Neðan hennar er staðsettur ofn í eldhúsi og af hon- um leitaði hitinn upp í svefnher- bergi húsráðenda í risi hússins! lýst fyrstu ámm sínum í húsinu en af þeirri frásögn getum við vel gert okk- ur í hugarlund það umhverfi sem þá var að finna norðan Tjarnarinnar, allt frá Kirkjustræti suður að þeirri upp- fyllingu þar sem nú er Vonarstræti. Eufemia segir: „Um þessar mundir náði Tjörnin nærri því upp undir Alþingishúsið. Þegar það var byggt hafði moldin, sem kom upp úr grunninum, verið flutt bak við húsið og þegar ég man fyrst eftir mér (fædd 1881), voru grasi grónar þúfur þar sem Alþingisgarður- inn er nú. Fyrsta húsið sem byggt var út í Tjömina var Góðtemplarahúsið". Síðar segir Eufemia á einum stað: „Þegar við komum þangað var tölu- vert stór matjurtagarður fyrir framan húsið, út að Tjamargötu, en sunnan við það var stór grasblettur og mat- jurtagarður niður að Tjörninni, þar sem nú er Vonarstræti 12. Þessi blettur var hreinasta paradís fyrir okkur börnin og komst ég að raun um það seinna að ýmis börn í bænum öfunduðu okkur af honum.“ LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR STOFNAÐ Eins og kunnugt er var Indiði Ein- arsson framámaður í reykvísku menningarlífi frá ofanverðri 19. öld allt fram til dauðadags. Hann var einn stofnenda Leikfélags Reykjavíkur ár- ið 1897 og samdi leikrit, m.a. Nýj- ársnóttina sem flestir þekkja. Er ekki að efa að hann hefur lagt á ráðin um ýmis menningarleg verkefni í litla timburhúsinu við Tjarnargötuna en auk þess sinnt áfengisvörnum af kappi því Indiði var einn framámanna Góðtemplarareglunnar. Þorsteinn Sigurðsson kaupmaður í LÆKKIÐ BYGGINGARKOSTNAÐINN Sérpantiö þak- og klæðningarstál, stuttur afgreiðslufrestur. Ýmsar gerðir og litir, m.a. hið sívinsæla bárujárn. Frábær verð. Leitið tilboða. Af lager Plannja uu þakstál Tígulsteinsmunstrað, rautt og svart og SiBA stálþakrennurnar, ýmsir litir. DALVEGUR 20 • BOX 435 • 200 KÓPAV. • SÍMI: 641255 • FAX: 641266 30
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.