Frjáls verslun - 01.04.1992, Qupperneq 34
i
ENDURBYGGING
Endurgerð hússins við Grjótagötu 11 er gífurlegt verk því í raun má segja að
burðarvirki hússins hafi verið það eina sem eftir var af upprunalegri bygg-
ingu sem L.A. Knudsen lét reisa árið 1880, skammt frá þeim stað sem
Alþingishúsið reis tveimur árum síðar.
er gætt fyllsta öryggis og í húsinu er
auðvitað tvöfalt gler m.a. til að útiloka
umferðarnið, fullkomin einangrun og
kynding og öll sú aðstaða til búsetu
sem nú telst sjálfsögð. Undir paneln-
um eru víða gifsplötur og steinull til
PARKET OG HURÐIR SF.
HRINGBRAUT 119, SÍMI 91-26699
Massíft harðviðarparket, lakkað vandað parket.
Verð frá 1880 kr. stgr.
Mósaik - Stafaparket - Útihurðir - Stigar - Parketlagnir - Parketslípun
hljóðeinangrunar og eldvarna. Þetta
hús á að vera íbúðarhús en ekki safn,“
sagði Finnur og lagði áherslu á þau
orð sín.
i
BJART YFIR GRJÓTAGÖTU 11
Fyrst eftir að húsið af baklóð Al-
þingishússins var flutt á steyptan
kjallara við Grjótagötuna, fannst
sennilega ýmsum nóg um þá nýtni að
halda í slíkt hrófatildur. Sl. sumar var
gengið í utanhússfrágang og nú er iitli
ljóti andarunginn orðinn að fögrum í
svani. Húsið hefur öðlast nýja reisn
með kvisti til suðurs og gulur liturinn
gerir það að verkum að það er bjart
yfir þessu húsi Nýjársnæturinnar.
Ekki er að fmna lýsingar á þeim lit
sem áður var á húsinu en eftir samráð
við vísa menn völdu þau Finnur og
Fanney gula litinn, en hann fer afar
vel við gráa lista á hornum og glugga-
umbúnaði. Sjálfir gluggarnir eru hvítir i
en þakið koksgrátt.
„Við höfum skoðað fjölmörg hús í
þessum byggingarstíl og safnað ljós-
myndum af þeim, bæði hér heima og
erlendis. Við Vesturgötu, Stýri-
mannastíg, í Þingholtum og víðar er
að finna þennan sveitserstíl, en hann
einkennist af látlausum skreytingum
og einfaldri gerð að öllu leyti. Við höf-
um auðvitað orðið að sérsmíða allt
omament hússins, m.a. skreytilista
við glugga og í þakskeggi. Þá smíðaði .
BÓ Rammi alla utanhússklæðninguna
fyrir okkur, en hún er unnin úr völd-
um smíðavið. Margir hafa aðstoðað
okkur við þetta vandaverk sem end-
urbygging gamalla húsa er og vil ég í I
því sambandi sérstaklega nefna nafn
Atla Hjartarsonar trésmiðs. Þótt hús-
ið hafi tekið miklum stakkaskiptum er
verkið þó rétt að hefjast og við aðeins
flutt inn í tæplega þriðjung þess enn-
þá. En það stendur mjög til bóta því
nú er verið að ganga frá risinu og að j
því loknu munum við smíða stiga á
milli hæða. Utandyra er margt ennþá
ógert en með tíð og tíma erum við I
staðráðin í því að Grjótagata 11 verði
ekki síðra hús en fjölmörg þeirra
ágætu húsa sem hafa verið gerð upp í
þorpinu sem kúrir upp af Kvosinni,“
sagði Finnur Guðsteinsson að síð-
ustu.
34