Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1992, Side 35

Frjáls verslun - 01.04.1992, Side 35
INNRETTINGAR Frjáls verslun kannaði inn- réttingamarkaðinn fyrir skömmu og komst að því að þeir, sem eru í leit að innréttingum, eru ekki á flæðiskeri staddir. Urvalið er mikið hvort sem fólk hefur eldhús, bað eða önnur her- bergi í huga. Þeir aðilar, sem rætt var við, voru flestir á einu máli um að fólk sæktist eftir heildarlausnum þegar það hygði að innréttingum í híbýli sín HEILDARLAUSNIR OG ENGIN EINS þannig að skápurinn í forstof- unni væri i stíl við eldhúsið og baðherbergið, svo dæmi sé tek- ið. Heildarlausn; það er kjörorð margra á markaðnum í dag. Einnig leggja seljendur innrétt- inga áherslu á nána og persónu- lega þjónustu. Fyrirtækin hafa innanhússarkitekta á sínum snærum sem eru fólki innan- handar, skoða heimilin, gefa góð ráð og teikna að lokum inn- réttingu sem er oftast nær ein- stök og nákvæmlega eins og kaupandinn hafði hugsað sér hana. Þeir, sem til þekkja, telja að síðast- liðin ár hafi á bilinu 1.800-3.000 eld- húsinnréttingar selst á ári hverju hér á landi. En auðvitað er orðið eldhús að mörgu leyti villandi. Eldhús á nútíma- heimili er svo miklu meira en staður- inn þar sem matseld fyrir fjölskylduna fer fram. Eldhúsið er oft og tíðum eini staðurinn þar sem íjölskyldan hittist og talar saman, eða reynir það a.m.k. Þess vegna er mun meira lagt í eld- húsinnréttingar í dag en áður. Einnig er eldhúsið alltaf að verða opnara og sú hugmynd nú nær alls ráðandi að það myndi hluta af stærri heild húss- ins eða íbúðarinnar frekar en að það sé eitt herbergi lokað af frá hinum. Þá er æ meir hugað að þægindum í eld- húsinu, að það sé auðvelt að vinna í því, þrífa það og nálgast alla nauðsyn- lega hluti. Nú til dags er eldavélin stundum höfð í því miðju en megin- reglan er eftir sem áður sú að eldavél, vaskur og ísskápur myndi þríhyming. Oft er í því sambandi talað um hinn „gullna þríhyming“ hita, vatns og kulda. í dag þykja innréttingar í baðher- bergi sjálfsagður hlutur, ókkt því sem áður var. Eins og áður sagði velja æ fleiri kaupendur þann kost að hafa þær í stíl við aðrar innréttingar á heimilinu. Þá vilja allflestir að bæði bað og sturta komist fyrir í baðher- berginu. Hvítt er sem fyrr ráðandi litur þegar um baðherbergi er að ræða en samt sem áður hafa aðrir litir verið að ryðja sér til rúms. Almennt má segja að þróunin sé á þann veg í innréttingamálum. Fyrir tveimur ár- um stillti einn viðmælandi blaðsins upp eldhúsinnréttingu þar sem aðal- liturinn var blár. Hann segir að þá hafí ekki verið litið við henni en nú veki hún mikla athygli. Sömuleiðis ber mikið á því nú að mörgum litum og tegundum, t.d. viði og stáli, sé bland- að saman. Rétt er að taka fram að verðsaman- burður hér að neðan getur verið óraunhæfur vegna þess að ekki er rúm til að taka nákvæmlega fram hvað er innifalið í hveiju verði fyrir sig. Og ekki er úttektin tæmandi þótt þau 15 fyrirtæki, sem rætt var við, standi vissulega í fremstu röð á mark- aðnum í dag. En vonandi kemur þessi úttekt þeim, sem eru að leita sér að eldhús- eða baðinnréttingum, að gagni og ekki er vanþörf á, því eins og einn seljandinn benti á að fyrra bragði, þá er þessi markaður kkastur frumskógi fyrir þann sem ekki þekkir til. TEXTI: GUÐNI TH. JÓHANNESSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.