Frjáls verslun - 01.04.1992, Page 42
INNRÉTTINGAR
I
Sæmundur Sæmundsson við innréttingu sem kostar um 550.000 kr. Hurð-
irnar eru með glansáferð, borðplatan er úr þykku plasti með gegnheilum
askkanti, skúffur úr gegnheilu beiki og höldur úr aski — svo fátt eitt sé
nefnt.
H-GÆÐI
H-Gæði er til húsa að Suðurlands-
braut 16 og flytur inn innréttingar í
baðherbergi og eldhús, auk fata-
skápa, frá danska fyrirtækinu Mobilia
og eldhúsinnréttingar frá frönsku
fyrirtæki sem heitir Schmidt. Sæ-
mundur Sæmundsson, eigandi og
framkvæmdastjóri H-Gæða, telur að
>
litaval í eldhúsinnréttingum sé að auk-
ast og fólk sé að verða hrifnara af
sterkum litum. Þá telur hann að vin-
sældir gegnheilla innréttinga aukist
stöðugt. Hvað varðar frönsku inn- I
réttingarnar þá eru þær mjög vandað-
ar að allri gerð, borðplötur þykkri og
skápar dýpri en gengur og gerist.
H-Gæði er ennfremur eini innflytjandi
innréttinga með gamaldags áferð sem \
falla mjög vel inn í gömul hús. Þær eru
handunnar og allar þannig úr garði '
gerðar að þær líti út fyrir að vera
„antik“. >
ELDHÚS OG BAÐ j
Eldhús og Bað, Funahöfða 19, sel-
ur innréttingar frá Ármannsfelli í bað- '
herbergi og eldhús auk eldhúsinnrétt-
inga frá þýska fyrirtækinu Poggen-
pohl sem í ár verður hundrað ára.
Eldhúsinnréttingar Ármannsfells eru <
í þremur grunnlínum sem komu á
markaðinn árið 1988 þegar Eldhús og j
Bað fékk Finn Fróðason innanhúss-