Frjáls verslun - 01.04.1992, Side 54
GREIÐSLUKJOR
EKKERT UT OG AF-
GANGINN EFTIR MINNI?
Standa húsbyggjendum og
íbúðarkaupendum einhver sér-
stök greiðslukjör til boða í dag
varðandi byggingarefni, innrétt-
ingar o.fl.? Frjáls verslun fór á
stúfana til að kanna þetta mál og
fljótt varð ljóst að svo er. Til eru
margar leiðir til að létta fólki
róðurinn og auðvelda innkaup-
in.
„Við bjóðum nánast alla greiðslu-
skilmála sem eru í gangi á markaðnum
í dag,“ segir Kolbrún Jónsdóttir, fjár-
málastjóri Húsasmiðjunnar. Tveir
kostir hafa þó reynst vinsælastir á
þeim bæ. Fyrst er að nefna reiknings-
viðskipti en viðskiptavinurinn opnar
þá reikning hjá fyrirtækinu, tekur út
vörur og borgar þær í næsta mánuði á
eftir og fær þá 4% afslátt af upphaf-
legu verði vörunnar. Greiði hann eða
hún fyrir 10. þess mánaðar býðst 3%
afsláttur til viðbótar. Þá notast margir
kaupendur hjá Húsasmiðjunni við
greiðslukort og raðgreiðslur, sér-
staklega ef keyptir eru stórir hlutir
eins og eldhúsinnrétting, til að
mynda. Húsbréfakerfíð opnaði hins
vegar nýjasta möguleikann því fyrir-
tækið er reiðubúið að taka við hús-
bréfum sem greiðslu og sé fólk að
bíða eftir þeim gefst kostur á að borga
með víxli.
Brynja Halldórsdóttir, íjármála-
stjóri BYKO, segir að fyrirtækinu og
viðskiptavinum þess takist nær alltaf
að komast að góðu samkomulagi um
greiðslukjör en auðvitað sé hvert til-
felli metið fyrir sig. Hún segir að
reikningsviðskipti og raðgreiðslur
séu mest notuð þótt aðrir greiðslu-
skilmálar komi alltaf til greina. BYKO
býður reikningshöfum sömuleiðis af-
slátt sé greitt fyrir ákveðinn tíma.
Árni Magnússon, fjármálastjóri
KEA á Akureyri, segir að viðskipta-
hættir séu samningsatriði í hveiju til-
felli og trygginga yfirleitt krafíst eins
og venja er. Reikningsviðskipti njóta
þar mikilla vinsælda og kemur afslátt-
ur þá til greina. Annars er hægt að
raðgreiða vörur með greiðslukorti,
borga með víxli og á fleiri viður-
kennda vegu. Guðmundur Bogason,
54