Frjáls verslun - 01.04.1992, Síða 55
Hjá stærri byggingavöruverslunum er hægt að ná fram sveigjanlegum
greiðslukjörum.
Hvert á land sem er
Dráttarbílar
Kranabílar
Gámavagnar
Gámalyftur
Flatvagnar
aðstoðarkaupfélagsstjóri KÁ á Sel-
fossi, tekur í svipaðan streng og
óhætt er að segja að kaupfélög lands-
ins bjóði mjög keimlík kjör í þessum
efnum.
Fyrir um ári hleyptu nokkrar bygg-
ingaverslanir í eigu Þýsk-íslenska
svokallaðri byggingarveltu af stokk-
unum. Þetta eru Metró í Mjódd, Mál-
arinn Grensásvegi, Parma Hafnar-
firði, G.Á Böðvarsson Selfossi,
Málningarþjónustan Akranesi og ÁR-
AL á ísafirði. Veltan byggist á því að
viðskiptavinir geta opnað safnreikn-
ing og tekið út vörur í þrjá mánuði,
borgað svo fjórðung út en afganginn á
næstu þremur árum. Kjörin eru eins
og um venjulegt bankalán væri að
ræða og engra trygginga er krafist.
Verslanirnar geta ennfremur útvegað
iðnaðarmenn og gert föst tilboð í
verkið. „Byggingarveltan hefur gefið
mjög góða raun,“ segir Jón Gunnars-
son, sölu- og markaðsstjóri fyrirtæk-
isins, og bætir við að hún henti fólki,
sem stendur í stórræðum, mjög vel.
Það er einfalt að komast inn í bygging-
arveltuna. Sölumenn á staðnum sjá
um málið og viðskiptavinir þurfa ein-
ungis að fá einn eða tvo ábyrgðar-
menn til að skrifa upp á. Aðrir, hefð-
bundnir greiðsluskilmálar, til dæmis
raðgreiðslur með greiðslukorti, eru
auðvitað notaðir líka, sagði Jón að lok-
um.
Sú tíð er því liðin að húsbyggjendur
og íbúðakaupendur þurfi að ganga á
milli bankastjóra í von um lán fyrir
útgjöldum sínum. Það er augljóst að
fyrirtækin sjálf eru boðin og búin að
greiða götu fólks enda kemur það
báðum aðilum til góða.
Malarflutningar
Sumarhúsaflutninar
Þungaflutningar
Jarðvegsskipti
einar & tryggvi
Klettagarðar 11, Reykjavfk
Heimasímar:
(91)-14505 og 34315
Fax 91-680844
55