Frjáls verslun - 01.04.1992, Page 63
LOKAORÐ
A undanfömum mánuðum hefur
töluvert borið á innfluttum gluggum
til prófunar hjá Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins. Þar eiga hluta
að máli öflug erlend fyrirtæki sem líta
hýru auga til ónumins markaðar hér-
lendis. Margir þessara gluggafram-
leiðenda framleiða góða vöru og hafa
gæðastýringu og gæðaeftirlit í lagi og
standast þess vegna yfirleitt staðlað-
ar prófanir. íslenskir framleiðendur
verða því að gæta sín ef ekki á að fara
fyrir íslenskri framleiðslu á þessu
sviði eins og fór fyrir íslenskum hús-
gagnaiðnaði fyrir nokkrum árum síð-
an. í framtíðinni verður meira rætt
um gæði en magn og menn mega ekki
gleyma því í öllu markaðsfrelsinu að
frelsið er tvíhliða bæði fyrir útflutning
og innflutning.
ÞARFTU AÐ
LEIÐRÉTTA?
Nú er komið á markaðinn hand-
hægt leiðréttingarlímband þegar þarf
að breyta texta í handriti. Límbandið
er eins og pappír viðkomu og sést
ekki í ljósriti eða á myndriti.
Límbandið, sem ber nafnið „Post-
it“, fæst í sérstöku statífi í þremur
mismunandi bandbreiddum, 4mm, 8
mm og 25 mm. Bandið er auðvelt að
fjarlægja, það er hreinlegt og án allra
leysiefna og auk þess að nota það til
að líma yfir línur eða orð má nota það
til merkinga.
Það er fyrirtækið Árvík Ármúla 1
sem flytur bandið inn.
íslenskir gluggaframleiðendur verða að gæta sín í samkeppninni.
Mínúta til stefnu!
Minolta til taks!
Minolta er harðsnúið liö
Ijósritunarvéla og í þeim hópi finnur
þú örugglega eina tegund sem þér
hentar. Hraði, hleðsla, heftun og
flokkun - allt eftir þínu höfði.
Ljósritunarvélarnar eru jafn fljótar
með einföld tveggja og þriggja lita
afrit og einlit.
Innbyggt minni sparar bæði
tíma og fyrirhöfn. Með því að
geyma allt að 10 algengar
skipanir er Ijósritunarvélin alltaf
tilbúin.
Það tekur tæpa mínútu að
sannfærast um yfirburði Minolta!
Hiiifolil. klár.- Ijinfuldlo^a klár!
MINOLTA
Ekjaran
Skrifstofubúnabur
SIÐUMÚLA 14 • SlMI (91) 813022
63