Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1992, Síða 68

Frjáls verslun - 01.04.1992, Síða 68
TÆKNI NÝTT ALHLIÐA LÍM Breska Malcolm Woodward, Bostik Ltd. í Leicester (KÓS) hefur sett á markaðinn tvö ný lím sem eru algjör- lega laus við rokgjöm leysiefni. Lím- in, sem nefnast Bostik 806 og 808, voru upphaflega þróuð til að líma veggja- og loftklæðningar. Þessum umhverfsvænu límum má sprauta, rúlla eða kústa á og þau stirðna við 18-20 gráður. Með þess- um efnum má líma skúmplast, PVC, einangrunarplast, bæði polystyren og polyurethane, trefjaplast, ál, galvan- húðað stál og tré. Efnin eru einsþátta, óskaðleg umhverfmu og umframlími má því fleygja með öðm sorpi. Mun- urinn á límunum er m.a. sá að 806 er eldþolið. Límin fást í 200 lítra tunn- um. ÓVENJULEGT ÞÉTTIEFNI Breska fyrirtækið Mould Growth Consultants Ltd. í Surrey (Fax: +44 81335 3056. b/t Paul Munnion) hefur kynnt nýtt þéttiefni sem er ætlað til viðgerðar á lekum þökum, þakrenn- um, niðurföllum o.fl. Efnið, sem er vatnsþolið og sett á í einu lagi, inni- heldur engin bikefni og nefnist FR10. Þetta þéttiefni bindur sig við asbest, sement, stein, trefjaplast, flöguberg, steinflísar, plastklæðningu og flest annað byggingarefni. Efnið er sagt vera sérstaklega hentugt til að þétta með vatnsrennur og þök sem lögð eru asbestskífum. Á meðal kosta FR10 er að lítil und- irvinna er nauðsynleg og að efnið má nota m.a. á blautan flöt, það storknar við hvaða aðstæður sem er nema í frosti. Þéttiefnið er fáanlegt grátt, svart, hvítt eða grænt. Þétting með FR10 er sögð endast í 10 ár og á henni þrífst hvorki mosi né annar gróður. VINNUVÉLAGÁLGI Agor Engineering Enterprises Ltd. í Rosh Haayin í ísrael (Fax: +972 3 938 2176) hefur þróað eins arms gálga fyrir traktora og vinnuvélar sem kom- ið er fyrir framan á vélinni. Gálganum er fest á aðra hvora hlið vélarinnar þegar hans er þörf. Sérstakri festingu er komið fyrir á vélinni og er gálginn festur á hana með einum splittbolta. Á gálganum má hafa skóflu, gaffal, griparma, krók og annan búnað eins og á venjulegum tveggja arma gálga. Kostir þessa búnaðar eru sagðir þeir að stjórnandinn sér betur fram fyrir sig, búnaðurinn kostar um þriðj- ungi minna en tveggja arma gálgi og viðhaldskostnaður er sagður helmingi minni. VÉLRÆNN „MÚRARI“ Japanska fyrirtækið Tokyu Con- struction Co. Ltd. í Tokyo (Fax: +81 3 3406 5505) hefur þróað tvær mis- munandi gerðir véla til þess að stein- steypa lárétta fleti á sjálfvirkan hátt (Concrete robots). Fram að þessu hefur sjálfvirknin einungis náð til af- réttingar en steypan verið lögð með hefðbundnum hætti. Um er að ræða róbóta í mynd tveggja eða fleiri hreyfanlegra véla sem renna fjarstýrðar á hjólum eftir bitum eða teinum og leggja steypuna. Á eftir þeim fer önnur fjarstýrð vél sem jafnar og réttir af flötinn með nákvæmni upp á 1 mm til eða frá. Þeirri vél er handstýrt en með sér- stökum búnaði (ljósleiðara) er unnt að stýra henni sjálfvirkt. LÉTTARA BYGGINGAREFNI Sænska stofnunin S. I. B. í Stokkhólmi (Fax: +46 8 661 48 07) kynnir nýtt byggingarefni sem Svíinn Björn Lar- son hefur fundið upp. Um er að ræða burðarefni sem nefnist „ISO-beam“, trérammi fylltur með frauðplasti sem myndar burðarbita. ISO-bitann er hægt að saga í rétta lengd og setja saman á einfaldan hátt með lími. Kostir þessa efnis er m.a. sagðir þeir að það getur komið í stað stórra tréburðarbita og sparað þannig 65% timburs auk þess sem ISO-bitinn vegur um þriðjung af þyngd sambæri- legs trébita, ISO-bitinn verpist ekki, hreyfist minna vegna hitabreytinga, drekkur ekki í sig raka og vegna þess hve hann er léttur er ekki þörf fyrir krana. Efnið má nota til að byggja grind í tvílyft hús, sem þakbita, veggjagrind o.s.frv. IÐN AÐARGÓLFEFNI Osaka Gas Co Ltd. í Osaka, Japan (Fax: +81 6 226 1681) hefur þróað nýtt gólfefni sem nefnist „Noribesu". Um er að ræða plaststeypu sem blönduð er koltrefjum til styrktar. Helsti kostur efnisins, auk slit-, burð- ar- og núningsþols, er að það tærist ekki þar sem það inniheldur enga málma. Efnið er sagt henta sérlega vel sem gólfhúð í matvælafram- leiðsluhúsnæði, í frysti- og kæliklef- um og í iðnaðarhúsnæði þar sem gólf má ekki leiða rafstraum. Þegar sprunga, sem er dýpri en 0,4 mm, myndast í hefðbundnu iðnað- arhúsnæðisgólfefni telst gólfhúðin rofin. „Noribesu" efnið þolir 9 mm djúpar sprungur án þess að gólfhúðin teljist rofin. Efnið má nota á undir- stöðu sem er á hreyfingu, þ.e. gólf með sprungur, og er þá hægt að koma í veg fyrir að sprungur myndist í gólfefninu með því að blanda meiru af koltrefjum saman við plaststeypuna. Nota má mismunandi plaststeypu, svo sem „Methyl methacrylate", „epoxy“, „urethane" o.fl. Gólfefnið storknar á 30-60 mínútum (fer eftir hitastigi) og það má einnig nota til að gera við gólf. SPRENGTÁN DÍNAMITS Sænska stofnunin S. I. B. í Stokkhólmi (Fax: +46 8 661 4807) kynnir nýja bergvinnslutækni, sem ekki krefst sprengiefnis, sem Svíinn Karl Gustaf Derman hefur fundið upp og þróað. Tæknin, sem nefnist „Deramnite", byggir á vökvaþrýstitækni. Olíu er dælt inn í teygjanlegt hylki sem er 68
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.