Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1992, Síða 72

Frjáls verslun - 01.04.1992, Síða 72
ELDVARNIR „Það tæki er vart til sem veitir jafn mikið öryggi fyrir jafn lítið verð,“ full- yrðir Bjami. Ekki er rétt að hafa reykskynjara í eldhúsi eða í stofu hjá reykingafólki heldur er best að stað- setja hann sem næst miðju hússins eða íbúðarinnar. Einn skynjari ætti yfirleitt að duga nema um sé að ræða híbýli á fleiri en einni hæð. Nauðsyn- legt er að hreinsa skynjarann stöku sinnum og auðvitað þarf að skipta um rafhlöður í honum þegar þær gömlu eru ónýtar. Eins og sést á töflunni hér til hliðar eru nokkur fyrirtæki á höfuð- borgarsvæðinu með mismunandi reykskynjara til sölu á mismunandi verði. Vart þarf að taka fram að slökkvi- tæki ætti að vera til á hverju heimili. Eitt tæki ætti að duga en þá er hins vegar spurning hvort sé betra að eiga vatns- eða duftslökkvitæki. Vatns- tæki má nota á eld í húsgögnum, viði og trefjaefnum, svo dæmi sé tekið, en ekki á logandi potta eða pönnur og ekki á rafmagnstæki nema þau séu fyrst tekin úr sambandi. Þrátt fyrir þessa ókosti ráðleggja Hrólfur og Bjami fólki að verða sér úti um vatns- tæki frekar en dufttæki. Duftslökkvi- tæki má nota á alla elda en af þeim hljótast mikil óhreinindi sem erfitt getur reynst að hreinsa. Þar að auki er ekki hægt að slökkva algerlega í glóð með dufttæki. Slökkvitæki ætti helst að vera uppi á vegg við útgang húss eða íbúðar. Verð fer eftir stærð, gerð og gæðum. Almennt er sagt að 10 lítra vatnstæki og/eða 6 kg duft- tæki henti hverju heimili ágætlega. Síðast en ekki síst ættu allir hús- og íbúðareigendur að verða sér úti um eldvarnarteppi til að hafa til taks í eld- húsinu. Slíkt teppi getur einmitt kom- ið í staðinn fyrir slökkvitæki í eldhúsi þannig að dufttækis sé ekki þörf. Lítill sem enginn verð- eða gæðamunur er á eldvamarteppum sem em til sölu hér á landi. Heimili með reykskynjara í lofti, slökkvitæki uppi á vegg og eldvamar- teppi í eldhúsinu er vel í stakk búið til að mæta eldsvoða. En ekki er nóg að eiga réttu tækin, eins og Hrólfur og Bjarni undirstrika, það verður líka að kunna að nota þau. Ef beita þarf slökkvitæki á eld er mikilvægt að beina stútnum að rótum hans og þeir félagamir nefna einnig að það gerði fólki eflaust gott að prófa að nota slökkvitækið einu sinni eða tvisvar og fá þannig tilfinningu fyrir því. Auðvelt er að nota eldvamarteppi; taka á í hom þeirra og vippa þeim yfir svo hnúar fólks snúi inn í það. Teppinu er smeygt yfir eldinn og hann kæfður. Ekki má gleyma að teppinu verður að halda yfir eldinum í dágóða stund því annars gæti hann blossað upp aftur. Annars vilja Hrólfur og Bjami að fólk hiki ekki við að hringja á Slökkvi- liðið, sama hversu smávægilegur eld- urinn sýnist. Jafnvel þótt fólk haldi að það geti slökkt eldinn sjálft á það að kalla á okkur,“ segir Bjami. Og sé eldurinn þeim mun meiri er forgangs- röðin þessi: Fyrst á að vekja alla í húsinu, svo ná í slökkvilið og því næst reyna að slökkva eldinn eða halda honum í skefjum. Einnig ítreka þeir að fólk reyni að vera viðbúið eldsvoð- um og geri sér grein fyrir hvemig bregðast skuli við, hvar næstu út- gangar séu, til dæmis aðaldyr, svala- hurðir og manngengir gluggar, og hvert númer slökkviliðsins á staðnum sé Botninn í þetta viðtal slógu þeir Hrólfur og Bjarni með því að benda á að ástand eldvama í heimahúsum væri almennt í ágætu lagi hér á landi ef miðað væri við nágrannalöndin. Ótrúlega lítið væri um manntjón af völdum eldsvoða hér. Hins vegar má alltaf gera betur og þeim finnst báðum að of mikið sé um smábruna í heima- húsum sem auðvelt væri að koma í veg fyrir með meiri aðgæslu. „Ég hef líka gmn um að reykskynjara vanti á mörg heimili og mér finnst ég ekki sjá slökkvitæki á nógu mörgum heimil- um,“ segir Bjarni að lokum. Þeir, sem þurfa að bæta ráð sitt, og þeir, sem em að stofna heimili, ættu því að hafa gagn af töflunni hér til hliðar þar sem birt er verð á reyk- skynjurum, slökkvitækjum og eld- varnarteppum sem nokkur fyrirtæki í Reykjavík flytja inn. THOR - ofnana vinsælu Ofnarnir eru afgreiddir fulllakkaðir. Tökum einnig aö okkur steinsteypusögun og kjarnaborun hvar sem er á landinu OFNASMIÐJA BJÖRNS ODDSSONAR Lagarbraut 7, 700 Egilsstööum Símar:97-11665 og 97-11491 72
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.