Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1992, Qupperneq 89

Frjáls verslun - 01.04.1992, Qupperneq 89
því ljóst að brostnir álversdraumar hafa snúist í martröð fyrir verktaka og það fólk sem hefur framfæri sitt af hvers konar verklegum framkvæmdum, hönnun og fleiru sem að þeim lýtur. Stundum er rætt um nauðsyn þess að hið opinbera auki við framkvæmdir þegar samdráttur ríkir í hagkerfmu. Vissulega má þetta til sanns vegar færa en um leið er hollt að minnast þess að opinberir aðilar dæla nú þegar gífurlegu fjármagni til fram- kvæmda af hvers konar tagi. Áður er minnst á virkjanaþáttinn, en Landsvirkjun hefur varið tugum milljarða króna til þess málaflokks á síðustu árum. Af einstökum dæmum má nefna að Hita- veita Reykjavíkur hefur varið milljörðum króna til byggingar Perlunnar og á þessu ári mun hún verja 750 milljónum króna til framkvæmda við stofn- og dreifikerfi veit- unnar. Reykjavíkurborg hefur varið mil- ljörðum króna á ári til framkvæmda að undanfömu því auk þess fjármagns sem hefur runnið til Ráðhússins ver borgin ár- lega gífurlegum upphæðum til viðhalds- og stofnframkvæmda. Sama er að segja um önnur sveitarfélög. Á þessu ári er fyrirhugað að verja um 8,300 milljónum króna til opinberra bygg- inga í landinu. Þar af renna um 3,300 mill- jónir til skóla- og íþróttamannvirkja og 1,700 milljónir til sjúkrahúsbygginga. í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1992 er áætlað að veija 10,700 milljónum til sam- göngumannvirkja af ýmsu tagi og að fjár- festing í opinberum framkvæmdum verði tæplega 23 milljarðar á árinu 1992. 0FFRAMB0Ð AF ÍBÚÐUM? Mikil deyfð hefur verið yfir sölu nýrra íbúða í Iandinu á síðustu tveimur árum og Verktakasamband íslands áætlar að 200- 300 íbúðir, fokheldar og lengra komnar, séu óseldar á markaðnum. Auðvitað má ætla að þessu valdi ýmsar ástæður, m.a. offramboð á ákveðnum svæðum og af ákveðnum tegundum íbúða en ekki síður það efnahagsástand sem nú ríkir. Talið er að fjárfesting í íbúðarhúsnæði hafi dregist saman á árinu 1991 um 2% en þjóðhagsspá gerir ráð fyrir 3% samdrætti á þessu ári. Verktakasamband íslands er enn svartsýnna og spáir 5-7% samdrætti í ár. Þrátt fyrir þennan samdrátt mun þjóðin veija ríflega 16 milljörðum til íbúðabygg- inga á þessu ári. Þessar tölur segja þó ekki allt. Verk- takasambandið gerir ráð fyrir því að meg- inverkefnin á þessu ári verði í tengslum við innréttingar og frágang íbúða en að 10-20% samdráttur verði í uppsteypu á þessu ári. Það mun auðvitað gera það að verkum að offramboð á íbúðalóðum mun ríkja um sinn. Það sem vekur hins vegar athygli er sú staðreynd að þrátt fyrir hið mikla framboð af nýjum íbúðum er enn gífurleg umfra- meftirspum eftir lánum til byggingar fé- lagslegra íbúða. Umsóknir um lán vegna slíkra íbúða á vegum sveitarfélaganna vegna ársins 1992 vom 2,150 talsins en á síðasta ári úthlutaði Húsnæðisstofnun 597 lánum til slíkra íbúða. Þessi áhugi sveitarstjómarmanna, sem auðvitað byggist á því að fá til sín fram- kvæmdir og lága vexti, er sérkennilegur í ljósi þess að talið er að árleg byggingar- þörf í landinu öllu sé um 1400-1500 íbúðir á ári. Þá er auðvitað verið að ræða um allar tegundir íbúða. En meðan stjómvöld halda uppi margs konar vaxtastigi á íbúðamark- aði, mun það gerast um allan aldur að menn sæki í lága vexti sem greiddir eru niður af almenningi. FTARÐARSTÁL sf. KAPLAHRAUNI 22, SÍMI 91-652378, FAX 652379 • Handrið • Stigar • Fatahengi • Hurðir • Gluggagrindur • Brunastigar • Hringstigar • Hlið fyrir sumarhús • Baðinnréttir.gar • Borðfætur • O.fl. Stigar • Handrið • Sérsmíði • Ál — Stál ryðfrítt §f§| 89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.