Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1992, Page 92

Frjáls verslun - 01.04.1992, Page 92
LITAVAL Skrifstofur Ráðhússins eru látlausar. Jatobaviður á gólfum. íslendingar eru miklir bygginga- meistarar og fátítt er að annarra þjóða menn verji eins mikilli orku og við íslendingar í húsbyggingar. Það er ekki nóg með að meðalmörlandinn byggi 2-3svar sinnum á ævinni því hann ver auk þess drjúgum tíma hennar til endurbóta á því húsnæði sem hann dvelur í, ævidaga langa. HVÍTUM HÚSUM FÆKKAR Þegar ekið er um nýbyggingar- hveríi höfuðborgarsvæðisins kemur í ljós að um val á málningu utandyra er fólk mun djarftækara til glaðlegra lita- samsetninga en það var fyrir nokkr- um árum. Þá voru hús gjarnan hvít með rauðu eða grænu þaki en ómáluð hús hulin skeljasandi eða með ein- hvers konar grófri áferð, ómálaðri. Þar var ekki fyrir að fara fjörugum litasamsteningum og heildaryfirbragð byggðanna bar ekki hugmyndaauðgi eigendanna gott vitni. Nú bregður svo við að fjöldamörg íbúðarhús eru máluð í alls kyns litum og eru litir eins og blátt, daufgrænt og bleikt mjög algengir. Þó notar fólk einnig mikið hvíta litinn á veggi en ákveðnir húshlutar eru þá gjaman málaðir í sterkari tónum. Og þar sem gluggaumbúnaður var nær alfarið í viðarlitum fyrir nokkrum árum má segja að gráir og drapplitaðir tónar hafi náð yfirhöndinni í dag. Allt stuðlar þetta að auknum frískleika og bjartara yfirbragði. Arkitektúr húsa dregur einnig dám af þessari auknu birtu sem fólk vill kalla fram. Þunglamalegur stíll með mikilli steinsteypu er á undanhaldi en í staðinn ber æ meira á stórum glugg- um, léttum þökum og trévirki sem notað er til að mynda skjólveggi eða palla umhverfis húsin. Arkitektar, sérstaklega þeir sem hafa komið frá námi á allra síðustu árum, hafa verið duglegir að nýta sér litakortin. Þó gildir þetta ekki ein- göngu um þá sem nú eru að hanna hús því gengnir gæðaarkitektar á borð við Sigvalda Thordarson, notuðu gjarnan sterka liti á sín hús. Eru bláu og dökk- gulu litirnir hans Sigvalda þekktir á fjölmörgum húsum sem hann teikn- aði. Að sögn Ólafs Más Sigurðssonar markaðsstjóra hjá Málningarverk- smiðjunni Hörpu, er sá árstími að ganga í garð þar sem eftirspurn eftir glaðlegum litum eykst dag frá degi. „Sól fer hækkandi á lofti og málning- arsalan eykst því fólk vill taka þátt í vorinu með því að hreinsa til í kring- um sig og mála hús og hýbýli í hressi- legum sumarlitum,“ sagði Ólafur Már. SPILAÐ Á RÝMIÐ Og við íslendingar byggjum ekki aðeins íbúðarhús. Hvers konar at- vinnuhúsnæði hefur þanist út á liðn- um árum og því miður verður að segj- ast eins og er að eigendur þess virð- ast halda að önnur lögmál gildi þar en heima fyrir. Oftast er skrifstofuhús- næði kassalagaðar byggingar og hafa sumar þeirra fengið þá einkunn að þau minni einna helst á frystikistur. En sem betur fer eru á þessu undantekn- ingar og satt að segja fer þeim fjölg- andi. 92
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.