Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1995, Side 25

Frjáls verslun - 01.01.1995, Side 25
_____________ATLANTA________________ Atlanta er vinsælla af körlum en konum. Fólk á aldrinum 45 til 54 ára er helstu stuðningsmenn, svo og fólk á aldrinum 25 til 34 ára. Félagið er aðeins vinsælla á höfuðborgarsvæð- inu en á landsbyggðinni. Kjósendur Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Þjóðvaka eru helstu stuðnings- menn þess. ____________FLUGLEIÐIR___________ Afstaða kynja til fyrirtækisins er mjög svipuð. Helstu stuðningsmenn eru fólk á aldrinum 55 til 75 ára og þar næst fólk á aldrinum 15 til 24 ára. Flugleiðir eru vinsælli úti á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Kjósendur Sjálfstæðisflokks eru helstu stuðningsmenn fyrirtækisins. _____________VÍFILFELL______________ Enginn munur er á afstöðu eftir kynjum. Ungt fólk á aldrinum 15 til 34 ára eru helstu stuðningsmenn fyrir- tækisins. Fyrirtækið er mun vinsælla úti á landsbyggðinni en á höfuðborg- arsvæðinu. Kjósendur Sjálfstæðis- flokks eru helstu stuðningsmenn fyrirtækisins. ___________FJARÐARKAUP____________ Fylgi kynjanna er svipað. Fyrir- tækið er vinsælast hjá fólki á aldrinum 25 til 34 ára en stuðningur einstakra aldurshópa er annars afar jafn. Fjarð- arkaup eru áberandi vinsælli á höfuð- borgarsvæðinu en úti á landi. Kjós- endur Þjóðvaka, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks eru helstu stuðn- ingsmenn þess. ÚTGERÐARFÉLAG AKUREYRINGA Fyrirtækið er mun vinsælla hjá körlum en konum. Fólk á aldrinum 55 til 75 ára er helstu stuðningsmenn þess en stuðningur við það er lang- minnstur hjá fólki á aldrinum 15 til 24 ára. Fyrirtækið er talsvert vinsælla á landsbyggðinni en á höfuðborgar- svæðinu. Kjósendur Framsóknar- flokks eru áberandi mestu stuðnings- menn fyrirtækisins. MJOLKURSAMSALflN Konur eru áberandi meiri stuðn- ingsmenn en karlar. Mesta fylgið er frá fólki á aldrinum 15 til 24 ára. Meiri stuðningur er við fyrirtækið úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Kjósendur Framsóknarflokks eru afgerandi mestu stuðningsmenn við fyrirtækið. LANDSBANKINN Karlmönnum er hlýrra til bankans en konum. Ungt fólk á aldrinum 15 til 24 ára er helstu stuðningsmenn, svo og fólk á aldrinum 55 til 75 ára. Hann nýtur meiri vinsælda úti á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Kjósendur Framsóknarflokksins eru helstu stuðningsmenn Landsbank- ans. Minnst er fylgi við hann hjá Al- þýðuflokksmönnum. KEA Fylgi við fyrirtækið er hnífjafnt á milli kynja. Fyrirtækið á mestu fylgi að fagna hjá yngsta aldurshópnum, fólki á aldrinum 15 til 24 ára. Vinsæld- ir KEA eru mun meiri á landsbyggð- inni en á höfuðborgarsvæðinu. Kjós- endur Framsóknarflokks eru afger- andi mestu stuðningsmenn við fýrirtækið. Minnst er fylgið við það hjá kjósendum Alþýðuflokks. _____________EIMSKIP_____________ Nánast enginn munur er á afstöðu kynjanna til félagsins. Hörðustu stuðningsmenn eru fólk á aldrinum 55 til 75 ára og ungt fólk, 15 til 24 ára. Fyrirtækið er mun vinsælla úti á landsbyggðinni en á höfuðborgar- svæðinu. Kjósendur Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks eru helstu stuðningsmenn fyrirtækisins. ÍSLANDSBANKI Bankinn er vinsælli af konum en körlum. Helstu stuðningsmenn eru ungt fólk á aldrinum 15 til 24 ára en minnstur mælist stuðningurinn hjá 25 til 34 ára. íslandsbanki er vinsælli úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Kjósendur Kvennalistans og Sjálf- stæðisflokks er helstu stuðnings- menn. Langminnst er fylgið á meðal Alþýðubandalagsmanna. ___________KAUPFÉLÖGIN__________ Fylgnin er svipuð hjá konum og körlum. Kaupfélögin eru „eina fyrir- tækið“ í sérkönnuninni sem fær mín- us í meðaleinkunn. Það gerist hjá ald- urshópnum 25 til 34 ára. Fylgið er langtum meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Kjósendur Framsóknarflokks skera sig alger- lega úr varðandi stuðning. ORACL6' Aukið hagræði í meðhöndlun upplýsinga. ORACLE ísland Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími 91-618131 Fax 91-628131 25

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.