Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1995, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.01.1995, Blaðsíða 25
_____________ATLANTA________________ Atlanta er vinsælla af körlum en konum. Fólk á aldrinum 45 til 54 ára er helstu stuðningsmenn, svo og fólk á aldrinum 25 til 34 ára. Félagið er aðeins vinsælla á höfuðborgarsvæð- inu en á landsbyggðinni. Kjósendur Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Þjóðvaka eru helstu stuðnings- menn þess. ____________FLUGLEIÐIR___________ Afstaða kynja til fyrirtækisins er mjög svipuð. Helstu stuðningsmenn eru fólk á aldrinum 55 til 75 ára og þar næst fólk á aldrinum 15 til 24 ára. Flugleiðir eru vinsælli úti á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Kjósendur Sjálfstæðisflokks eru helstu stuðningsmenn fyrirtækisins. _____________VÍFILFELL______________ Enginn munur er á afstöðu eftir kynjum. Ungt fólk á aldrinum 15 til 34 ára eru helstu stuðningsmenn fyrir- tækisins. Fyrirtækið er mun vinsælla úti á landsbyggðinni en á höfuðborg- arsvæðinu. Kjósendur Sjálfstæðis- flokks eru helstu stuðningsmenn fyrirtækisins. ___________FJARÐARKAUP____________ Fylgi kynjanna er svipað. Fyrir- tækið er vinsælast hjá fólki á aldrinum 25 til 34 ára en stuðningur einstakra aldurshópa er annars afar jafn. Fjarð- arkaup eru áberandi vinsælli á höfuð- borgarsvæðinu en úti á landi. Kjós- endur Þjóðvaka, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks eru helstu stuðn- ingsmenn þess. ÚTGERÐARFÉLAG AKUREYRINGA Fyrirtækið er mun vinsælla hjá körlum en konum. Fólk á aldrinum 55 til 75 ára er helstu stuðningsmenn þess en stuðningur við það er lang- minnstur hjá fólki á aldrinum 15 til 24 ára. Fyrirtækið er talsvert vinsælla á landsbyggðinni en á höfuðborgar- svæðinu. Kjósendur Framsóknar- flokks eru áberandi mestu stuðnings- menn fyrirtækisins. MJOLKURSAMSALflN Konur eru áberandi meiri stuðn- ingsmenn en karlar. Mesta fylgið er frá fólki á aldrinum 15 til 24 ára. Meiri stuðningur er við fyrirtækið úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Kjósendur Framsóknarflokks eru afgerandi mestu stuðningsmenn við fyrirtækið. LANDSBANKINN Karlmönnum er hlýrra til bankans en konum. Ungt fólk á aldrinum 15 til 24 ára er helstu stuðningsmenn, svo og fólk á aldrinum 55 til 75 ára. Hann nýtur meiri vinsælda úti á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Kjósendur Framsóknarflokksins eru helstu stuðningsmenn Landsbank- ans. Minnst er fylgi við hann hjá Al- þýðuflokksmönnum. KEA Fylgi við fyrirtækið er hnífjafnt á milli kynja. Fyrirtækið á mestu fylgi að fagna hjá yngsta aldurshópnum, fólki á aldrinum 15 til 24 ára. Vinsæld- ir KEA eru mun meiri á landsbyggð- inni en á höfuðborgarsvæðinu. Kjós- endur Framsóknarflokks eru afger- andi mestu stuðningsmenn við fýrirtækið. Minnst er fylgið við það hjá kjósendum Alþýðuflokks. _____________EIMSKIP_____________ Nánast enginn munur er á afstöðu kynjanna til félagsins. Hörðustu stuðningsmenn eru fólk á aldrinum 55 til 75 ára og ungt fólk, 15 til 24 ára. Fyrirtækið er mun vinsælla úti á landsbyggðinni en á höfuðborgar- svæðinu. Kjósendur Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks eru helstu stuðningsmenn fyrirtækisins. ÍSLANDSBANKI Bankinn er vinsælli af konum en körlum. Helstu stuðningsmenn eru ungt fólk á aldrinum 15 til 24 ára en minnstur mælist stuðningurinn hjá 25 til 34 ára. íslandsbanki er vinsælli úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Kjósendur Kvennalistans og Sjálf- stæðisflokks er helstu stuðnings- menn. Langminnst er fylgið á meðal Alþýðubandalagsmanna. ___________KAUPFÉLÖGIN__________ Fylgnin er svipuð hjá konum og körlum. Kaupfélögin eru „eina fyrir- tækið“ í sérkönnuninni sem fær mín- us í meðaleinkunn. Það gerist hjá ald- urshópnum 25 til 34 ára. Fylgið er langtum meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Kjósendur Framsóknarflokks skera sig alger- lega úr varðandi stuðning. ORACL6' Aukið hagræði í meðhöndlun upplýsinga. ORACLE ísland Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími 91-618131 Fax 91-628131 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.