Frjáls verslun - 01.06.1995, Page 12
ÖM
FRETTIR
Forritið Hver er hvar?:
HUGBUNAÐIHF. BORIST FJÖLDI
FYRIRSPURNA ERLENDIS FRÁ
Komin er á markað ný
útgáfa af forritinu „Hver
er hvar?“ frá fyrirtækinu
Hugbúnaði hf. í Kópa-
vogi. Kerfinu er ætlað að
einfalda símaþjónustu og
tryggja að skilaboð kom-
ist auðveldlega til starfs-
manna í fyrirtækjum.
Fjöldi fyrirspuma um for-
ritið hefur borist frá er-
lendum samstarfsaðilum
Hugbúnaðar hf. og hefur
verið gerð ensk útgáfa af
forritinu undir heitinu
HB-LogBook. Spænsk út-
gáfa er væntanleg fljót-
lega.
„Upphaflega var útgáf-
an 1.0 skrifuð til notkun-
ar innanhúss hjá Hug-
búnaði hf. En margir af
viðskiptavinum okkar
sáu forritið og óskuðu eft-
ir að fá eintak. Þetta hef-
ur síðan undið hressilega
Ánægðir menn hjá Hugbúnaði með nýtt forrit. Frá vinstri: Páll
Hjaltason framkvæmdastjóri, Heiðar Harðarsson, sem skrif-
aði forritið, og Sveinn Áki Lúðvíksson sölustjóri.
upp á sig,“ segir Sveinn
Aki Lúðvíksson, sölu-
stjóri hjá Hugbúnaði hf.
„Allir, sem hafa unnið
á vinnustað með fimm
eða lleiri starfsmönnum,
kannast við þessa venju-
legu erfiðleika við sím-
svömn. Hvar er starfs-
maðurinn? Er hann inni
eða úti? Farinn heim?
Hvað verður hann lengi í
burtu? Hvar á að setja
skilaboðin til hans?
A sumum vinnustöðum
er hlaupið um allt og leit-
að. Hjá öðmm er sett upp
tafla eða bók í afgreiðslu
og þar skráð hvort starfs-
maðurinn er í húsinu, í
útkalli, veikur eða í fríi. í
forritinu Hver er hvar? er
auðvelt að skrá þessi at-
riði, jafnvel þótt viðkom-
andi starfsmaður sé inni
en vilji ekki láta trufla
sig, eða á fundi. Starfs-
maður, sem hefur eigin
tölvu, getur séð viðvem
annarra starfsmanna og
sent þeim skilaboð á skjá-
inn,“ segir Sveinn Áki.
Á meðal nýjunga í nýju
útgáfunni af forritinu er
bókun á fundarherbergi
þar sem hægt er að skrá:
Fyrir hvern? Vegna
hvers? Hvað þurfi að vera
til staðar og hversu lengi
fundurinn eigi að standa.
Verð á forritinu er
12.425 krónur með virð-
isaukaskatti.
HALLUR EINN EIGANDI M&M
Hallur Hallsson, fram-
kvæmdastjóri M&M, hef-
ur keypt hlut Ólafs E. Jó-
hannssonar fréttamanns
í fyrirtækinu M&M, Menn
og málefni hf. Hallur er
því einn eigandi fyrirtæk-
isins núna.
Fyrirtækið sérhæfir
sig í almannatengslum.
Það var stofnað í nóvemb-
er á síðasta ári. Það veitir
alhliða upplýsinga- og
kynningarþjónustu. Veit-
ir ráðgjöf um miðlun upp-
lýsinga, annast útgáfu
blaða, bæklinga og tíma-
rita, svo og myndbanda
fyrir fyrirtæki, félaga-
samtök og stofnanir.
s. ivirkan
dag
aö koma póstinum
þínum til skila póstur og sími
Viö spörum þér sporin
12