Frjáls verslun - 01.06.1995, Page 18
TEKJUKONNUN
Á sjötta hundrað einstakiingar í tekjukönnun Frjálsrar verslunar:
FORSTJÓRAR MED
588 ÞÚS. Á MÁNUDI
Á síösta ári lækkuðu tekjur 15 starfshóþa af 22 sem könnunin
náði til Hrun varð í tekjum tannlækna í tannréttingum. Lyfsalar
hækkuðu hins vegar verulega
ekjur forstjóra í þekktum
fyrirtækjum hérlendis voru
588 þúsund krónur að jafnaði á
mánuði á síðasta ári, samkvæmt
tekjukönnun Frjálsrar verslunar sem
hér er birt. Tekjur þeirra hækkuðu
um 3,3% á síðasta ári
launavísitölu.
Tekjukönnunin náði
til 93 þekktra forstjóra,
svonefndra atvinnustjóm-
enda; stjómenda sem ekki
em í eigin atvinnurekstri. Það
stingur hins vegar svolítið í augun
að á meðan atvinnustjómendur
mjakast upp í tekjum lækkar hópurinn
kunnir athafnamenn, þ.e. þeir sem
eiga fyrirtæki sín að stærstum hluta
sjálfir. Tekjur þeirra lækkuðu á síð-
stjómendum í einkageiran-
um sem heyja harða bar-
áttu við að láta enda ná
í tekjufluginu var leiðin örlítið upp á
við hjá forstjórum á síðasta ári. Þeir
hækkuðu að jafnaði um 3,3%.
asta ári um 8% og kemur sú lækkun í
kjölfar næstum 30% lækkunar árið á
undan, 1993.
BANKAMENN TALSVERT HÆRRI
EN FORSTJÓRAR 0G ATHAFNAMENN
Ein af athyglisverðari niðurstöðum
könnunarinnar er sú að stjómendur
íjármálafyrirtækja vom með um-
talsvert hærri tekjur að jafnaði
en framkvæmdastjórar og at-
hafnamenn, eða um 629 þús-
und krónur að jafnaði á mán-
uði. Ætla má að þetta fari
fyrir brjóstið á mörgum
Langflestir forstjórar, 41 talsins (um 44% úrtaksins), voru með tekjur á milli 500 og
800 þúsund krónur á mánuði að jafnaði, 4 voru með tekjur yfir 1 milljón og 4 á milli
900 þúsund og 1 milljónar. Alls 28 voru með tekjur á bilinu 300 til 500 þúsund á
mánuði.
+3j 3%
1. STJORNENDUR IFYRIRTÆKJUM
ÚRTAK íSAMANBURÐi MILLIÁRA
(Sömu 93 einstakl. bæöi árin)
Meðaltekjur '94 = 588 þús. á mán.
Meðaltekjur '93 = 563 þús. á mán.
Nafnverðshækkun tekna = 4,4%
Hækkun launavísitölu milli ára = 1,1%
Raunhækkun tekna = +3,3%
4. KUNNIR ATHAFNAMENN
ÚRTAK íSAMANBURÐIMILLIÁRA
(Sömu 74 einstakl. bæði árin)
Meðaltekjur '94 = 587 þús. á mán.
Meðaltekjur '93 = 632 þús. á mán.
Nafnverðslækkun tekna = -7,1%
Hækkun launavísitölu milli ára = 1,1%
Raunlækkun tekna = -8,1%
mm
JM
-8,1%
_______________. ■ . :
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON GRAFÍK: G.BEN. - EDDA
18