Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 40
ERLENDIR FRETTAMOLAR
PLEXIFORM
SMÍ ÐAR
ÚR
PLASTGLERI
Við smíðum hverskonar hluti
eftir teikningum eða eftir
hverjum þeim hugmyndum
sem þið hafið.
s.s.: þóstkassa fyrir
fjölbýlishús, vörustanda fyrir
verslanir, safnaskápa,
símaskrárhillur, blaðastanda,
öskjur fyrir skjöl og tímarit o.fl.
PÓSTKASSAR
Erfiðleikar hjá Dennis Hayes stofnanda Hayes-mótaldafyrirtækisins.
SKORTUR Á FJÁRMÁLASTJÓRN
Bandaríska fyrirtækið Hayes
Microcomputer Products Inc., fram-
leiðandi tölvumótalda, var keypt af
Boca Research Inc. fyrir 48,9 milljón-
ir dollara í júní sl. Auk þessa fylgdu í
kaupunum yfirtaka skulda að upphæð
42 milljónir dollara. Stofnandi HMP,
Dennis Hayes, reyndi að spoma við
gæðaframleiðslu og lægri verðum
keppinauta um árabil, þ.á.m. Boca
Research Inc., en slæm staða fyrir-
tækisins endaði með sölu þess.
Hayes er aðstoðarforstjóri hins nýja
fyrirtækis eftir samruna HMP og
BRI, sem heldur nafni þess fyrr-
nefnda. Talið er að erfiðleika HMP
hafi mátt rekja til skorts á vandaðri
fjármálastjórn, svifaseinna viðbragða
í verðsamkeppni, yfirsjóna í rekstri,
og „blindrar“ stefnu stofnandans.
Tökum að okkur viðgerðir á
plasthlutum.
Einnig getum við útvegað
tvöfalt sólarplast í sólskála og
skjólveggi í þykktum 8-16 mm.
Báruplast höggþolið og alveg
tært.
Getum annast uppsetningar.
LAUSNIN ER 1
W PLEXIFORM
Dalshrauni 11 • Hafnarfirði
Sími: 555 - 33 - 44
Fax: 555 - 33 - 45
Símboði: 846 - 20 - 50
FUJIEÐA
KODAK?
Baráttan um hlutdeild ljósmynda-
vöruframleiðendanna Fuji og Kodak á
bandaríska og japanska markaðnum
hefur verið í sviðsljósinu. í Japan sel-
ur Fuji á heimamarkaði og hefur 70%
markaðshlutdeild meðan hið banda-
ríska Kodak er með 9%. Kodak hefur
aftur á móti rúmlega 70% hlutdeild á
heimamarkaði og Fuji um 11%. Kodak
hefur ekki tekist að komast að hjá
fórum helstu dreifingaraðilunum í
Japan, sem dreifa vörum Fuji og ná til
70% markaðarins. 1 markaðssetningu
hefur Kodak kostað sumo-glímu og
knattspyrnu, en þeir ná ekki að jafna
TEXTI: STEFÁN FRIÐGEIRSS0N
Fuji og Kodak berjast grimmt.
190 milljóna dollara auglýsingafé Fuji
á heimavelli. í Bandaríkjunum hefur
Fuji tekist að komast að hjá Wal-Mart
o.fl. slíkum og lágt verð hefur náð
athygli sparsamra kaupenda, en
Kodak er talið fá betra hillupláss.
Samkeppnin er hörð og ráðgjafinn
Don Becker telur að „sumt af mark-
aðsráðstöfunum Fuji í Japan sé ekki
ólíkt því sem Kodak beitir á heima-
markaði".
40