Frjáls verslun - 01.06.1995, Síða 41
Sala á Windows ’95-stýrikerfinu er talin verða 1 milljarður dollara fyrsta árið. Það svarar til 60 milljarða króna.
60 MILUARDAR FYRSTA ÁRIÐ
Microsoft, framleiðandi Windows
’95-stýrikerfins, er talið fá 1 milljarð
dollara í tekjur af uppfærslunni yfir í
hið nýja stýrikerfi á fyrsta ári í sölu
þess, og þá eru önnur forrit í fram-
leiðslu fyrirtækisins ekki talin með.
Tölvuframleiðendur og framleiðend-
ur einstakra hluta í tölvur njóta góðs
af þegar notendur uppfæra eldri tölv-
ur eða kaupa nýjar, auk þess sem
tækifæri er fyrir hönnunarfyrirtæki
tölvuforrita til aukinnar sölu með upp-
færslum á eldri útgáfum. Hugbúnað-
arfyrirtæki gætu þó einnig átt á hættu
að missa sölu, þar sem ýmislegt í
Windows ’95 mun auka samkeppni
við þá fyrrnefndu. Risarnir IBM með
OS/2-stýrikerfið og Apple-fyrirtækið
hafa fengið enn harðari samkeppni en
áður.
Á haustönn 1995 bjóðum við kennslu ífjölmörgum greinum.
Tómstundanám - bóklegar, verklegar greinar og prófanám - grunnskóli og framhaldsskóli.
Trúarbragðasaga, svæðanudd, ritlist, glerskurðut; kvikmyndafræði, skokk, auk flestra almennra kennslugreina
Nánari upplýsingar og innritun í Miðbœjarskóla, Fríkirkjuvegi 1.
Skrifstofan eropin daglegafrá kl. 13.00 - 19.00. Símar 551 2992 og 551 4106.
Athugið að kennslugjaldi er í hóf stillt, en greiðist fyrirfyrstu kennslustund.
ATH! V.R. styrkirfélaga sína um allt að helming kennslugjalds.
41