Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 46
STJORNUN
13 ÞÚSUND FYRIRTÆKI
Á íslandi eru nú skráð um 13 þúsund fyrirtæki í rekstri og á hverju ári hefja um
1.800 fyrirtæki rekstur. Á móti kemur að um 1 þúsund fyrirtæki hætta starfsemi
sinni. Um helmingur fyrirtækja fellur burt vegna gjaldþrota.
ast hafa síðustu tíu árin eru nálægt
fimmtíu milljörðum króna.“
Fram kemur að á íslandi séu nú
skráð um 13 þúsund fyrirtæki í rekstri
og á hverju ári hefji um 1.800 fyrir-
tæki rekstur . Á móti kemur að um 1
þúsund fyrirtæki hætta starfsemi
sinni. „Um það bil helmingur fyrir-
tækja fellur burt vegna gjaldþrota."
FLEST GJALDÞROT ÁÐUR
ENFIMM ÁRA ALDRIERNÁÐ
í ritgerðinni er borinn saman aldur
þeirra fyrirtækja sem verða gjald-
þrota. Niðurstaðan er sú að megin-
þorri þeirra verður gjald-
þrota áður en fimm ára
aldri er náð eða 56%.
„Greinilegt er að eftir því
sem þau verða eldri
minnkar hlutfall þeirra í
heildargjaldþrotum.
Segja má að sé merki um
val hinna hæfustu í bar-
áttunni um afkomu.
Þetta bendir til þess að
einhver vandamál séu
tengd því að hefja rekst-
ur félags og komi til með
að knésetja meirihluta
þeirra.“
Síðan spyr Ámi: „En
hverjar eru orsakir þess
að fyrirtækin hætta
starfsemi sinni? Einhver þeirra hætta
vegna þess að sá, sem rekur þau,
deyr, fyrirtæki sameinast öðrum með
einum eða öðrum hætti. En síðast en
ekki síst er það vegna þess að rekstr-
argrundvöllur þeirra er ekki lengur til
staðar."
En hvers vegna er rekstrargrund-
völlur þeirra ekki lengur til staðar?
Hverjar eru orsakir rekstrarerfið-
leika fyrirtækja? Aðaláherslan í rit-
gerðinni er að kanna hvaða kenning-
um erlendir fræðimenn hafa haldið
fram um orsakir og einkenni gjald-
þrota fyrirtækja og heimfærir Ami
þær á íslenskar aðstæður. Sammerkt
með athyglisverðustu erlendu kenn-
ingunum er þetta: „Að orsakanna sé
ekki að leita í ársreikningum fyrir-
tækja heldur í ákvörðunum stjóma
þeirra“.
KENNINGAR JOHN ARGENTI
UM HNIGNUN FYRIRTÆKJA
Ami eyðir nokkm rými í kenningar
breska fræðimannsins John Argenti
sem setur þær fram í bók sinni Cor-
porate collapse, the causes and
symptoms. Þær em mjög athyglis-
verðar og fá því mikið rými hér í um-
fjöllun okkar um þessa athyglisverðu
ritgerð.
Kenningamar ganga út á að gefa
vísbendingu um hvaða þættir í rekstri
og stjómun skuli fylgjast með hjá
fyrirtækjum til að greina vanda
þeirra. Argenti varpar ljósi á þá þætti
í líkani því sem Ámi dregur fram í
upphafsorðum þessarar greinar.
Vakin er á því athygli að fyrirtæki
þurfi ekkert endilega að vera í fjár-
hagslegum erfiðleikum heldur sé lík-
aninu ætlað að vera tæki fyrir stjórn-
endur til að greina hugsanleg vanda-
mál á byrjunarstigi. Líkanið er því
fyrst og fremst greiningartæki, tæki
til að greina sjúkdóma. I raun má líkja
því við tæki lækna til að greina sjúk-
dóma. Fyrirtæki, sem fara undir nál-
arauga líkansins, eru því í eins konar
læknisskoðun.
Til að átta sig betur á líkaninu fer
Ámi ofan í saumana á þeim tólf atrið-
um sem feitletruð eru í upphafi þess-
arar greinar og kenningar Argenti
ganga að mestu út á. Frjáls verslun
grípur hér og þar niður í þessi atriði
með beinum tilvitnunum. Það þýðir
að mörgu er sleppt.
STJÓRNUN
Ljóst er að flestir, sem skoðanir
hafa á orsökum þess að fyrirtæki
hættir rekstri, líta á slæma stjómun
sem eina meginorsökina.
Hvað er slæm stjóm-
un? Ámi segir að hægt
sé að telja til sex ólíka
þætti sem hver og einn
sé í raun meinlaus. Eftir
því sem stjórn fyrirtækis
einkennist af fleiri en ein-
um þessara þátta þeim
mun meiri líkur séu til
þess að fyrirtækið taki
ákvörðun sem leiði til
endaloka þess.
Hinir sex ólíku þættir
stjómunar em: ein-
ræði, afskiptalaus
stjóm, jafnvægis-
leysi í efstu valdastöð-
um, veik fjármála-
hlið, of lítil stjómunar-
dýpt og loks fyrirkomulagið
stjómarformaður - fram-
kvæmdastjóri.
EINRÆÐI
„Einræði í stjómun fyrirtækja er
skilgreint þannig að framkvæmda-
stjóri drottni yfir starfsfélögum sínum
í stað þess að leiða þá, tekur ákvarð-
anir þrátt fyrir mótmæli og andstöðu,
leyfir ekki umræður og hlustar ekki á
ráðgjöf. Vissulega má telja til stjóm-
endur sem hafa náð árangri með
þessum stjórnunaraðferðum, eins og
Walt Disney. En einnig má nefna
stjómendur sem settir vom af vegna
þess að allt stefndi í voða, samanber
Henry Ford.“
Landsbanki íslands. Bankar og fjárfestingarsjóðir hafa tap-
að yfir 50 milljörðum króna vegna gjaldþrota í viðskiptalíf-
inu á síðastliðnum 10 árum.
46