Frjáls verslun - 01.06.1995, Síða 49
NIÐURSTAÐA
Árni setur ályktanir viðmælenda sinna fram í niðurstöðu: „Þeir eru næstum
undantekningarlaust sammála um að stjórnun, bókhaldsupplýsingar, stór
framkvæmd og skuldahlutfall séu algengustu samnefnarar um orsakir
rekstrarerfiðleika hjá fyrirtækjum. En einnig nefna þeir of mikla veltu og venjulega
viðskiptaáhættu. “
Fjöldi gjaldþrota félaga
á íslandi 1960-1994
Fjöldi gjaldþrota félaga á íslandi. Þeim byrjaði að
fjölga upp úr 1986 en bomban féll síðan árið 1989 þegar
þau jukust snarlega.
BREYTINGAR
Fyrirtæki, sem eiga í erf-
iðleikum, eiga í vandræðum
með að svara breytingum í
umhverfi á fullnægjandi
hátt. Ekki er hér um breyt-
ingar frá degi til dags að
ræða heldur þeir atburðir
sem hafa áhrif á megin-
kjarna reksturs fyrirtækis.
Þessum utanaðkomandi
breytingum er hægt að
skipta í fimm umhverfis-
þætti. Þeir eru: SAM-
KEPPNISLEGT, PÓLI-
TÍSKT, FÉLAGSLEGT,
EFNAHAGSLEGT og
TÆKNILEGT umhverfi.
Við förum ekki frekar ofan í
þessar breytingar en víkjum
næst að kenningunni um að
of mikil velta geti rutt fyrir-
tækjum um koll.
OF MIKIL VELTA
Þar segir meðal annars um fyrir-
tæki sem reyna að stækka en því mið-
ur með því að auka veltu á kostnað
framlegðar. „Ef velta eykst hraðar en
hagnaður þá munu allar tilraunir til að
auka hlutafé, skuldir eða hverja aðra
þá fjármögnun sem reynd er, koma til
með að hækka hlutfall vaxta af tekj-
um.“
Og aðeins síðar: „Þess vegna er
mikilvægt fyrir stjómendur að hafa
það í huga að setning takmarka fyrir
veltu og markaðshlutdeild geta verið
hættuleg ef einvörðungu er hugsað
um að ná þessum takmörkum án þess
að leiða hugann að hagnaðarmarkmið-
um samhliða hinum fyrrnefndu. “
STÓRA FRAMKVÆMDIN
Stóra framkvæmdin er afar algeng
orsök fyrir því að halla fer undan fæti
hjá fyrirtækjum. Um hana segir með-
al annars: „Það virðist vera mjög al-
menn skoðun að ein algengustu mis-
tök, sem leiða til endaloka fyrirtækja,
séu þau að ákveðið er að ráðast í stórt
verkefni þar sem kostnaður og tími
eru vanmetin eða tekjur ofmetnar.
Þessar skekkjur em alltaf stórkost-
legar. Kostnaður er aldrei örlítið
hærri en spáð var og tímasetning ekki
lítillega á eftir áætlun.“
Og ennfremur: „Ef skekkjurnar
eru miklar skiptir ekki máli hversu
mikið stjómendumir leggja sig fram
því ekki tekst að bjarga verkefninu
eða fyrirtækinu. Með þessu er hægt
að fullyrða að fyrirtæki, sem gera ein-
vörðungu lítil mistök, fara ekki á höf-
uðið.“
SKULDAHLUTFALL
Næst er Qallað um skuldahlutfallið
og um það segir meðal annars: „Hátt
skuldahlutfall er einkenni sem verður
að hafa eftirlit með. Líkur eru á að illa
rekin fyrirtæki hafi hækkað skulda-
hlutfall sitt yfir þau mörk sem gætu
talist eðlileg. Fyrirtækið er því ekki
bara í hættu vegna stórra skakkafalla
heldur einnig gagnvart
venjulegri viðskiptaá-
hættu.“
VENJULEG VIÐSKIPTAÁHÆTTA
„Ef að fyrirtæki er illa
rekið þá er það viðkvæmara
gagnvart venjulegum sveifl-
um í umhverfi þess. Ef
stjórnandi er góður reynir
hann að hafa borð fyrir báru
þannig að ekki þurfi smágolu
til að sökkva bátnum heldur
fárviðri. En hvaða aðrir at-
burðir geta sett fyrirtækið í
vanda? Nefna má atburði
eins og verkföll, flutning
mikilvægs viðskiptavinar til
keppinautar, eldsvoða,
slæmt almenningsálit á vör-
um viðkomandi og svo fram-
vegis. Atburðir, sem geta
haft áhrif á rekstur fyrirtæk-
is eru óendanlega margir,
en þessir þættir eru flestir þess eðlis
að þeir eiga ekki að þurfa að vera
meira en lítilsháttar örðugleikar fyrir
fyrirtækið. Til þess að einhver hætta
sé á ferðinni þurfa þessir atburðir að
gerast margir í einu og alls fyrirvara-
laust og jafnvel þá ætti ekki að vera
mikil hætta á ferðum í raun.“
KENNITÖLUR
Þá eru það kennitölumar. Um þær
segir meðal annars: „Kennitölur em
mjög mikilvægt spátæki en hins veg-
ar geta þær verið mjög snúnar í túlk-
un og gefa í raun aðeins vísbendingar
en ekki sannanir. Benda má á nokkur
gagnleg atriði svo sem flokka kemii-
talna kenndar við greiðsluhæfi, veltu-
hraða, skuldsetningu, hagnað og
markaðsvirði. Innan hvers flokks eru
ótal kennitölur."
ÚTSJÓNARSÖM REIKNINGSSKIL
Við förum hér hratt yfir sögu. í
stuttu máli ganga þau út á að fram-
kvæmdastjóri reynir að fegra hlutina
49