Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1995, Side 52

Frjáls verslun - 01.06.1995, Side 52
 EFNAHAGSMÁL Skilaboð til stjórnvalda: STODVIÐ HINA ÓGNVÆNLEGU UMFRAMEYÐSLU! Umframeyðsla ríkisins hefur numið 29,4 milljónum á sólarhring. Hún hefur sem sagt numiðyfir einni 1 milljón króna á hverri klukkustund. Stöðvum þetta f rekstur ríkisins á undanföm- um ámm hefði verið í formi eða á vegum hlutafélags sem skráð væri á verðbréfamarkaði hefðu opinberir rannsóknarmenn verið kall- aðir til athugunar á því hvað fór úr- skeiðis. Hluthafar hefðu hafíð mála- rekstur gegn fyrirtækinu og þeir hefðu jafnvel hópast saman fyrir utan höfuðstöðvamar til mótmælaað- gerða. Á hverju kvöldi hefðu verið frásagnir af atburðunum í sjónvarpi þar sem grátandi hluthafar hefðu komið fram - hluthafar sem tapað hefðu öllu sínu - fjármunum, starfmu, húsinu, o.s.frv. íslenska ríkið hefur undir höndum umsvifamikinn rekstur og rekur m.a. _sum stærstu fyrirtæki landsins. Þótt staðreyndin sé að umsvifin aukist og fé ausið út í auknum mæli virðast lítil tilþrif til að stöðva þetta mikla út- streymi fjár - gífurlegar fjárhæðir um- fram það sem aflað er. Væri hér um fyrirtæki að ræða væri það lagalega skylt til að stöðva rekstur. En þannig er það ekki um ríkisvaldið - þar er hugsað stórt, sífellt meira fé er tekið að láni og sett m.a. í vafasama eyðslu og framkvæmdir. í heimi einkarekst- SKILABOD TIL STJÓRNVALDA Edda Helgason ursins væri slíkt framferði ólöglegt, stöðva yrði reksturinn tafarlaust því fyrirtækið væri gjaldþrota. Afleiðingamar af þessu framferði - þ.e. að eyða og fjárfesta langt umfram tekjur eru með öllu óverjandi. Þessa umframeyðslu verður að stöðva. Staðan í halla rekstri ríkissjóðs eftir fyrstu sex mánuði ársins 1995 er sú að á degi hverjum hafa farið 29,4 millj- ónum króna meira úr kassanum en inn hefur komið. Umframeyðslan hef- ur sem sagt numið yfir einni milljón króna á hverri klukkustund þessa sex mánuði. Þessum peningum hefur þegar verið eytt - og þeir nást ekki inn aftur nema með skattlagningu einhvem tímann síðar. Hér verður að snúa við blaðinu, ríkisvaldið verður að sýna vilja og koma í kring raunhæfum og ábyrgum aðgerðum tii að stöðva þennan fjáraustur. Ríkisvaldið verður að sýna í verki að það beri hag lands- manna, sem eru skattgreiðendur, fyrir brjósti. Það er fullkomið ábyrgð- arleysi að láta komandi kynslóðir líða fyrir umframeyðslu okkar. SAMANBURÐUR VIÐ EINKAREKSTUR Hvað myndi fyrirtæki í einkageir- anum gera í þeirri stöðu sem íslenska ríkið er í dag? Við slíku em hefð- Ríkisvaldið verður að sýna í verki að það beri hag landsmanna, sem eru skattgreiðendur, fyrir brjósti. Það er fullkomið ábyrgðarleysi að láta komandi kynslóðir líða fyrir umframeyðslu okkar. 52

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.