Frjáls verslun - 01.06.1995, Qupperneq 54
EFNAHAGSMAL
Væri hér um fyrirtæki að ræða væri það lagalega skylt til að stöðva rekstur. En
þannig er það ekki með ríkisvaldið - þar er hugsað stórt og sífellt meira fé er tekið
að iáni og sett í vafasama eyðslu og framkvæmdir.
„Hvað myndi fyrirtæki í einkageiranum gera í þeirri stöðu sem íslenska
ríkið er í dag?“
ekki síst í nýjum greinum. Hvatningar
er þörf á aukinni fjarfestingu í atvinnu-
rekstri. Afnema þarf skatta af hagnaði
við sölu á hlutabréfum því hér er um
áhættufjármagn að ræða. Hér á landi
vantar illilega aukið fjármagn í at-
vinnurekstur. Slíkur hvati verður til
að koma.
Dragi ríkið saman rekstur og fækki
starfsmönnum, sem er óhjákvæmi-
legt, er nauðsynlegt að skapa þau
skilyrði að atvinnulífið sé fært til að
taka við auknum starfsmannafjölda.
Hugleiða þarf hvort ekki þurfi til að
koma til sérstök skattfríðindi við ný-
sköpun í rekstri fyrir lítil fyrirtæki,
t.d. eftirgjöf launaskatts, lækkaður
tekjuskattur, o.s.frv. um ákveðið
árabil fyrir slík ný fyrirtæki. Skapa
verður með sérstökum skattfríðind-
um aukna möguleika í nýsköpun at-
vinnureksturs.
Líklegt er að við hagstætt skatta-
umhverfi gætu ný og minni fyrirtæki
tekið við auknum fjölda starfsmanna.
Sem dæmi um slíkt er að í Banda-
ríkjunum sköpuðust 2,6 milljón störf á
þremur árum (1989-1991) hjá fyrir-
tækjum sem höfðu 4 eða færri starfs-
menn. Með sömu þróun hér á landi
hefðu skapast 2.600 ný störf.
Sem dæmi um hve lítið er um ný
störf í einkarekstri er sú staðreynd að
í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 13.
ágúst sl. eru aðeins auglýst um 70
störf í einkageiranum, á sama tíma og
leitað er að 120 starfsmönnum til hins
opinbera. Hér skýtur skökku við, því
einkageirinn skapar verðmæti sem
skattlögð eru til að sjá hinu opinbera
fyrir tekjum til að mæta útgjöldum.
Hlutföllin ættu að vera þveröfug.
ERLENDAR FJÁRFESTINGAR
Varðandi mögulegar erlendar fjár-
festingar hér á landi verður að taka
alla þætti þess máls til róttækrar end-
urskoðunar. Sú staðreynd að þrátt
fyrir langvarandi og kostnaðarsamar
tilraunir að hálfu hins opinbera hafa
nánast engar erlendar fjárfestingar
náðst til landsins á undanfömum ár-
um. Þetta talar sínu máli. Umhverfið
hér er hreinlega ekki aðlaðandi fyrir
I
SSk
Hver er Hvar ?
fiiiáveru starfsmanna.
oibúnaður
Ávallt í fararbroddi
Hugbúnaður hf., Engihjalli 8, 202 Kópavogur
Sími: 564-1024, Brófsími: 554-6288
Netfang: posfmaster@hugbun.is
54