Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 74
BRÉF FRÁ ÚTGEFANDA FOLKSFLOTTINN UR LANDI Að undanfömu hafa fjölmiðlar birt fréttir um mik- inn fólksflótta frá íslandi. Fram hefur komið að á fyrstu átta mánuðum ársins hafa hvorki fleiri né færri en 1.658 Islendingar flutt úr landi en sú tala svarar til allrar íbúatölu meðalstórra kauptúna á landinu. Að vísu hafa allmargir íslendingar flutt heim aftur á sama tíma en samt sem áður er ljóst að margt fólk á besta vinnualdri er nú að yfirgefa Iand- ið með þau áform í huga að setjast að til frambúðar í útlöndum. Ekki hefur farið mikið fyrir vangaveltum um það af hverju þetta stafar, hvort eitthvað sé til úrbóta og hvort að um æskilega þróun sé að ræða. Þeir stjórnmálamenn, sem á annað borð hafa tjáð sig eitthvað um málið, afgreiða það með hálfgerðum upphrópunum sem bera vitanlega þess merki hvor- um megin stjómar þeir standa. Atvinnuleysi er sögð aðalástæða þess að fólk flýr land, svo og háir skattar hjá þeim sem atvinnu og bærilegar tekjur hafa. Er athyglisvert að það er sá aldurs- og fjölskylduhópur sem verður hvað harðast fyrir barðinu á mjög háum jaðarsköttum sem virðist vera að gefast upp og fara. Fyrir síðustu kosningar virtust íslenskir stjómmálamenn loks sammála um að skattar væm orðnir of háir og væm famir að virkja letjandi á framtaksemi og vinnusemi fólks. Verður fróðlegt að sjá hvaða stefna verður tekin í þeim fjárlögum sem senn verða lögð fram en mikið má vera ef við álögunum verður hróflað. A sama tíma og fólk er að flýja atvinnuleysi og hálfgerða eymd á íslandi birtast líka fréttir um að víða um land séu laus störf sem erfitt sé að manna. Á árum áður þótti það ekki tíðindum sæta þótt fólk flytti sig til eftir því hvar atvinnu var að hafa en sú tíð er greinilega liðin. I þessu sambandi hefur kom- ið fram að það er einfaldlega of dýrt fyrir fólk að taka sig upp og flytja til þeirra staða sem hafa upp á atvinnu að bjóða og því í mörgum tilvikum betra að sitja kyrr og þiggja bætur sem enginn verður þó feitur af. Ekki hef ég séð að neinn láti sér það til hugar koma að fara hina leiðina, nefnilega þá að flytja atvinnuna þangað sem atvinnuleysið er mest og starfandi hendur eru til staðar. Er þá komið að því atriði sem er sennilega hvað erfiðast úrlausnar í efnahagslífi íslendinga - byggðapólitíkinni - en ef við einhverju á að hreyfa í henni er líkt og verið sé að nefna snöru í hengds manns húsi. í þeirri gífur- legu framþróun sem orðið hefur á íslandi á síðustu áratugum hefur algjör stöðnun og jafnvel afturför orðið í byggðapólitíkinni. Milljörðum króna er hik- laust fórnað á altari hennar og lagt í framkvæmdir sem allir vita að geta engum arði skilað. Vissulega er hér um tilfinningamál að ræða. Segja má að það sé eitt af frumatriðum í lýðræðisþjóðfélagi að fólk geti valið sér atvinnu og búsetu en málið er þó engan veginn svo einfalt. Tímarnir eru að breytast og munu breytast enn meira í náinni framtíð. Kröfur um framleiðni og arðsemi verða undirstaða þess að atvinnulíf nái að þroskast og eflast og þær kröfur höfum við séð kristallast m.a. í samruna fyrirtækja og öflugri einingum. Á sama tíma og hinar ytri að- stæður skapa slíkar kröfur horfum við í gaupnir okkar á hálfgerðan einyrkjabúskap víða um land sem aldrei getur átt minnstu möguleika. Kostnaður samfélagsins við að halda þessum búskap áfram, hvort heldur er til sjávar eða sveita, verður svo mikill að við hann verður ekki ráðið. Pólitík verður til þess að göng eru gerð í gegnum fjöll á Vestfjörð- um á sama tíma og ekki finnst fjármagn t.d. til að breikka Keflavíkurveginn. Þegar svo er komið að fjöldi fólks telur ekki leng- ur lífvænlegt að búa á íslandi og tekur sitt upp og flytur til landa sem engan veginn geta talist nein gósenlönd þá hlýtur að koma að því að tilfinninga- semin verði að víkja. Það hlýtur að koma að því að stjórnmálamenn hugi að því að kjördæmapot þeirra sé of dýru verði keypt. Frumkvæðið á að koma frá þeim; stefnumörkun til þeirrar framtíðar sem núlif- andi íslendingar vilja búa niðjum sínum. Við höfum einfaldlega ekki efni á því að missa stóran hluta heilu kynslóðanna úr landi, fólk á þeim aldri sem ætti að skila þjóðarbúinu mestum verðmætum og eiga mesta möguleika á að skapa sér hér lífvænlega tilveru. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.