Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 34
HB erlenda kvikmyndaframleiðend- ur sem leiðir af sér íjölþætt samningaumhverfi. Sem lög- maður framleiðenda kvikmynd- arinnar „Tár úr steini“ lenti Tó- mas í erfiðum samningum þegar kvikmyndin varð innlyksa hjá gjaldþrota fyrirtæki í Þýskalandi á síðasta ári. Tómas bendir á röð þykkra lögfræðirita í hillum hjá sér en þær bækur hafa að geyma am- erísku „höfundaréttarbiblíuna“, „Nimmer on Copyright“ í sex bindum, (líkl. 1/2 meter) auk fjölmargra annarra bandarískra og evrópskra fræðibóka og seg- ir: „Þessar bækur hafa allar verið gefnar út á síðustu 10 -15 árum og eru til marks um hversu réttarsvið þetta er orðið mikilvægur hluti af viðskiptalíf- inu enda þróunin á nýtingu þess- ara réttinda verið mjög ör vegna ýmissa tækninýjunga. Hug- verkaréttur hefur þannig orðið sífellt umfangsmeiri með þróun fjölmiðlunar, fjarskipta, tölv- unnar og tilkomu margmiðlun- arinnar sem fýlgt hefur í kjöl- farið,“ segir Tómas. Síðastliðið eitt og hálft ár hefur hann starfað í laganefnd alþjóðasamtaka kvik- myndaframleiðendafélaga í París (FI- APF). „Hlutverk nefndarinnar er m.a. að skoða þróun í höfundarétti og breyt- ingar á alþjóðasamningum,“ segir hann. „Við höfum verið að skoða GATT samninginn, alþjóðlega höf- undaréttarsamninginn (Bernarsátt- málinn) og margvíslegar tilskipanir Evrópubandalagsins um hugverka- réttindi. Til dæmis var nefndin beðin að gefa Evrópubandalaginu álit á því hvort ástæða sé til að setja ný lög vegna margmiðlunartækninnar og upplýsingahraðbrautarinnar (Infor- mation super-highway). Það er margt að gerast í þessum málum um þessar mundir og að mörgu að hyggja,“ segir Tómas, sem ennfremur á sæti ístjóm alþjóðlegra samtaka um sameiginlega réttindagæslu vegna kvikmynda- verka, var fyrsti formaður Sambands norrænna kvikmyndaframleiðenda og situr í ýmsum stjómum og nefndum vegna höfundaréttarmála á íslandi Tómas Þorvaldsson lögfræðingur hefur mikla reynslu í samningum á alþjóðavettvangi. Samningar um einkaleyfi, höfundarétt, hug- verk og nytjaleyfi eru nú stærstur hluti við- fangsefna hans. Hann situr m.a. í laganefnd alþjóðasamtaka kvikmyndaframleiðenda en hlutverk nefndarinnar er að skoða þróun í höf- undarétti og breytingar á alþjóðasamtökum. m.a. í nefnd um endurskoðun höf- undalaga. FJÓRIR MEGINFLOKKAR HUGVERKARÉTTAR En hvernig útskýrir Tómas þennan flókna fmmskóg laga og reglna á sem einföldustu máli? „Hugverka- og auð- kennaréttur skiptist í fjóra megin- flokka; höfundarétt, vörumerkjarétt, einkaleyfi og hönnunarvernd en lög um hönnunarvemd tóku gildi hér á landi í fyrra,“ segir hann. „Að auki er ávallt rétt að hafa í huga möguleika á réttarvernd sem falist getur í því sem á ensku kallast „know how“ þ.e. verkþekking um verklag og fram- leiðsluferli auk tækniupplýsinga og getur verið atvinnuleyndarmál sem nýtur ákveðinnar vemdar samkvæmt samkeppnislögum. Ennfremur veitir firmaréttur vemd á nöfnum firma og fyrirtækja sem einnig kemur oft til álita. Sameiginlegt með þessum réttind- um er að þau veita rétthafanum ákveðna vemd gegn eftirgerð og ann- arri fjarhagslegri hagnýtingu á þeirri vöm eða þjónustu sem hann vill markaðssetja. Reglur þessar eru þó um margt mis- munandi t.d. er gildistími höf- undaréttar 50 ár frá næstu ára- mótum eftir dauða höfundar (verður væntanlega 70 ár ef fyrirliggjandi lagafrumvarp verður að lögum). En einkaleyfi gilda í 20 ár frá umsóknardegi. Vörumerkjaréttur getur fræði- lega haldist um aldur og ævi við- komandi vörutegundar. Hönn- unaréttur gildir í fimm ár frá um- sóknardegi og er endumýjanlegur til allt að 25 ára. Einnig má nefna að vemd samkvæmt höfundarétti er ekki formbundin þ.e. skráning eða sérstakar merkingar em ekki skilyrði. Sama getur átt við um vörumerki þótt ávallt sé örugg- ast talið að skrá vömmerki. Skráning hönnunarréttar er heldur ekki skilyrði en hönnun, sem ekki er skráð, nýtur þó minni verndar og til mun styttri tíma en ef skráð væri. Einka- leyfi verður að skrá. Réttar- vernd á þessum sviðum er einn- ig mjög mismunandi víðtæk og fram- kvæmd hennar um margt ólík. Þegar rétthafi að einhverri hug- mynd, uppfinningu eða viðskiptakerfi (business system, business con- cept), sem við skulum í þessu sam- hengi kalla vöm, vill skoða réttar- stöðu sína og möguleika á sérstakri vernd gagnvart samkeppnisaðilum þarf hann að athuga ýmsa möguleika sem til greina geta komið. Ég hef oft rekið mig á að mönnum þyki sem allar dyr lokist ef einkaleyfi fæst ekki skráð vegna vöm þeirra. Svo þarf hinsvegar alls ekki að vera þar sem oft er hægt að ná fram fullnægjandi vemd með öðrum hætti samkvæmt einhverjum þeirra möguleika sem ég rakti hér áðan. Menn vanmeta oftast hið svokallaða „know - how“ eða verkþekkinguna en slík þekking er oft talin til verðmætustu eigna í iðnaði og þjónustu. NÝNÆMISKÖNNUN 0G EINKALEYFISUMSÓKN Það fyrsta sem ég ráðlegg mönn- 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.