Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 25
AÐVERA FETIFRAMAR Össur segist aldrei hafa efast um að silikonhulsan ætti eftir að sigra heiminn ef rétt væri á málum haldið. En í heimi viðskipta eru margar hindr- anir. Fjárskortur háði fyrirtækinu lengi vel en Össur lagði allt undir. Hann veðsetti íbúðarhús sitt, foreldra sinna og fjölskyldu en tekur fram að Iðnþróunarsjóður hafi styrkt sig í upphafi vega og það hafi skipt máli. Hann fékk einnig norrænt lán þegar hann var í samstarfi við Svíana þó að sú vinna bæri minni árangur en hann hefði kosið. „Útvegsbankinn var okkar banki og vinur minn, Jónas Rafnar, var okk- ur mikil hjálp. Hann trúði á það sem ég var að gera en hélt þó í ijármagmð og passaði að ég færi ekki yfir strikið. Ég gerði kostnaðaráætlanir og reyndi að standa við þær en auðvitað gekk það misvel. Hagnaður hefur allur farið beint í fjárfestingar. Undanfarin ár hefur velta fyrirtækisins verið mjög mikil og hagnaðurinn góður. En það þarf líka að verða gríðarlegur hagnað- ur af fyrirtækinu næstu ár ef okkur á að takast að fylgja því eftir sem við erum með í höndunum. Samkeppnin er mikil og við verðum að vera með allar klær úti ef okkur á að takast að ná markaðnum. Þó að ég hafi upphaf- lega fundið upp þessa aðferð er eng- inn að hugsa um það lengur. Allir munu nota silikonhuslur í framtíðinni en þá er spurningin hvað okkur tekst að vernda framleiðsluna vel og hvernig okkur gengur að halda þróun- arstarfinu áfram. Baráttan snýst um að vera feti framar og veita góða þjón- ustu. Þar höfum við talsvert forskot og munum áfram leggja megin áherslu á fræðslu- og þjónustustarf við viðskiptavini okkar.“ Verulegur kippur kom í markaðs- starf Össurar hf. þegar Tryggvi Sveinbjörnsson kom til starfa 1989. Þegar hann hóf störf voru starfsmenn fimmtán en eru nú orðnir rúmlega fimmtíu. „Við Tryggvi störfum náið saman,“ segir Össur. „Hann er heil- inn á bak við markaðsstarfið og er afkastamikill og fullur af hugmyndum. Við seljum vöru okkar til yfir tuttugu landa og byggðum upp umboðs- mannakerfi sem við þjónum vel með fræðslu og upplýsingum. Nú ætlum við hins vegar að brjóta það kerfi upp og komast í beinni tengsl við markað- inn. Fyrir ári síðan stofnuðum við fyrirtæki í Kaliformu, í nágrenni við efnisframleiðandann okkar. Þar vinna nú tíu manns og framleiða og selja hulsur á Bandaríkjamarkað. Við bind- um miklar vonir við þann markað og viljum sinna honum vel. Við ætlum að setja upp þjónustu- og markaðsdeild og ná sambandi við sem flesta stoð- tækjafræðinga í heiminum. í deildinni mun vinna fólk sem getur svarað tæknilegum spumingum í síma og þar mun fara fram þjálfun fyrir umboðs- menn sem munu halda áfram að kenna tæknina. Við höfum einnig stofnað fyrirtæki í Bretlandi þar sem vinna þrír starfsmenn og munu annast dreifingu, sölu og þjónustu og búið er að stofna fyrirtæki í Lúxemborg þar sem áætlað er að fimm til sjö manns vinni og sjái um sölu til Evrópu og Afríku.“ MIKIL ÞÖRF í STRÍÐSHRJÁÐUM LÖNDUM Það má því segja að framtíðin blasi við fyritækinu Össuri hf. og víst er að alltaf verður þörf fyrir framleiðslu- vöru þess. Enn er mikið framleitt af gervifótum úr harðplasti og því má segja að silikonhulsan sé lúxusvara enn sem komið er. Rauði krossinn er einn þeirra aðila sem sér um fram- leiðslu á gervilimum fyrir stríðshrjáð lönd, t.d. Víetnam, Afganistan og Kambódíu, en sú framleiðsla er ekki nema um tólf þúsund gervilimir á ári. Telur Össur að í framtíðinni geti fólk í stríðshrjáðum löndum fengið silikon- hulsu? „Sé tekið mið af því hvað hægt er að framleiða margar hulsur í háum gæðaflokki á stuttum tíma með nýju tækninni er óneitanlega freistandi að kanna möguleikana. Vandamálið er að enn sem komið er mega gervilimir, sem t.d. Rauði Krossinn útvegar, ekki kosta neitt. Sama er að segja um 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.