Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 65
NÆRMYND
saman akandi til fjalla. Þá eru konur
fáar í för þegar slíkar ferðir eru fam-
ar. Ein þeirra var farin kringum
þorrablót sem var haldið í kofa inn
undir Sigölduvirkjun og þótti mikil og
góð skemmtan. Meðal þeirra, sem
slíkar ferðir fara, má nefna Halldór
Guðbjamason bankastjóra, Hrólf
Ölvisson blaðstjóra, Þórð Yngva
Guðmundsson, fyrrum Lindarstjóra,
Margeir Daníelsson, Baldur Erlings-
son og Öm Gústafsson en þeir síðast-
nefndu eru allir mishátt settir hjá
tryggingafélögum en ýmsir forystu-
menn Framsóknarflokksins, eins og
Guðmundur Bjamason og Steingrím-
ur Hermannsson hafa slæðst með í
slíkar reisur sem þykja á köflum
slarksamar og eru ekki skilgreindar
sem fjölskylduferðir. í þessum ferð-
um er gripið í silungsveiði með fyrir-
drætti og hefur verið sullað í Kvíslar-
veitum og einnig á fáfömum slóðum
norðan við Jökuldali á Fjallabaksleið
nyrðri, þar sem heita Faxasund.
Finnur hefur einnig gaman af
gönguferðum um íslenska náttúru og
fór meðal annars í gönguferð yfir
Fimmvörðuháls í fyrra ásamt ýmsum
þungaviktarmönnum úr Framsókn
eins og Halldóri Ásgrímssyni. Hann
hefur ásamt Sæmundi, frænda sín-
um, Sigurði AðalsteinssjmiJökuldals-
jarli og fleirum farið á hreindýraveiðar
í Jökuldal og hann og kunningjamir
renndu oft í Rangámar síðasta sumar
en kunnugir segja að Finnur hafi ekki
verið mikill stangveiðimaður fyrr en á
seinustu ámm þótt hann hafi einatt
flotið með í ýmsar laxveiðiferðir með
ráðherrum úr sínum flokki.
f sínum vinahópi er Finnur orðlagð-
ur sögumaður og þegar menn lyfta
glasi á góðum stundum segir hann
iðulega skemmtisögur af einkenni-
legu fólki og sérstæðum uppákom-
um.
Finnur heldur sterkum tengslum
við Mýrdalinn þaðan sem hann er upp
mnninn og á marga vini og kunningja
sem hann kynntist þar á sínum upp-
vaxtar- og skólaárum. Það er orðlagt
hve vel Mýrdælingarnir og Sunnlend-
ingamir héldu hópinn þegar þeir fjöl-
menntu til Reykjavíkur í nám á árun-
um milli 1970 og 1980 en Finnur var
þar á meðal partur af stómm árgangi.
Hann ræktar einnig tengslin við
Mýrdalinn með því að fara á fýlaveið-
ar og lundaveiðar með heimamönnum
í sínum vinahópi. Fýlaveiði og fýlaát
er gömul hefð í Mýrdal og mikil og
góð kúnst að veiða feitan fýl, reyta
hann og svíða og salta síðan eftir
kúnstarinnar reglum en Finnur þykir
nokkuð slyngur í því og kann vel að
veiða og verka fýl en þykir slakur
þegar kemur að því borða hann svo
hann fær venjulega sérsoðið saltkjöt
því harðsnúnar fýlaætur segja að ein-
ungis þeir, sem elski fýl, megi borða
hann en Finnur segist einhvem tím-
ann hafa borðað yfir sig af þessum
daunilla fogli.
Ert þú
með lánshæfa
hugmynd til eflingar
atvinnulífi ?
Við veitum
góðri hugmynd
brautargengi!
Við veitum fúslega nánari upplýsingar
um lán til atvinnuskapandi verkefna
í öllum greinum.
LANASJOÐUR
VESTUR -NORÐURLANDA
ENGJATEIG 3 • PÓSTHÓLF 5410 • 125 REYKJAVÍK
SÍMI: 560 5400 ■ FAX: 588 2904
65