Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 74
BRÉF FRÁ ÚTGEFANDA
EIGENDASKIPTIAÐ
FRJÁLSRIVERSLUN
Þetta tölublað Frjálsrar verslunar er hið síðasta
sem kemur út á vegum útgáfufyrirtækisins Fróða
hf. Síðastliðið haust var blaðið selt til útgáfufyrir-
tækisins Talnakönnun hf. sem tekur við rekstri
þess frá og með áramótum. Frjáls verslun var fyrsta
tímaritið sem fyrirtækið Frjálst framtak hf., forveri
Fróða hf., gaf út og æ síðan hefur tímaritið komið
reglulega út, oftast 10-12 sinnum á ári og lengst af
hefur tímaritið haft þá sérstöðu í íslenskri útgáfu-
flóru að vera eina sérritið um viðskiptamál á Is-
landi.
Rekstur Frjálsrar verslunar hefur löngum gengið
vel. Tímaritið hefur átt tryggan kaupendahóp og
lesendakannanir sýna að það er mikið lesið og not-
að af fólki í viðskiptalífinu og í stjórnunarstöðum.
Það er því ekki hægt að neita því að mikill tregi er
því samfara að láta af útgáfu ritsins en eina ástæða
þess að ákveðið var að selja það var sú að útgáfufyr-
irtækið Fróði hf. þurfti að styrkja fjárhagsstöðu
sína eftir erfiðan rekstur síðustu ára.
Sagan sýnir, svo ekki verður um villst, að útgáfa
tímarita á Islandi hefur ekki verið neinn dans á
rósum um áratuga skeið. Til vitnis um það er sá
mikli fjöldi tímarita sem hafa hafið útgáfu en dáið
drottni sínum áður en þau komust almennilega á
legg. „Barnadauði“ í þessari atvinnugrein hefur
verið meiri en í flestum öðrum. Fyrir því eru að
sjálfsögðu margar ástæður. Stundum hefur verið
lagt af stað meira af kappi en forsjá, í öðrum tilvik-
um hafa menn ekki staðist samkeppni við innflutt
tímarit og í enn öðrum, og þeim raunar sennilega
mörgum, hafa menn ekki haft nægjanlegt fjárhags-
legt bolmagn til þess að lifa af þá mögru tíma sem
koma með reglulegu millibili í íslensku efnahagslífi
og hafa mikil áhrif á svo viðkvæman rekstur sem
útgáfustarfsemin er.
Mesta áfallið, sem tímaritaútgáfan og raunar öll
útgáfustarfsemi í landinu hefur orðið fyrir á síðari
tímum er að stjórnvöld skyldu ákveða að leggja
virðisaukaskatt á þennan rekstur árinu 1993. Auð-
vitað má alltaf segja sem svo að ekki séu rök fyrir
því að undanþiggja útgáfustarfsemi slíkri skatt-
heimtu meðan hún er lögð á lífsnauðsynjar. En það
gleymdist einfaldlega að taka það með í reikninginn
hver staða þessa atvinnurekstrar var þegar skattur-
inn var lagður á og einnig að útgáfan hafði enga
möguleika á því að velta skattinum út í verðlagið. Ef
það hefði verið gert hefði verðmismunur á innlend-
um og erlendum tímaritum einfaldlega orðið of mik-
ill. Afleiðingar þessarar stjórnvaldsaðgerðar létu
ekki á sér standa. Þau útgáfufyrirtæki, sem stóðu
höllustum fæti, lögðu fljótlega upp laupana og flest-
öll hin munu vera komin að fótum fram áður en
langt um líður. Þessi skattheimta hefur þegar þýtt
það að fjöldi fólks hefur misst atvinnu sína og mikið
má vera ef útgáfa prentaðs máls á íslandi verður
ekki orðin næsta fátækleg þegar fram líða stundir.
Það er nefnilega staðreynd að útgáfa, hvort heldur
er á blöðum, tímaritum eða bókum, lifir ekki á há-
stemmdum lýsingum í tækifærisræðum stjóm-
málamanna um að gildi þessara miðla fyrir íslenska
tungu og menningu sé aldrei meira en nú. Það er
miklu, miklu meira virði að stjórnmálamennirnir
átti sig á því hver staða útgáfustarfseminnar er í
raun og veru og grípi til raunhæfra aðgerða í stað
orðanna.
Eins og áður hefur komið fram hættir Fróði hf.
útgáfu Frjálsrar verslunar með mikilli eftirsjá. Það
er þó jákvætt að mjög traustur aðili tekur við
rekstri tímaritsins, aðili sem hefur áhuga og bol-
magn til þess að halda útgáfunni áfram, örugglega
af þeirri reisn sem verið hefur yfir tímaritinu um
langt skeið. Við þetta tækifæri er hinum nýja útgef-
anda, Talnakönnun hf., og eiganda þess, Benedikt
Jóhannssyni, óskað velfarnaðar og jafnframt er
þökkuð mikil og langvarandi tryggð sem fjöldi kaup-
enda og lesenda hefur haldið við tímaritið allan
þann tíma sem Frjálst framtak hf. og Fróði hf. hafa
gefið það út.
74