Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 35
um að gera, ef þeir telja sig hafa í höndunum markaðshæfa hugmynd eða vöru, er að fara með lýsingu á hugmynd sinni til lögbókanda hjá sýslumannsembættinu, sem stimplar það með orðunum „mér sýnt“ og dagsetningu. Þetta tryggir viðkom- andi ákveðna sönnun fyrir því að hann hafi verið búinn að fá og móta ákveðna hugmynd á tilteknum degi. Ef um uppfinningu er að ræða er næsta skref að meta hvort að líklegt sé að hún sé yfirleitt einkaleyfishæf, t.d. að hún uppfylli hin almennu skilyrði um að vera ný, gagnleg og ekki augljós. Þó að uppfinningin sé talin einkaleyf- ishæf er ekki endilega víst að rétt sé að sækja um einkaleyfi því það getur verið dýrt og tekið langan tíma auk þess sem markaðsaðstæður og tæknilegir möguleikar samkeppnis- aðila geta verið með þeim hætti að það hreinlega borgi sig ekki. Umsókn um einkaleyfi getur verið vandaverk og er ráðlegt að leita til sérfræðinga um slíka vinnu nema í allra einföldustu tilvikum. Umsókn þarf m.a. að innihalda nákvæma lýs- ingu á uppfinningunni, skilgreiningu á þeim þáttum sem óskast verndaðir og verður hún auk þess að uppfylla kröf- ur einkaleyfayfirvalda um form og innihald að öðru leyti samkvæmt reglugerð iðnaðarráðuneytisins. Þegar einkaleyfastofan hefur tekið við fullnægjandi umsókn er gerð á hennar vegum svoköUuð nýnæmis- könnun til þess að ganga úr skugga um að viðkomandi uppfinning sé raun- verulega ný og sjálfstæð, þ.e. ekki sé fyrir hendi sama eða hliðstæð upp- finning. Meðal þess sem fram þarf að koma í umsókn er hversu víðtækt einkaleyfið á að vera, þ.e. hvort það eigi að ná tU aUrar vörunnar eða aðeins afmarkaðra þátta hennar. Þumalfingursreglan er sú að því víð- tækari sem umsókn um vemd er þess meiri líkur eru á að henni verði mót- mælt og minni líkur á að hún fáist skráð. Þess vegna getur verið betra að takmarka vemdina við ákveðin lykilatriði sem ekki verður komist hjá að hafa með við framleiðslu á sam- bærilegum hlut,“ segir Tómas. „Oft er byrjað á að sækja um einkaleyfi á íslandi og þegar það er fengið er rétt að huga að umsóknum erlendis. Sam- kvæmt einkaleyfalögunum og alþjóð- legum samningum getur einkaleyfis- umsækjandi í einu aðUdarríkja samn- inga þessara notið svokaUaðs forgangsréttar í öðrum aðUdarríkjum í ákveðinn tíma frá umsóknardegi við- komandi einkaleyfis. Á þessu tímabUi nýtur viðkomandi uppfinning vemdar og er mikUvægt að nota tímann sem best tU þess að ná samningum við framleiðendur og/eða dreifmgaraðUa og tryggja sér lykUmarkaði ef við- komandi hefur ekki efni á að sækja víða um einkaleyfi en auðvitað er aUtaf sterkast að eiga einkaleyfi sem víðast áður en til samninga er haldið. „KNOW HOW" - „VERKÞEKKING" Það sem nú var sagt á við ef menn komast að því að einkaleyfi sé besta leiðin. En fleiri möguleikar em í stöð- unni eins og ég sagði áðan og t.d. getur verið skynsamlegra að koma vörunni sem fyrst á markað og láta samkeppnislögin nægja tU vemdar viðskiptahagsmunun samkvæmt reglum um atvinnuleyndarmál og framleiðsluleyndarmál, þ.e. „know- how“, eða verkþekkingu, sem veita ákveðna vernd þegar ekki er um að ræða vernd samkvæmt hugverka- og auðkennarétti," segir Tómas. „Ef framleiðslu- eða viðskiptakerfi hafa verið þróuð með góðum árangri og fjármagn og mannafli settur í það, þá geta þessar reglur veitt vemd gegn því að þriðji aðili geti „stoUð“ og hag- nýtt sér slíka verkþekkingu fjárhags- lega. Verkþekking í þessum skilningi getur verið fólgin í sérstakri mark- aðsþekkingu, söluskipulagi, ýmsum aðferðum og verkferlum og/eða tæknilegum upplýsmgum, uppdrátt- um, lýsingu, uppskriftumogUkönum. Þrátt fyrir að í löggjöf helstu við- skiptalanda sé að finna sambærileg ákvæði og reglur er hér um að ræða mun viðkvæmari og vandmeðfamari réttarstöðu en samkvæmt eiginleg- um hugverkarétti. Þessvegna er t.d. mjög mikilvægt að binda væntanlega samningsaðila sína, strax í upphafi, (þ.e. áður en þeir fá færi á að kynna sér slíka verkþekkingu) við svokall- aða leyndar- eða trúnaðarsamninga (ýmist nefndir á ensku „Confidentiali- ty-, Secrecy- eða Non-disclosure Agreements") þar sem gagnaðilinn viðurkennir að viðkomandi verkþekk- ing sé eign hins aðilans og skuldbind- ur sig jafnframt að fara með hana sem atvinnuleyndarmál og hagnýta hana ekki eða heimila öðmm að gera það án undangengins samnings við rétthaf- ann. HÖNNUNARVERND í ýmsum tilvikum er hægt er að fá skráða hönnunarvemd samkvæmt lögum um hönnunarvemd sem tóku gildi í maí 1994. Slík vemd tekur til hugverka á sviði hönnunar og á eink- um við útlit og gerð vöm og skreyt- ingu hennar en ekki eiginleika vör- unnar. Þannig skiptir virkni vömnnar ekki máli ólíkt því sem gerist um einkaleyfi. Megin skilyrði vegna skrá- setningar slíkra réttinda, sem fram fer hjá Einkaleyfastofunni, er að hönnunin sé sérstæð, þ.e. ekki þekkt fyrir og verulega frábmgðin annarri þekktri hönnun. í flestum stærri við- skiptalanda okkar er um að ræða hlið- stæða löggjöf. VÖRUMERKIOG FIRMAHEITI - RÉTTUR TIL AÐ AUÐKENNA Það er auðvitað óþarfi að taka fram um mikilvægi verndar vörumerkja og firmanafna, þar sem allir þekkja hve gríðarleg verðmæti geta verið falin í viðskiptavild þeirri sem tengist ákveðnum vörumerkjum eða firma- heitum. Auðvitað er best er að skrá vörumerki, sem er gert hjá vöm- merkjaskrárritara á Einkaleyfastof- unni, en rétt er þó að geta þess að vörumerki geta notið vemdar þótt þau séu ekki skráð ef þau hafa náð tiltekinni markaðsfestu. Helstu skil- yrði fyrir skráningu er að ekki verði villst á vörumerkinu og öðmm þekkt- um vörumerkjum eða firmaheitum, skráðum sem óskráðum, og að vöru- merkiðhafi sérkenni, þ.e. sé t.d. ekki almennt tegundarheiti vöru. Nöfn fyrirtækja, firmaheiti, njóta einnig vemdar, skráð sem óskráð, sam- kvæmt lögum um verslanaskrár, firma og prókúruumboð og alþjóðleg- um samningi um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar, svokölluð Parísar- samþykkt. HÖFUNDARÉTTUR Höfundaréttur tekur fyrst og 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.