Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Page 51

Frjáls verslun - 01.10.1995, Page 51
Jón gert sérstakan starfslokasamning við stjóm fyrirtækisins þar sem hon- um voru tryggð full forstjóralaun til æviloka. Að honum látnum átti eigin- kona hans að fá 80 prósent þeirra launa. Sláturfélagið lét síðar reyna á gildi samningsins fyrir dómi. Fór svo að hann var staðfestur bæði í undir- rétti og fyrir Hæstarétti. Þannig tryggði Jón sér sömu mánaðar- greiðslur og falla núverandi forstjóra í skaut alveg frá 60 ára aldri. Starfslokasamningur eins og sá sem Jón H. Bergs gerði við SS er væntanlega einsdæmi. Umtalaðir starfslokasamningar, sem gerðir hafa verið síðan, blikna í samanburði. Girðingar í samningum við starfsmenn eru ákvæði í ráðningarsamningum um að þeir megi ekki vinna hjá öðru fyrirtæki í sömu atvinnugrein innan tiltekins tíma frá uppsögn, stundum í tvö til þrjú ár. Þetta gera fyrirtæki til að fyrirbyggja að starfsmenn gangi beint yfir til keppinautarins með þjálfun sína og þekkingu sem þau hafa séð honum fyrir. 51

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.