Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 73
FOLK
ÚLFAR STEINDÓRSSON, STÖÐ 3
Úlfar var fjármálastjóri hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum þegar honum bauðst
starf sjónvarpsstjóra og sló til.
V
stotnun btoðvar J og
söfnun áskrifenda hefur far-
ið fram úr björtustu vonum.
Við leggjum áherslu á að
áskriftarverð sé lágt til þess
að allir hafi möguleika á að
vera með. Með áskrift að
Stöð 3 fær fólk hefðbundna
dagskrárrás og aðgang að
þórum gervihnattastöðvum
að auki, — segir Úlfar
Steindórsson, sjónvarps-
stjóri Stöðvar 3.
Úlfar er 39 ára. Hann lauk
stúdentsprófi frá Verslunar-
skóla íslands 1976. í þrjú ár
vann hann hjá Skrifstofuvél-
um hf. en árið 1979 flutti
hann til Vestmannaeyja þar
sem hann kenndi við barna-
skólann og þjálfaði hand-
bolta í tvo vetur. Árið 1982
settist hann í viðskiptadeild
Háskóla íslands og lauk
prófi 1986. Þá fór hann til
Bandaríkjanna og lauk MBA
prófi fi"á V.C.U. í Richmond
í Virginíu 1988.
„Fljótlega eftir að ég kom
heim gerðist ég fjármála-
stjóri hjá P. Samúelssyni -
Toyota umboðinu og var þar
þangað til í apríl 1992 þegar
ég tók við starfi fjármála-
stjóra Vinnslustöðvarinnar í
Vestmannaeyjum og gegndi
því þangað til í september
sl.,“ segir Úlfar.
EFNIFRÁ ÍSLENSKUM
FRAMLEIÐENDUM
Undirbúningur að stofnun
Stöðvar 3 hófst í desember
1994 en það var ekki fyrr en
í ágúst 1995 sem Úlfari var
boðið starf sjónvarpsstjóra.
Hann kom til starfa í sept-
ember og hefur tekið þátt í
því með starfsfólki stöðvar-
innar að vinna hörðum
höndum að uppbyggingu
tæknibúnaðar og dagskrár-
efnis.
„í upphafi var staðan sú
að um leið og eitt vandamál
var leyst komu tvö í staðinn
en nú er það ekki lengur
svo. Nú er allt að verða klárt
fyrir opnun stöðvarinnar,"
segir Úlfar þegar viðtalið er
tekið nokkrum dögum áður
en útsendingar hófust. „Á
dagskrárrásinni verður er-
lent efni eins og framhalds-
myndir, sápur, spennu-
myndir, bamaefni og kvik-
myndir. í stað þess að
stofna nýja deild til fram-
leiðslu á innlendu efni ætlum
við að kaupa efni af hinum
fjölmörgu framleiðendum
myndefnis hér á landi.
Þannig munum við leggja
okkar af mörkum við að
byggja upp þau fyrirtæki
sem standast kröfur okkar.
Aðgangur að gervihnatta-
stöðvunum, CNN, Euro-
sport, Discovery og MTV,
á tvímælalaust stóran þátt í
þeim góðu viðbrögðum sem
íslenskir áhorfendur hafa
sýnt stöðinni," segir Úlfar.
GAMALL ÍR-INGUR
Úlfar er kvæntur Jónu
Ósk Pétursdóttur og eiga
þau 3 ára og 1 árs syni. Auk
þess á Úlfar tvo syni frá
fyrra hjónabandi, þeir eru 17
og 11 ára gamlir.
Þegar talið berst að
áhugamálum og tómstunda-
störfum segist Úlfar ekki
hafa tíma fyrir neitt annað
en vinnuna um þessar
mundir. íþróttir eru hans
helsta áhugamál og æfði
hann bæði fótbolta og hand-
bolta með ÍR til tvítugsald-
urs. „Um tvítugt komst ég
að því að ég ætti ekki mikla
möguleika í keppnisíþrótt-
um og ákvað að viðurkenna
það,“ segir hann en bætir
við að hann hafi þó spilað
átta leiki með meistaraflokki
ÍR í handbolta. „Ég segi
stundum að mig hafi bara
vantað 92 leiki í hundraðið,"
segir hann stoltur og hlær.
„Ég var byijaður að þjálfa
yngri flokka þegar ég var 16
ára en undanfarin ár hef ég
látið mér nægja að fylgjast
með íþróttunum úr fjar-
lægð. Frítímann nota ég að
mestu til að vera með fjöl-
skyldunni og ferðast,“ segir
Úlfar.
73