Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 54
MARKAÐSMÁL m u flS ■ þ %■ ‘‘ Markaðsherferdin Æðiskast í Kolaportinu: mgmgm IH s® l g 9h«H9 1 ; w t > * • | s ; i®l P ajiilJWi 901 iH>mirr flfli h b n II Þár A/ö Toyota nýttu sér Kolaportið fyrir útsölu sína á notuðum bílum. Það hitti í mark. Kolaportið stendur nefnilega fyrir hræódýrar vörur og heilmikinn hasar ugmynd er forsenda allra góðra verka og í viðskiptum er góð hugmynd ómetanleg. Forráðamenn Toyota hafa fyrir lifandi löngu gert sér grein fyrir þessu enda byggir góður árangur þeirra í sölu- og markaðsmálum ekki síst á góðum og frumlegum hugmyndum. Eitthvert gleggsta dæmið um heil- steypta hugmynd, sem fyllilega gekk upp, var þegar fyrirtækið efndi nú í haust til rýmingarsölu á notuðum bíl- um í Kolaportinu. Horfur í sölu notaðra bíla og upp- söfnun á lager vikumar á undan var með þeim hætti hjá Toyota að tilefni þótti til að setja sölumarkmið átaksins hærra en áður hafði þekkst. „Með þetta að leiðarljósi stóðum við frammi fyrir skemmtilegu vandamáli „sem reyndar varð á tímabili heiimikill „höf- uðverkur“,“ segir Loftur Ágústsson, markaðsstjóri P. Samúelssonar, T oyotaumboðsins. Þótt það hafi oft skilað tilætluðum árangri að tala um útsölu, þá minnkar slagkraftur þess orðs því oftar sem það er notað. Því er nauðsynlegt að brydda sífellt upp á nýjungum og skyndilega laust lausninni niður: Kolaportið! Nafnið fannst okkur segja allt sem við þurftum að segja og jafn- vel meira. ímynd Kolaportsins felur í sér að verið sé að bjóða vöru á góðu verði og í miklu úrvali, nafnið ber einnig með sér kauptorgstilfinningu og heilmikinn hasar. Og þótt við hefð- um lyft átakinu upp með því að kalla átakið „Æðiskast í Kolaportinu", þá MYNDIR: BRAGI Þ. JÓSEFSSON innrammaði nafnið „Kolaportið“ þessa hugmynd og gerði hana heil- steypta.“ Loftur segir að hugmyndin hafi kviknað á elleftu stundu „og eftir á að hyggja held ég að það hafi, ef eitthvað er, aukið árangur hugmyndarinnar. Æðiskastið í Kolaportinu hófst klukk- an tólf á hádegi mánudags en það var ekki fyrr en seinnipart fimmtudags vikunnar áður sem hugmyndinni var velt upp og menn sáu strax hvaða möguleikar bjuggu í henni. Á föstu- dagsmorgni var síðan endanlega ákveðið að láta slag standa og við helltum okkur í verkefnið. Okkur til mikillar ánægju fengum var það strax staðfest að við gætum fengið húsnæði Kolaportsins leigt og þá gáum við farið að leysa fyrirliggj- andi vandamál og þau virtust hvorki vera fá né smá. Til að mynda þurftum við að leysa tölvumálin, tölvan er afar mikilvægt vinnutæki hjá okkur. Hver sölumaður hefur sína tölvu til umráða þar sem hann getur kallað fram upp- lýsingar um verð bílsins, ferilskrá hans og fleira sem nauðsynlegt er til að hafa yfirsýn og veita góða þjón- ustu. Einnig höfðum við litla hugmynd um hvemig við ætluðum að leysa símamál, samskipti milli sölumanna á SAGANÁBAK VIÐ HERFERÐINA Þorsteinn G. Gunnarsson staðnum og það sem meira var, við höfðum ekki hugmynd um hvernig í ósköpunum við áttum að fara að því að koma 120 til 130 bílum niður í Kola- port á einu kvöldi. Öll þessi „vandamál", já og raunar mörg önnur sem upp komu voru leyst af liðsheildinni. Ástæðan fyrir því var í raun og vem afar einföld. Hjá fyrir- tækinu sköpuðust aðstæður sem kölluðu á framlag hvers og eins og fólk lét ekki á sér standa. Innan fyrir- tækisins skapaðist mikil og góð liðs- heild sem sannarlega vildi fóma öOu til að verkefnið gengi upp, enginn vildi láta sitt eftir liggja. Á sunnudags- kvöldið fyUtist fyrirtækið af fólki sem vOdi aðstoða við að selflytja bfla niður í Kolaport og upp úr miðnættinu var búið að stiUa upp hverjum einasta bfl! Tölvumálin voru leyst á einfaldan hátt. Einungis ein tölva var notuð til að kaUa fram nauðsynlegar upplýsing- ar, en fyrirUggjandi upplýsingar um hvem bfl voru hins vegar prentaðar út og þeim komið fyrir í plastvasa í hverjum bfl fyrir sig. Eftir sem áður stóðum við frammi fyrir miklu sam- skiptavandamáli sölumannanna, því hvemig í ósköpunum áttu þeir að koma upplýsingum sín á milli, t.d. um bfla sem búið var að taka frá? Einhverjum datt þá í hug að nota tússUt og skrifa einföld skilaboð á framrúðu bflanna, t.d. Frátekinn fyrir Jón til klukkan 15.00. Þessi hugmynd ýtti enn frekar undir stemninguna og þá tilfinningu að um torgsölu væri að ræða og fólk þyrfti að gera upp hug 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.