Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 22
MAÐUR ARSINS ar og steyptar úr þeim álpönnur og pottar. Við fylgdumst vel með þegar þotur flugu yfir sem voru sagðar fljúga hraðar en hljóðið. Okkur fannst merkilegt að heyra hljóðið eftir að við höfðum séð flugvélarnar. Sundlaugarnar voru stór þáttur í lífi okkar krakkanna en móðir mín fór með mig í sund á hverjum degi frá því ég var 16 mánaða. Við lékum okkur mikið í fjörunni fyrir framan Kirkju- sand þar sem við gátum náð í kola og þá varð ég oft blautur í fætuma eða datt í sjóinn. Það kom sér illa því að gervifóturinn var m.a. úr tré og var fljótur að eyðileggjast. Á meðan verið var að gera við hann varð ég að vera inni. Ég fæddist með aflagaðan fót sem er 15 sm styttri en hinn fóturinn. Ég var átta sumur í sveit á Fossá á Barðaströnd og hafði gott af sveita- samkeppnisaðili Össurar, og var nokkur blóðtaka fyrir fyritækið að missa þá. „Ég var í sex ár við nám en bjó í átta ár í Svíþjóð og var nánast orðinn heila- þveginn eftir dvölina þar,“ segir Öss- ur. „Á þessum árum litu Svíar á sig sem samvisku heimsins, þeir mót- mæltu Víetnamstríðinu o.s.frv. Það tók mig tíma að aðlagast íslensku þjóðfélagi þegar heim kom. í Svíþjóð kynntist ég konu minni, Björgu Rafriar, sem var við nám í meinatækni. Við eignuðumst soninn Bjarna 1968 og dótturina Lilju 1969. 1970 fluttum við heim og eftir það fór Björg í læknisfræði. Hún fór svo til Svíþjóðar 1979 til 1983 í sémám í veirufræði og var ég með annan fót- inn þar allan tímann. 1990 til 1993 var hún svo í Bandaríkjunum að vinna að ingastofnun ríkisins er. Oft stóðum við í basli við að fá reikninga greidda því aðalatriðið hjá þeim var að passa að framleiðsla okkar kostaði ekki of mikið. Þjónustuþátturinn hefur alltaf verið stór liður í starfsemi okkar þar sem smíðuð eru stoðtæki eftir máli fyrir fatlað fólk.“ SILIKONHULSAN - Hvenær hófst þróunar- og fram- leiðsluvinnan? „Ég var ekki ánægður með það sem ég gat boðið viðskiptavinum mín- um upp á, þó að það væri í sjálfu sér ekki verra en það sem í boði var ann- ars staðar. Ég hafði reynslu af hönn- unarstarfi frá námsámnum en þá var ég í þrjá mánuði við störf hjá sænsku fyrirtæki og hannaði hnjálið fyrir börn. Mikil þörf var á slíkum hnjálið- GÖMLU GERVIFÆTURNIR „Þá varð ég oft blautur í fæturna eða datt í sjóinn. Það kom sér illa þvi að gervifóturinn var m.a. úr tré og var fljótur að eyðileggjast. Á meðan verið var að gera við hann varð ég að vera inni. Ég fæddist með aflagaðan fót sem er 15 cm styttri en hinn fóturinn.“ vinnunni. Nokkrum sinnum fór ég með þegar sveitafólki var safnað sam- an til að vinna við uppskipun úr Pat- reksfjarðartogurunum. Þegar ég var 16 ára handleggsbrotnaði ég illa í heyvinnu og gat ekki notað hendina í um tvö ár. Það hafði m.a. áhrif á það hvað nám mitt í Menntaskólanum í Reykjavík varð endasleppt. Ég tók ekki próf eftir fyrsta árið og hætti á öðru ári. Á þessum árum tók ég mik- inn þátt í skátastarfi, var að gefa út blað og hafði lítinn tíma fyrir námið.“ BREYTINGA ÞÖRF Árið 1962 var Össur kominn út til Stokkhólms í stoðtækjanám en á þeim tíma var námið iðnnám með bréfaskólasniði og nemendur sóttu fyrirlestra í anatómíu með læknanem- um. Seinna var náminu komið á há- skólastig við háskólann í Jönköping í Svíþjóð og átti Össur sæti í norrænni nefnd sem vann að því máli. í þann skóla hafa fjórir fyrrum starfsmenn hans sótt nám. Þeir stofnuðu seinna fyrirtækið Stoð í Hafnarfirði, sem er verkefni tengt visnuveiru og bjuggum við þá í smáborg skammt frá Wash- ington og Baltimore." Eftir heimkomuna stofnaði Össur fyrirtæki sitt og hóf starfsemi í Sjálfsbjargarhúsinu við Hátún. Hann segir að þrýstingur hafi komið frá fé- lögum fatlaðra um að hann hæfi störf og lögðu þau fram hlutafé. Þeim þótti þörf fyrir breytingar og nýjungar í greininni en á þeim tíma var aðeins einn stoðtækjasmiður starfandi á landinu, Amór Halldórsson. „Ég hafð verið í tengslum við Svav- ar Pálsson hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra og var hann aðalhvatamað- urinn að stofnun fyrirtækisins. Að- stoð frá félögunum var mikils virði á sínum tíma en þegar við fluttum á Hverfisgötuna, 1985, var hlutur þeirra orðinn lítill og ég keypti þau út. Fyrirtækið er nú 95% í minni eigu og íjölskyldunnar. Uppbygging fyrirtækisins hefur kostað vinnu og aftur vinnu. í gegnum árin hefur mikill tími farið í viðureign við hið óhönduga kerfi sem Trygg- um vegna þess að börn höfðu fæðst vansköpuð vegna neyslu mæðra á róandi lyfi á meðgöngu, svokölluð Thalidómide-börn. Þessi hnjáliður hefur síðan verið stækkaður og er enn seldur af sænska fyrirtækinu. Eftir að Össur hf. var stofnað fór ég fljótlega að reyna fyrir mér með betri lausn á hulsum fyrir gervifætur og var búinn að hanna hulsu fyrir ofan hné um 1980. Ég byrjaði á að sýna sænsku fyrirtæki hugmynd mína því ég varð að fá staðfestingu á því að þetta væri einhvers virði. Fyrirækið vildi vera með í því að framleiða huls- una en framhaldið gekk illa. Þeir þæfðu málið og ekkert gekk í nokkur ár svo ég hef rift öllum samningum við þá fyrir löngu síðan. Ástæða þess að ég leitaði fyrst til Svía var einfaldlega sú að mér fannst ég einangraður uppi á íslandi og varð að fá staðfestingu á vinnu minni,“ segir Össur. Lausnin sem Össur fann upp felst í því að leysa í sundur hlutverk hulsu úr hörðu, óformanlegu plasti með því að hafa mjúkt efni í hólknum sem passar 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.