Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 53
ir til fyrirtækis, „headhunt-
aðir“, eða eru ráðnir í stórar
stöður. Þá hafa þeir tiltölu-
lega góða samningsstöðu
gagnvart vinnuveitandanum
og geta krafist öryggsi-
ventla svo þeir standi ekki
slyppir og snauðir ef sam-
starfið gengur ekki upp. En
það er ekkert algilt í þessum
efnum og fer mikið eftir eðli
og aðstæðum.
En við almennar ráðning-
ar eru yfirleitt ekki gerðir
starfslokasamningar þar
sem starfsmanni eru tryggð
kjör umfram hið lögbundna.
Hitt er annað mál að fyrir-
tækin eru í mjög auknum
mæli farin að gera kröfur um
sérstaka starfslokasamn-
inga. Þá erum við að tala um
svokallaðar girðingar. Það
er þegar fyrirtæki setur í
samning við starfsmann að
hætti hann störfum megi
hann ekki vinna hjá öðru
fyrirtæki í sömu atvinnu-
grein innan tiltekins tíma frá
uppsögn, stundum tvö til
þrjú ár. Brjóti starfsmaður
slíkan samning, fari að vinna í sama
geira áður en samningurinn rennur
út, getur fyrirtækið krafið hann um
bótagreiðslur.
„Þetta gera fyrirtæki einfaldlega til
að fyrirbyggja að starfsmaður gangi
beint yfir til keppinautarins með þjálf-
un þá og þekkingu sem þau hafa séð
honum fyrir. Þetta þykir mjög eðilileg
ráðstöfun af hálfu fyritækjanna og á
ekki aðeins við um menn sem ráðnir
eru vegna sérfræðiþekkingar sinnar
heldur einnig við menn í stöðum milli-
stjómenda og upp úr,“ sagði reyndur
maður í ráðningabransanum.
Sami aðili sagðist hins vegar efast
um að þessi ákvæði gengju alltaf upp í
' Xi
Þegar amerísku aðferðinni er beitt fá stjómendur
kannski 30 mínútur eða svo til að tína til persónulega
muni sína á skrifstofunni. ATHUGIÐ AÐ ÞESSIMYND
ER TÁKNRÆN EN EKKI ÚR RAUNVERULEIKANUM
OG SKOÐAST LJÓSMYNDIR AF FÓLKI Á HENNI í
LJÓSI ÞESS.
reynd. Benti hann í því sambandi á
mál, ekki alls óskylt, sem reis út af
sölu Vals Magnússonar á Kaffi
Reykjavík. Kaupandinn krafðist þess
að Valur starfaði ekki við skyldan
rekstur í ákveðinn tíma eftir söluna en
fannst hann svikinn þegar honum
þótti Valur koma að rekstri veitinga-
staðarins Óðals stuttu síðar.
ATVINNUHÆFISTARFSMANNA
SÉ EKKISKERT
Lögmaður, sem komið hefur ná-
lægt starfslokasamningum, segir að
málarekstur fyrir dómi sé afar sjald-
gæfur vegna slíkra samninga. Hann
bendir á að þörfin fyrir girð-
ingar í starfslokasamninga
við starfsmenn hafi aukist.
En þá verði að gæta jafn-
vægis milli hagsmuna
beggja og ekki síst að gæta
að því að skerða ekki at-
vinnuhæfi starfsmannsins.
„Það má ekki ganga of
nærri atvinnuhæfi starfs-
mannsins. Möguleikinn á að
fá starf í sama geira minnkar
verulega ef girðingar starf-
slokasamnings halda honum
frá slíkum störfum í of lang-
an tíma.“
Lögmaðurinn bendir á að
íslendingar standi nú á
þröskuldi varðandi ráðn-
ingamál. Samkvæmt
Evrópusambandinu eigi
hver starfsmaður að fá skrif-
lega staðfestingu á ráðningu
sinni þegar hann hefði störf
þar sem kveðið sé á um öll
atriði sem varða starfsskil-
yrði hans, ráðningartíma,
starfslok o.fl.
A meðan vitneskja starfs-
manns um innri mál fyrir-
tækis getur gert að verkum
að fyrirtækin setji girðingar í starf-
slokasamninga spyrja menn sig hvort
vitneskjan geti ekki nýst starfsmann-
inum við starfslok, sérstaklega ef
honum hefur verið sagt upp störfum.
Þá er hugsað að hann setji dæmið
þannig upp að makki fyrirtækið ekki
rétt verði hann með læti, nokkuð sem
fyrirtæki kærir sig ekki um.
Áðumefndur lögmaður segir að
vissulega geti komið upp slík staða en
vopnin geti hæglega snúist í höndum
starfsmannsins. Hótanir og jafnvel
„læti“ vegna uppsagnar geta allt eins
skemmt fyrir starfsmanninum.
DÆMIÐ UM MAGNÚS FINNSSON
„Það er ekkert við það að athuga að menn skipti um störfen ég hefði kosið að
starfslok mín hjá Kaupmannasamtökunum bæri að með öðrum hætti, “
sagði Magnús Finnsson í DV eftir meira en 20 ára starf hjá samtökunum. Margir
héldu að hann hefði brotið af sér í starfi. Svo var ekki. Hann fékk
einfaldlega að kenna á amerísku aðferðinni.
53